Of þungri vél brotlent við sumarhús Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. nóvember 2013 07:00 "Flugvélin rann eftir hryggnum, kastaðist yfir veg og hafnaði loks á grasbala við sumarbústað, um 70 metrum frá þeim stað þar sem hún kom fyrst niður,“ segir rannsóknarnefnd samgönguslysa. Mynd/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir reynsluleysi, lágflug og of mikla þyngd meðal orsaka þess að lítil flugvél með fjóra um borð brotlenti í hlíðum Langholtsfjalls. Tveir menn slösust alvarlega. Tveir mannanna í flugvélinni þennan dag, 1. apríl 2010, höfðu hvor um sig á prjónunum að taka vélina á leigu. Mennirnir, sem þekktust ekki, ætluðu að skiptast á að fljúga vélinni í reynsluflugi. Sá sem hóf flugið tók með sér tvo farþega. Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg.Hér sést hvernig flogið var þvers og kruss yfir sumarhúsabyggðinni áður en flugmaðurin fann sumarbústað ættingja sinna.Kort/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysaFlugmaðurinn og hinn tilvonandi leigutakinn slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús en hinir tveir slöuðust minna. Vélin, sem var af gerðinni Cessna 177 og með einkennisstafina TF-KEX, eyðilagðist. „Flugmaðurinn gerði ekki þyngdar- og jafnvægisútreikninga fyrir flugið en hafði það eftir öðrum flugmanni sem hafði verið að fljúga flugvélinni undanfarið að það væri í lagi að vera með þrjá farþega og fulla eldsneytistanka,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem kveður vélinna í reynd hafa verið 125 pundum of þunga. Yfirhlaðna flugvélin er sögð hafa misst hraða í krappri beygju í sterkum og hviðóttum vindi. „Við rannsóknina kom fram að farþega A [hinum flugmanninum] líkaði ekki framkvæmd flugsins en hikaði við að gera athugasemdir við það sökum mismunar á heildarreynslu þeirra,“ segir rannsóknarnefndin.TF-KEX á slysstað. Cessna vélin gereyðilagðist.Mynd/úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Sá sem flaug vélinni hafði minni reynslu en hinn af því að fljúga smærri vélum en hafði það hins vegar fram yfir að vera atvinnuflugmaður. Mennirnir sögðust hafa tekið eftir því í aðdragandanum að hreyfill vélarinnar gekk verr þegar kveikt var á rafmagnseldsneytisdælu. Kveikt var á þessari dælu þegar slysið varð og fannst vatn og ryð í henni. Sömuleiðis var örlítið vatn í blöndungi. Rannsóknarnefndin segir mögulegar gangtruflanir eina orsök slyssins. Sjálfur bar flugmaðurinn að sér hefði fundist sem hreyfillinn skilaði ekki því afli sem til var ætlast í lok beygjunnar afdfrifaríku.Orsakir flugslyssins við Langholtsfjall 1. apríl 2010 1. Takmarkaður undirbúningur fyrir flug. 2. Flugmaðurinn hafði ekki reynslu á þessa tegund flugvélar. 3. Flugvélin var yfir hámarksþyngd. 4. Flugvélinni var flogið í krappri beygju sterkum hviðóttum vindi á litlum hraða. 5. Flugvélin missti hraða og hæð í krappri beygju með þeim afleiðingum að hún skall í jörðina. 6. Flogið var í lítilli hæð og því lítið svigrúm til leiðréttingar og að ná nægilegum flughraða. 7. Mögulegar gangtruflanir í hreyfli.Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir reynsluleysi, lágflug og of mikla þyngd meðal orsaka þess að lítil flugvél með fjóra um borð brotlenti í hlíðum Langholtsfjalls. Tveir menn slösust alvarlega. Tveir mannanna í flugvélinni þennan dag, 1. apríl 2010, höfðu hvor um sig á prjónunum að taka vélina á leigu. Mennirnir, sem þekktust ekki, ætluðu að skiptast á að fljúga vélinni í reynsluflugi. Sá sem hóf flugið tók með sér tvo farþega. Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg.Hér sést hvernig flogið var þvers og kruss yfir sumarhúsabyggðinni áður en flugmaðurin fann sumarbústað ættingja sinna.Kort/Úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysaFlugmaðurinn og hinn tilvonandi leigutakinn slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús en hinir tveir slöuðust minna. Vélin, sem var af gerðinni Cessna 177 og með einkennisstafina TF-KEX, eyðilagðist. „Flugmaðurinn gerði ekki þyngdar- og jafnvægisútreikninga fyrir flugið en hafði það eftir öðrum flugmanni sem hafði verið að fljúga flugvélinni undanfarið að það væri í lagi að vera með þrjá farþega og fulla eldsneytistanka,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem kveður vélinna í reynd hafa verið 125 pundum of þunga. Yfirhlaðna flugvélin er sögð hafa misst hraða í krappri beygju í sterkum og hviðóttum vindi. „Við rannsóknina kom fram að farþega A [hinum flugmanninum] líkaði ekki framkvæmd flugsins en hikaði við að gera athugasemdir við það sökum mismunar á heildarreynslu þeirra,“ segir rannsóknarnefndin.TF-KEX á slysstað. Cessna vélin gereyðilagðist.Mynd/úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Sá sem flaug vélinni hafði minni reynslu en hinn af því að fljúga smærri vélum en hafði það hins vegar fram yfir að vera atvinnuflugmaður. Mennirnir sögðust hafa tekið eftir því í aðdragandanum að hreyfill vélarinnar gekk verr þegar kveikt var á rafmagnseldsneytisdælu. Kveikt var á þessari dælu þegar slysið varð og fannst vatn og ryð í henni. Sömuleiðis var örlítið vatn í blöndungi. Rannsóknarnefndin segir mögulegar gangtruflanir eina orsök slyssins. Sjálfur bar flugmaðurinn að sér hefði fundist sem hreyfillinn skilaði ekki því afli sem til var ætlast í lok beygjunnar afdfrifaríku.Orsakir flugslyssins við Langholtsfjall 1. apríl 2010 1. Takmarkaður undirbúningur fyrir flug. 2. Flugmaðurinn hafði ekki reynslu á þessa tegund flugvélar. 3. Flugvélin var yfir hámarksþyngd. 4. Flugvélinni var flogið í krappri beygju sterkum hviðóttum vindi á litlum hraða. 5. Flugvélin missti hraða og hæð í krappri beygju með þeim afleiðingum að hún skall í jörðina. 6. Flogið var í lítilli hæð og því lítið svigrúm til leiðréttingar og að ná nægilegum flughraða. 7. Mögulegar gangtruflanir í hreyfli.Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira