„Gátum kveikt á dýrinu og orðið alveg brjálaðar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Sigrún Dís Tryggvadóttir (til vinstri) og Glódís Guðgeirsdóttir hafa verið með í fjórum síðustu gull-liðum Gerplu og hefur Glódís keppt á öllum fjórum mótunum. Mynd/Úr einkasafni „Þetta var alveg sérstaklega sætur sigur enda við með tiltölulega nýtt lið og nýtt þjálfarateymi,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir sem varð Norðurlandameistari í hópfimleikum með Gerplu í Óðinsvéum um helgina. Gerpla vann eftir mjög harða baráttu við Örebro GF frá Svíþjóð en þetta er í annað skiptið í röð og í þriðja skiptið á fjórum Norðurlandamótum sem Gerplustelpurnar vinna gull á þessu móti. Það var mikil spenna í loftinu á meðan beðið var eftir úrslitunum. Stelpurnar voru búnar að klára sínar æfingar en þurftu að bíða eftir því að sænska liðið fengi sínar einkunnir.Miklar mannabreytingar „Þetta var svakalegt. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og var eiginlega bara farin að gráta af öllum þessum spenningi. Það var síðan mjög skemmtilegt að sjá okkur í efsta sætinu á töflunni,“ segir Glódís. Gerpluliðið hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar síðan það varð Evrópumeistari fyrir ári. „Mér fannst við vera rosalega mikið að sanna okkur og sanna það að við gætum þetta þrátt fyrir allar þessar breytingar. Þar lá pressan en ekki í því að við höfðum verið Norðurlandameistarar áður,“ segir Glódís. „Í heildina litið þá gekk okkur mjög vel á öllum áhöldunum. Það voru einhver mistök en þau voru ekki dýr. Við vorum því sáttar með allt mótið. Það var ekkert eitt áhald sem stóð frekar upp úr,“ segir Glódís en liðið fékk hæstu einkunn sína á gólfi. Gerpla endaði með 53,833 stig, heilu stigi á undan Örebro sem hafði forystu eftir 2 umferðir, Höganäs GF endaði svo í þriðja sæti með 52,483 stig. Stjarnan, sem einnig keppti í kvennaflokki, endaði í 6.sæti.Fengu alla stúkuna með sér „Dansinn er svolítið erfiður því við þurfum að æfa hann svo svakalega mikið. Það var mjög flott að við náðum að dansa og fá alla stúkuna með okkur. Við fundum alveg að við vorum að skila okkar,“ segir Glódís. Gerpla byrjaði með frábærri gólfæfingu sem gaf liðinu 19,583 stig, fylgdi því eftir með ágætis stökkum á dýnum sem gáfu 16,950 stig og lauk keppninni á trampólíni, sem þrátt fyrir smá hnökra gaf 17,300 stig. „Það var fínt að byrja í dansinum því þá er maður rólegri. Svo þegar við vorum búnar í honum gátum við kveikt á dýrinu og orðið alveg brjálaðar. Það þarf meiri kraft í hin tvö áhöldin,“ segir Glódís í léttum tón. Glódís er sú eina í liðinu sem hefur keppt á síðustu fjórum gullmótum Gerpluliðsins en liðið hefur nú varið bæði Evrópu- og Norðurlandameistaratitil sinn á síðustu árum.Allt annað hlutverk í dag „Fyrir fjórum árum var ég sú yngsta í liðinu á mínu fyrsta móti en svo er ég allt í einu núna með mestu reynsluna,“ segir Glódís en Sigrún Dís Tryggvadóttir var líka í hópnum í öll skiptin en keppti ekki á EM í fyrra. Þjálfarar liðsins eru Kenneth Hedeegard Christiansen, Bjarni Gíslason, Hjalti Geir Erlendsson, Ásta Þyrí Emilsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir. Ásdís sat heima þar sem hún á von á sér á næstu dögum. „Síðustu vikuna voru við búnar að undirbúa það að hún færi ekki með. Við vorum samt bara að grínast með það að við ætluðum bara að senda hana af stað í fæðingu með titlinum,“ segir Glódís hlæjandi. Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
„Þetta var alveg sérstaklega sætur sigur enda við með tiltölulega nýtt lið og nýtt þjálfarateymi,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir sem varð Norðurlandameistari í hópfimleikum með Gerplu í Óðinsvéum um helgina. Gerpla vann eftir mjög harða baráttu við Örebro GF frá Svíþjóð en þetta er í annað skiptið í röð og í þriðja skiptið á fjórum Norðurlandamótum sem Gerplustelpurnar vinna gull á þessu móti. Það var mikil spenna í loftinu á meðan beðið var eftir úrslitunum. Stelpurnar voru búnar að klára sínar æfingar en þurftu að bíða eftir því að sænska liðið fengi sínar einkunnir.Miklar mannabreytingar „Þetta var svakalegt. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og var eiginlega bara farin að gráta af öllum þessum spenningi. Það var síðan mjög skemmtilegt að sjá okkur í efsta sætinu á töflunni,“ segir Glódís. Gerpluliðið hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar síðan það varð Evrópumeistari fyrir ári. „Mér fannst við vera rosalega mikið að sanna okkur og sanna það að við gætum þetta þrátt fyrir allar þessar breytingar. Þar lá pressan en ekki í því að við höfðum verið Norðurlandameistarar áður,“ segir Glódís. „Í heildina litið þá gekk okkur mjög vel á öllum áhöldunum. Það voru einhver mistök en þau voru ekki dýr. Við vorum því sáttar með allt mótið. Það var ekkert eitt áhald sem stóð frekar upp úr,“ segir Glódís en liðið fékk hæstu einkunn sína á gólfi. Gerpla endaði með 53,833 stig, heilu stigi á undan Örebro sem hafði forystu eftir 2 umferðir, Höganäs GF endaði svo í þriðja sæti með 52,483 stig. Stjarnan, sem einnig keppti í kvennaflokki, endaði í 6.sæti.Fengu alla stúkuna með sér „Dansinn er svolítið erfiður því við þurfum að æfa hann svo svakalega mikið. Það var mjög flott að við náðum að dansa og fá alla stúkuna með okkur. Við fundum alveg að við vorum að skila okkar,“ segir Glódís. Gerpla byrjaði með frábærri gólfæfingu sem gaf liðinu 19,583 stig, fylgdi því eftir með ágætis stökkum á dýnum sem gáfu 16,950 stig og lauk keppninni á trampólíni, sem þrátt fyrir smá hnökra gaf 17,300 stig. „Það var fínt að byrja í dansinum því þá er maður rólegri. Svo þegar við vorum búnar í honum gátum við kveikt á dýrinu og orðið alveg brjálaðar. Það þarf meiri kraft í hin tvö áhöldin,“ segir Glódís í léttum tón. Glódís er sú eina í liðinu sem hefur keppt á síðustu fjórum gullmótum Gerpluliðsins en liðið hefur nú varið bæði Evrópu- og Norðurlandameistaratitil sinn á síðustu árum.Allt annað hlutverk í dag „Fyrir fjórum árum var ég sú yngsta í liðinu á mínu fyrsta móti en svo er ég allt í einu núna með mestu reynsluna,“ segir Glódís en Sigrún Dís Tryggvadóttir var líka í hópnum í öll skiptin en keppti ekki á EM í fyrra. Þjálfarar liðsins eru Kenneth Hedeegard Christiansen, Bjarni Gíslason, Hjalti Geir Erlendsson, Ásta Þyrí Emilsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir. Ásdís sat heima þar sem hún á von á sér á næstu dögum. „Síðustu vikuna voru við búnar að undirbúa það að hún færi ekki með. Við vorum samt bara að grínast með það að við ætluðum bara að senda hana af stað í fæðingu með titlinum,“ segir Glódís hlæjandi.
Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira