Farandpeysan boðin upp 7. nóvember 2013 14:00 Margir þekktir einstaklingar koma að gerð farandpeysunnar og er Unnur Steinsson ein þeirra. mynd/vilhelm Ragnheiður Eiríksdóttir prjónameistari hannaði jólapeysuna 2013 sem Jón Gnarr, borgarstjóri Reykvíkinga, klæddist í auglýsingum Jólapeysuátaksins. Í myndatökunni fyrir auglýsinguna fitjaði borgarstjóri upp á nýrri peysu og byrjaði sjálfur að prjóna. Þetta var upphaf farandpeysunnar. Jólafarandpeysan verður prjónuð af fjölda einstaklinga og boðin upp við lok jólapeysuátaks Barnaheilla þann 13. desember. Með peysunni mun fylgja einhvers konar dagbók þar sem fram koma nöfn þeirra sem hafa prjónað peysuna en myndir af þeim verða einnig birtar á Facebook.com/jolapeysan og á Instagram. Útvarpsmennirnir Guðfinnur Sigurvinsson og Margrét Blöndal úr Síðdegisútvarpi Rásar 2 prjónuðu sig svo áfram í beinni útsendingu og nú er komið að Unni Steinsson, vörustjóra hjá Lyfju. Stefnir á að prjóna eina jólapeysu á ári. Unnur lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að prjónaskap enda hefur hún verið mikil prjónakona um áraraðir. Hún greip í prjónana þar sem hún var stödd við myndatöku fyrir Lyfju og prjónaði nokkrar umferðir af farandpeysunni. Unnur hefur prjónað fimm peysur á þessu ári en þetta er í fyrsta sinn sem hún prjónar jólapeysu. Hún stefnir hins vegar á að prjóna heila jólapeysu fyrir eiginmanninn fyrir þessi jól. „Þetta er bara algjör snilld,“ segir hún en viðurkennir að jólapeysur séu nýjar fyrir sér. „Mér finnst hins vegar algjört „möst“ að fólk sé í jólapeysum þessi jól og styðji gott málefni. Ég ætla að gera það og héðan í frá stefni ég á að prjóna eina jólapeysu á ári.“ Á áheitasíðunni jolapeysan.is getur fólk skráð sig og látið heita á sína eigin jólapeysu. Þar er einnig að finna ýmsar hugmyndir að því hvernig hægt er að hanna eigin jólapeysur. „Ég held að það séu tækifæri í þessu fyrir fólk með gott ímyndunarafl og það verður fróðlegt að sjá útkomuna,“ segir Unnur að lokum. Keppt verður á Facebook í nokkrum flokkum, svo sem um bestu nördapeysuna, mestu glamúrpeysuna, frumlegustu peysuna, ljótustu peysuna og svo fallegustu jólapeysuna 2013. Keppt verður um bestu peysuna í nokkrum flokkum; um nördapeysuna, mestu glamúrpeysuna, frumlegustu peysuna, ljótustu peysuna og svo fallegustu jólapeysuna 2013. Keppnin fer fram á facebook.com/jolapeysan og á Instagram merkt #jolapeysan. Uppskriftina að Jólapeysunni 2013 má finna í öllum helstu verslunum sem selja lopa og í verslunum Hagkaups sem selja garn.Unnur Steinsson ætlar hér eftir að prjóna eina jólapeysu á ári.mynd/vilhelm Jólafréttir Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Ragnheiður Eiríksdóttir prjónameistari hannaði jólapeysuna 2013 sem Jón Gnarr, borgarstjóri Reykvíkinga, klæddist í auglýsingum Jólapeysuátaksins. Í myndatökunni fyrir auglýsinguna fitjaði borgarstjóri upp á nýrri peysu og byrjaði sjálfur að prjóna. Þetta var upphaf farandpeysunnar. Jólafarandpeysan verður prjónuð af fjölda einstaklinga og boðin upp við lok jólapeysuátaks Barnaheilla þann 13. desember. Með peysunni mun fylgja einhvers konar dagbók þar sem fram koma nöfn þeirra sem hafa prjónað peysuna en myndir af þeim verða einnig birtar á Facebook.com/jolapeysan og á Instagram. Útvarpsmennirnir Guðfinnur Sigurvinsson og Margrét Blöndal úr Síðdegisútvarpi Rásar 2 prjónuðu sig svo áfram í beinni útsendingu og nú er komið að Unni Steinsson, vörustjóra hjá Lyfju. Stefnir á að prjóna eina jólapeysu á ári. Unnur lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að prjónaskap enda hefur hún verið mikil prjónakona um áraraðir. Hún greip í prjónana þar sem hún var stödd við myndatöku fyrir Lyfju og prjónaði nokkrar umferðir af farandpeysunni. Unnur hefur prjónað fimm peysur á þessu ári en þetta er í fyrsta sinn sem hún prjónar jólapeysu. Hún stefnir hins vegar á að prjóna heila jólapeysu fyrir eiginmanninn fyrir þessi jól. „Þetta er bara algjör snilld,“ segir hún en viðurkennir að jólapeysur séu nýjar fyrir sér. „Mér finnst hins vegar algjört „möst“ að fólk sé í jólapeysum þessi jól og styðji gott málefni. Ég ætla að gera það og héðan í frá stefni ég á að prjóna eina jólapeysu á ári.“ Á áheitasíðunni jolapeysan.is getur fólk skráð sig og látið heita á sína eigin jólapeysu. Þar er einnig að finna ýmsar hugmyndir að því hvernig hægt er að hanna eigin jólapeysur. „Ég held að það séu tækifæri í þessu fyrir fólk með gott ímyndunarafl og það verður fróðlegt að sjá útkomuna,“ segir Unnur að lokum. Keppt verður á Facebook í nokkrum flokkum, svo sem um bestu nördapeysuna, mestu glamúrpeysuna, frumlegustu peysuna, ljótustu peysuna og svo fallegustu jólapeysuna 2013. Keppt verður um bestu peysuna í nokkrum flokkum; um nördapeysuna, mestu glamúrpeysuna, frumlegustu peysuna, ljótustu peysuna og svo fallegustu jólapeysuna 2013. Keppnin fer fram á facebook.com/jolapeysan og á Instagram merkt #jolapeysan. Uppskriftina að Jólapeysunni 2013 má finna í öllum helstu verslunum sem selja lopa og í verslunum Hagkaups sem selja garn.Unnur Steinsson ætlar hér eftir að prjóna eina jólapeysu á ári.mynd/vilhelm
Jólafréttir Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira