Allt að því fullkomið Orri Freyr Rúnarsson skrifar 2. nóvember 2013 09:00 Hljómsveitin Jagwar Ma stóð sig frábærlega í Listasafni Reykjavíkur. nordicphotos/getty Tónlist Jagwar Ma Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Ástralska hljómsveitin Jagwar Ma er án efa ein sú áhugaverðasta sem hefur komið fram á árinu og er plata hennar, Howlin, til marks um það. Það voru því örugglega margir sem biðu eftir þessum tónleikum sveitarinnar með mikilli eftirvæntingu. Tónlist Jagwar Ma hefur gríðarsterkar vísanir í Madchester-senuna svokölluðu og koma hljómsveitir á borð við Happy Mondays strax upp í hugann. Þeir eru þó langt frá því að vera einhvers konar ábreiðuband og eru algjörlega með sinn eigin stíl. Um leið og fyrstu tónar komu af sviðinu var ljóst að um góða tónleika yrði að ræða. Meðlimir Jagwar Ma, sem eru þrír, voru afar líflegir og virtust skemmta sér vel. Það sama má segja um þá áhorfendur sem voru á staðnum, en þeim hafði fækkað talsvert áður en að yfir lauk og var salurinn einungis hálffullur þegar hljómsveitin steig af sviðinu. Segja má að allt við tónleikana hafi verið nánast fullkomið, hvort sem það snýr að tónlistinni sjálfri, flutningnum, hljóði eða ljósum. Vissulega hefði þó verið gaman að sjá hljómsveit á borð við Jagwar Ma í ögn minni sal sem hefði mögulega hentað henni betur. Þeir áhorfendur sem horfðu á tónleikana hafa þó eflaust áttað sig á því að um alvöru Iceland Airwaves-viðburð var að ræða og það verður afar erfitt að toppa þessa tónleika. Orri Freyr Rúnarsson Niðurstaða: Stórkostlegir tónleikar þar sem allt gekk upp. Gagnrýni Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist Jagwar Ma Iceland Airwaves-hátíðin Listasafn Reykjavíkur Ástralska hljómsveitin Jagwar Ma er án efa ein sú áhugaverðasta sem hefur komið fram á árinu og er plata hennar, Howlin, til marks um það. Það voru því örugglega margir sem biðu eftir þessum tónleikum sveitarinnar með mikilli eftirvæntingu. Tónlist Jagwar Ma hefur gríðarsterkar vísanir í Madchester-senuna svokölluðu og koma hljómsveitir á borð við Happy Mondays strax upp í hugann. Þeir eru þó langt frá því að vera einhvers konar ábreiðuband og eru algjörlega með sinn eigin stíl. Um leið og fyrstu tónar komu af sviðinu var ljóst að um góða tónleika yrði að ræða. Meðlimir Jagwar Ma, sem eru þrír, voru afar líflegir og virtust skemmta sér vel. Það sama má segja um þá áhorfendur sem voru á staðnum, en þeim hafði fækkað talsvert áður en að yfir lauk og var salurinn einungis hálffullur þegar hljómsveitin steig af sviðinu. Segja má að allt við tónleikana hafi verið nánast fullkomið, hvort sem það snýr að tónlistinni sjálfri, flutningnum, hljóði eða ljósum. Vissulega hefði þó verið gaman að sjá hljómsveit á borð við Jagwar Ma í ögn minni sal sem hefði mögulega hentað henni betur. Þeir áhorfendur sem horfðu á tónleikana hafa þó eflaust áttað sig á því að um alvöru Iceland Airwaves-viðburð var að ræða og það verður afar erfitt að toppa þessa tónleika. Orri Freyr Rúnarsson Niðurstaða: Stórkostlegir tónleikar þar sem allt gekk upp.
Gagnrýni Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira