Spurt að gefnu tilefni Ögmundur Jónasson skrifar 28. október 2013 10:14 Fram hefur komið að ríkisstjórnin vill leita leiða til að einkavæða samgöngukerfið. Einkaaðilar eignist til skamms eða langs tíma flugvelli, hafnir og vegi. Verktakarnir komi með fjármagn í uppbyggingu þessara mannvirkja og rukki síðan notendur. Með þessu móti yrði hægt að lækka skatta en láta notendur borga. Þegar virðist vera farið að búa í haginn fyrir þetta fyrirkomulag með sveltistefnu. Þannig er skorið niður við almennar vegaframkvæmdir um 750 milljónir og byrjað að þrengja að innanlandsfluginu og þótti mörgum nóg að gert á undangengnu kjörtímabili. Allt þetta verður hins vegar skiljanlegra ef verkefnið er að knýja fram kerfisbreytingar. Einkavætt kerfi yrði náttúrlega dýrara fyrir samfélagið því það gerir ráð fyrir nýjum milliliðum sem tækju sitt til sín. Einnig er hætt við því að þetta verði ranglátara kerfi því notendur á strjálbýlum svæðum ættu erfiðara með að fjármagna framkvæmdir en þéttbýlingar. Þá hefur verið bent á að hætt sé við því að skipulagsvald verði flutt frá lýðræðislega kjörnum aðilum til verktaka. Þetta mátti skilja á svörum sem gefin voru um mögulegar einkaframkvæmdir í vegakerfinu. Þar var nefnd Sundahöfn, nýr vegur um Öxi og Svínvetningabraut í Húnavatnssýslu. Allar þessar hugsanlegu framkvæmdir eru sagðar búa yfir þeim kosti að aðrar samgönguleiðir yrðu færar til að komast á milli staða, valið yrði vegfarandans. Það má hins vegar aldrei gleymast að við sem samfélag kæmum til með að standa straum af öllum þessum kostnaði hvort sem væri við Öxi, Sundabraut eða Svínvetningabraut. En augnablik. Svínvetningabraut er ekki á samgönguáætlun! Hún var jafnframt tekin út úr allri skipulagsvinnu og fór ekki lítið fyrir því þegar það var gert. Og er þá komið að spurningu minni. Ef fyrirtækið, sem á sínum tíma vildi Svínvetningabraut, vill nú að nýju fara í þá framkvæmd, ræður þá fyrirtækið? Yrði Svínvetningabraut þá aftur á áætlun? Ef svo er, væri það endanleg sönnun þess að skipulagsvaldið væri komið til verktakanna. En svona auðvelt verður þetta ekki. Þótt ríkisstjórnin vilji þjóna peningavaldinu þá er sem betur fer ekki enn búið að slökkva á þjóðinni. Hinni sömu og á að borga hinum nýju skattheimtumönnum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fram hefur komið að ríkisstjórnin vill leita leiða til að einkavæða samgöngukerfið. Einkaaðilar eignist til skamms eða langs tíma flugvelli, hafnir og vegi. Verktakarnir komi með fjármagn í uppbyggingu þessara mannvirkja og rukki síðan notendur. Með þessu móti yrði hægt að lækka skatta en láta notendur borga. Þegar virðist vera farið að búa í haginn fyrir þetta fyrirkomulag með sveltistefnu. Þannig er skorið niður við almennar vegaframkvæmdir um 750 milljónir og byrjað að þrengja að innanlandsfluginu og þótti mörgum nóg að gert á undangengnu kjörtímabili. Allt þetta verður hins vegar skiljanlegra ef verkefnið er að knýja fram kerfisbreytingar. Einkavætt kerfi yrði náttúrlega dýrara fyrir samfélagið því það gerir ráð fyrir nýjum milliliðum sem tækju sitt til sín. Einnig er hætt við því að þetta verði ranglátara kerfi því notendur á strjálbýlum svæðum ættu erfiðara með að fjármagna framkvæmdir en þéttbýlingar. Þá hefur verið bent á að hætt sé við því að skipulagsvald verði flutt frá lýðræðislega kjörnum aðilum til verktaka. Þetta mátti skilja á svörum sem gefin voru um mögulegar einkaframkvæmdir í vegakerfinu. Þar var nefnd Sundahöfn, nýr vegur um Öxi og Svínvetningabraut í Húnavatnssýslu. Allar þessar hugsanlegu framkvæmdir eru sagðar búa yfir þeim kosti að aðrar samgönguleiðir yrðu færar til að komast á milli staða, valið yrði vegfarandans. Það má hins vegar aldrei gleymast að við sem samfélag kæmum til með að standa straum af öllum þessum kostnaði hvort sem væri við Öxi, Sundabraut eða Svínvetningabraut. En augnablik. Svínvetningabraut er ekki á samgönguáætlun! Hún var jafnframt tekin út úr allri skipulagsvinnu og fór ekki lítið fyrir því þegar það var gert. Og er þá komið að spurningu minni. Ef fyrirtækið, sem á sínum tíma vildi Svínvetningabraut, vill nú að nýju fara í þá framkvæmd, ræður þá fyrirtækið? Yrði Svínvetningabraut þá aftur á áætlun? Ef svo er, væri það endanleg sönnun þess að skipulagsvaldið væri komið til verktakanna. En svona auðvelt verður þetta ekki. Þótt ríkisstjórnin vilji þjóna peningavaldinu þá er sem betur fer ekki enn búið að slökkva á þjóðinni. Hinni sömu og á að borga hinum nýju skattheimtumönnum!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun