Súkkulaðiverksmiðjan var innblásturinn Marín Manda skrifar 8. nóvember 2013 11:30 Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður. Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður hefur hannað virðuleg borð sem líta út eins og súkkulaðiplötur. "Ég elska súkkulaði og hef lengi hrifist af ólíkum formum þess. Þetta form sem ég valdi fyrir borðið 70% er kunnuglegt flestum því þetta er líklega formið sem flestir hugsa um þegar talað er um súkkulaði,“ segir Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður. Anna Þórunn segir hugmyndina að 70% borðunum vera tengda góðri minningu frá æskuárum hennar þegar hún sótti balletttíma í miðbæ Reykjavíkur þar sem súkkulaðiverksmiðjan Nói og Siríus var. „Þegar ég steig út úr strætó, tók þessi blíða, dísæta angan öll völd og fylgdi mér alla leið upp á fjórðu hæð en súkkulaðiverksmiðjan var einmitt í sama húsi og ballettskóli Sigríðar Ármann heitinnar.“Borðið minnir einna helst á súkkulaðiplötu.Anna Þórunn hefur starfað sem sjálfstæður vöruhönnuður síðan hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2007. Hún frumsýndi 70% borðin á Hönnunarmars á þessu ári og hafa þau vakið mikla athygli. Birst hafa umfjallanir á hönnunarbloggum á borð við Cool Hunting og fleiri bloggum. Einnig hafa borðin fengið umfjöllun í króatíska blaðinu Moja, finnska hönnunarblaðinu Glorian Koti og septemberblaði Milk Decoration. „Formið er mjög stílhreint og formfagurt að mínu mati en ég leitast við að gera stílhreina hluti sem geta lifað um ókomna tíð. Ég vildi hafa fæturna granna þannig að borðplatan (súkkulaðiplatan) nyti sín sem best. Útkoman er borð með sterkan karakter. Eins og með gæðasúkkulaði þá vildi ég hafa gegnheilan við og valdi því eik þar sem viðurinn kemur vel í ljós við yfirborðsmeðhöndlun,“ segir Anna Þórunn glöð í bragði. Borðin eru nýkomin í Epal en nánari upplýsingar fást á annathorunn.is HönnunarMars Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður hefur hannað virðuleg borð sem líta út eins og súkkulaðiplötur. "Ég elska súkkulaði og hef lengi hrifist af ólíkum formum þess. Þetta form sem ég valdi fyrir borðið 70% er kunnuglegt flestum því þetta er líklega formið sem flestir hugsa um þegar talað er um súkkulaði,“ segir Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður. Anna Þórunn segir hugmyndina að 70% borðunum vera tengda góðri minningu frá æskuárum hennar þegar hún sótti balletttíma í miðbæ Reykjavíkur þar sem súkkulaðiverksmiðjan Nói og Siríus var. „Þegar ég steig út úr strætó, tók þessi blíða, dísæta angan öll völd og fylgdi mér alla leið upp á fjórðu hæð en súkkulaðiverksmiðjan var einmitt í sama húsi og ballettskóli Sigríðar Ármann heitinnar.“Borðið minnir einna helst á súkkulaðiplötu.Anna Þórunn hefur starfað sem sjálfstæður vöruhönnuður síðan hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2007. Hún frumsýndi 70% borðin á Hönnunarmars á þessu ári og hafa þau vakið mikla athygli. Birst hafa umfjallanir á hönnunarbloggum á borð við Cool Hunting og fleiri bloggum. Einnig hafa borðin fengið umfjöllun í króatíska blaðinu Moja, finnska hönnunarblaðinu Glorian Koti og septemberblaði Milk Decoration. „Formið er mjög stílhreint og formfagurt að mínu mati en ég leitast við að gera stílhreina hluti sem geta lifað um ókomna tíð. Ég vildi hafa fæturna granna þannig að borðplatan (súkkulaðiplatan) nyti sín sem best. Útkoman er borð með sterkan karakter. Eins og með gæðasúkkulaði þá vildi ég hafa gegnheilan við og valdi því eik þar sem viðurinn kemur vel í ljós við yfirborðsmeðhöndlun,“ segir Anna Þórunn glöð í bragði. Borðin eru nýkomin í Epal en nánari upplýsingar fást á annathorunn.is
HönnunarMars Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira