Ástarþrá að hausti til Freyr Bjarnason skrifar 2. nóvember 2013 08:00 Snorri Helgason hefur gefið út Autumn Skies. Tónlist Autumn Skies Snorri Helgason Record Records Autumn Skies er þriðja plata Snorra Helgasonar og jafnframt sú fyrsta sem hann gerir með hljómsveitinni Snorri Helgason. Auk forsprakkans skipa hana Sigurlaug Gísladóttir (Mr. Silla), Guðmundur Óskar Guðmundsson og Magnús Tryggvason Eliassen og færa þau aukna og kærkomna fjölbreytni inn í tónlistina. Snorri heldur sig við árstíðirnar því síðasta plata hans hét Winter Sun og kom út fyrir tveimur árum. Þessi fyrrverandi liðsmaður Sprengjuhallarinnar er sérfræðingur í að semja melódískt þjóðlagapopp þar sem kassagítarinn er í fyrirrúmi ásamt angurværri röddinni og er þessi nýja plata þar engin undantekning. Besta lagið er Summer Is Almost Gone með fínum texta um ástarþrá þar sem Sigurður Guðmundsson á góða innkomu á píanóið. Einnig er hið fallega upphafslag Autumn Skies II vel samið, rétt eins og hið hlýlega Calling sem fjallar um mann sem leitar að kærustu til að kúra hjá þegar hann vaknar á morgnana. Niðurstaða: Fín þriðja plata Snorra Helgasonar þar sem ást og ástarþrá eru yrkisefnin. Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Autumn Skies Snorri Helgason Record Records Autumn Skies er þriðja plata Snorra Helgasonar og jafnframt sú fyrsta sem hann gerir með hljómsveitinni Snorri Helgason. Auk forsprakkans skipa hana Sigurlaug Gísladóttir (Mr. Silla), Guðmundur Óskar Guðmundsson og Magnús Tryggvason Eliassen og færa þau aukna og kærkomna fjölbreytni inn í tónlistina. Snorri heldur sig við árstíðirnar því síðasta plata hans hét Winter Sun og kom út fyrir tveimur árum. Þessi fyrrverandi liðsmaður Sprengjuhallarinnar er sérfræðingur í að semja melódískt þjóðlagapopp þar sem kassagítarinn er í fyrirrúmi ásamt angurværri röddinni og er þessi nýja plata þar engin undantekning. Besta lagið er Summer Is Almost Gone með fínum texta um ástarþrá þar sem Sigurður Guðmundsson á góða innkomu á píanóið. Einnig er hið fallega upphafslag Autumn Skies II vel samið, rétt eins og hið hlýlega Calling sem fjallar um mann sem leitar að kærustu til að kúra hjá þegar hann vaknar á morgnana. Niðurstaða: Fín þriðja plata Snorra Helgasonar þar sem ást og ástarþrá eru yrkisefnin.
Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira