Þverslaufur og hárskraut fyrir börn Marín Manda skrifar 15. nóvember 2013 11:30 Sara Lárusdóttir og sonurinn Adam Leví Guðmundson, 5 ára. Sara Lárusdóttir förðunarfræðingur byrjaði að hanna og sauma slaufurnar SL-slaufur í fæðingarorlofi sínu. Viðtökurnar eru mjög góðar og ég er búin að hafa meira en nóg að gera. Hugmyndin fæddist þegar ég var að vinna í barnafataversluninni Name it. Viðskiptavinir spurðu mikið eftir barnaslaufum allan ársins hring og mér fannst vanta meira úrval,“ segir Sara Lárusdóttir.Slaufurnar eru litríkar og fást í ýmsum gerðum og stærðum.Fyrsta slaufan varð að veruleika þegar manninum hennar vantaði gyllta slaufu vegna þema í vinnunni en svoleiðis slaufa var hvergi fáanleg í verslununum. Hún segist þá hafa tekið málin í sínar hendur, verslað efni og sest fyrir framan saumavélina. „Þegar ég var í fæðingarorlofi með seinni son minn langaði mig að einblína á barnaslaufur þrátt fyrir að ég hafi gert einstaka sérpantanir fyrir herra,“ útskýrir hún. Fyrir jólin segir hún vinsælustu slaufurnr vera köflóttar og satín slaufur. Slaufurnar fást í stærðunum 0-1 árs, 1-3 ára, 3-6 ára og 6-12 ára og hægt er að panta þær og hárskraut í gegnum Facebook- síðuna SL-slaufur. Framundan er flutningur til Svíþjóðar þar sem hún mun halda áfram að sinna eftirspurninni og senda pantanir til Íslands en einnig er hægt að versla slaufurnar í versluninni Þumalína. Post by SL-Slaufur. Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Sara Lárusdóttir förðunarfræðingur byrjaði að hanna og sauma slaufurnar SL-slaufur í fæðingarorlofi sínu. Viðtökurnar eru mjög góðar og ég er búin að hafa meira en nóg að gera. Hugmyndin fæddist þegar ég var að vinna í barnafataversluninni Name it. Viðskiptavinir spurðu mikið eftir barnaslaufum allan ársins hring og mér fannst vanta meira úrval,“ segir Sara Lárusdóttir.Slaufurnar eru litríkar og fást í ýmsum gerðum og stærðum.Fyrsta slaufan varð að veruleika þegar manninum hennar vantaði gyllta slaufu vegna þema í vinnunni en svoleiðis slaufa var hvergi fáanleg í verslununum. Hún segist þá hafa tekið málin í sínar hendur, verslað efni og sest fyrir framan saumavélina. „Þegar ég var í fæðingarorlofi með seinni son minn langaði mig að einblína á barnaslaufur þrátt fyrir að ég hafi gert einstaka sérpantanir fyrir herra,“ útskýrir hún. Fyrir jólin segir hún vinsælustu slaufurnr vera köflóttar og satín slaufur. Slaufurnar fást í stærðunum 0-1 árs, 1-3 ára, 3-6 ára og 6-12 ára og hægt er að panta þær og hárskraut í gegnum Facebook- síðuna SL-slaufur. Framundan er flutningur til Svíþjóðar þar sem hún mun halda áfram að sinna eftirspurninni og senda pantanir til Íslands en einnig er hægt að versla slaufurnar í versluninni Þumalína. Post by SL-Slaufur.
Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira