Tuðtíðin að hefjast Halldór Halldórsson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Mig dreymdi afkvæmi ljóns og krókódíls. Það lá dáið við árbakka og hrygldi í því. Ég vaknaði og vissi strax hvað var að gerast. Vetur. En góðu fréttirnar eru þær að maður getur leyft sér að tuða yfir nokkrum hlutum fram að jólum. Fyrst á maður að tuða yfir því hvað jólaskrautið fer snemma upp. Það er algjör skylda. Ég fer alveg í vont skap ef ég sé örla fyrir rauðum lit einhvers staðar fyrir fyrsta desember. Samt tek ég ekki seríurnar niður hjá mér fyrr en í fyrsta lagi í ágúst, en það er öðru vísi. Annað sem fer í taugarnar á mér er aðförin að einkabílnum. Hún er ekki nógu skilvirk og róttæk. Einkabílar eru flestir mjög ljótir. Að sjá þá standa á bílastæðum borgarinnar er sjónmengun. Þetta brýtur gegn allri fagurfræði. Yfirleitt er bein tenging á milli fegurðar bíla og hvað þeir eyða miklu eldsneyti. Ljótir bílar eyða litlu, flottir miklu. Bönnum þessa helvítis kveikjara og fyllum göturnar af alvöru tryllitækjum. Sjálfur á ég amerískan jeppa sem eyðir 16 þúsund kalli að lágmarki á viku óháð því hvort ég keyri hann eða ekki og hann skítlúkkar á bílastæðum bæjarins. Það hefur lengi ekki mátt gagnrýna Útsvarið sem sýnt er á RÚV, af sömu ástæðum og maður sparkar ekki í liggjandi mann. En því miður. Hvernig er mögulegt að vera með spurningakeppni þar sem er jafn lítið í húfi og þarna? Flestir þátttakenda byrja á því að afsaka sig, það myndast aldrei snefill af spennu og öllum er nákvæmlega sama um hvort þeir sigra eða tapa. Væri ekki betra ráð að bæjarfélögin fengju að senda bara klapplið í íþróttahús að eigin vali og þau myndu garga í 30 mínútur. Eða eins og einhver tísti á mig – hafa almennileg verðlaun. Nú mætast lið Vestmannaeyja og Reykjavíkur, í verðlaun eru Flugvöllur í Vatnsmýri. Spurningaþátturinn Vertu viss hefur göngu sína bráðum. Tíu milljónir í fyrstu verðlaun. Í DV kom fram að féð sé allt að því illa fengið. Í auglýsingunni liggja peningarnir á borðinu. Þeir eru pakkaðir í loftþéttar umbúðir. Takk fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer Skoðun
Mig dreymdi afkvæmi ljóns og krókódíls. Það lá dáið við árbakka og hrygldi í því. Ég vaknaði og vissi strax hvað var að gerast. Vetur. En góðu fréttirnar eru þær að maður getur leyft sér að tuða yfir nokkrum hlutum fram að jólum. Fyrst á maður að tuða yfir því hvað jólaskrautið fer snemma upp. Það er algjör skylda. Ég fer alveg í vont skap ef ég sé örla fyrir rauðum lit einhvers staðar fyrir fyrsta desember. Samt tek ég ekki seríurnar niður hjá mér fyrr en í fyrsta lagi í ágúst, en það er öðru vísi. Annað sem fer í taugarnar á mér er aðförin að einkabílnum. Hún er ekki nógu skilvirk og róttæk. Einkabílar eru flestir mjög ljótir. Að sjá þá standa á bílastæðum borgarinnar er sjónmengun. Þetta brýtur gegn allri fagurfræði. Yfirleitt er bein tenging á milli fegurðar bíla og hvað þeir eyða miklu eldsneyti. Ljótir bílar eyða litlu, flottir miklu. Bönnum þessa helvítis kveikjara og fyllum göturnar af alvöru tryllitækjum. Sjálfur á ég amerískan jeppa sem eyðir 16 þúsund kalli að lágmarki á viku óháð því hvort ég keyri hann eða ekki og hann skítlúkkar á bílastæðum bæjarins. Það hefur lengi ekki mátt gagnrýna Útsvarið sem sýnt er á RÚV, af sömu ástæðum og maður sparkar ekki í liggjandi mann. En því miður. Hvernig er mögulegt að vera með spurningakeppni þar sem er jafn lítið í húfi og þarna? Flestir þátttakenda byrja á því að afsaka sig, það myndast aldrei snefill af spennu og öllum er nákvæmlega sama um hvort þeir sigra eða tapa. Væri ekki betra ráð að bæjarfélögin fengju að senda bara klapplið í íþróttahús að eigin vali og þau myndu garga í 30 mínútur. Eða eins og einhver tísti á mig – hafa almennileg verðlaun. Nú mætast lið Vestmannaeyja og Reykjavíkur, í verðlaun eru Flugvöllur í Vatnsmýri. Spurningaþátturinn Vertu viss hefur göngu sína bráðum. Tíu milljónir í fyrstu verðlaun. Í DV kom fram að féð sé allt að því illa fengið. Í auglýsingunni liggja peningarnir á borðinu. Þeir eru pakkaðir í loftþéttar umbúðir. Takk fyrir.