Sólarsellusauðkindin Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 26. október 2013 06:00 Í sumarlok var ég á ferð með samstarfsmönnum í evrópska orkuverkefninu PROMISE og þar á meðal eru miklir reynsluboltar frá Samsö í Danmörku. Á ferð okkar um landið vorum við m.a. að ræða stuðningskerfi við sólarselluuppsetningar í Danmörku. Ég útskýrði fyrir þeim að einkum tvennt kæmi í veg fyrir svipað fyrirkomulag hér á landi en það væri annars vegar ódýr raforka og hins vegar sú staðreynd að öll raforkuframleiðsla hér á landi er nú þegar hundrað prósent græn og ekki brýnt að niðurgreiða aðra orkukosti af umhverfisástæðum einum saman. Hins vegar benti ég þeim á að allt frá landnámi hafi Íslendingar nýtt sér hreyfanleg sólarorkuver, þ.e. sjálfa sauðkindina. Sólarorka snýst nefnilega um meira en framleiðslu á raforku með kísilsólarsellum. Stundum vill t.d. gleymast að vinnan sem liggur á bak við vatnsorkuauðlindina okkar er unnin af sólinni sjálfri þegar hennar gríðarlega orka fer í uppgufun sjávar sem flyst svo til fjalla. Einnig nýta frumbjarga plöntur sólarorku þegar þær safna upp lífmassa í vefjum sínum með ljóstillífun. Þrátt fyrir hæfileika íslenskra ræktenda dylst það fáum að til eru betri staðir en Ísland fyrir umfangsmikla útiræktun nytjaplantna. Örstutt en sólrík sumur með löngum og harðsnúnum vetrum gerðu landnámsmönnum fljótlega ljóst að erfitt yrði að tóra á matjurtaræktun einni saman. Þess vegna varð hin íslenska sólarsella fljótt órjúfanlegur hluti af menningu og sjálfsbjargarviðleitni Íslendinga. Gróður á Íslandi er lágvaxinn og háður örstuttu vaxtartímabili sem þýðir m.ö.o. að feimin flóra landsins safnar örlítilli sólarorku, hver planta fyrir sig, sem dreifist á geysileg víðerni. Það er því ómögulegt fyrir mannfólkið að safna þessari orku með skilvirkum hætti. Sauðkindin getur hins vegar tínt hana upp af mikilli elju og útsjónarsemi. Sólarorkueiningum er þannig safnað af miklum móð í erfiðum fjöllum og firnindum. Þessi dýrmæta sólarorka geymist svo í vöðvum, fituvef og ull kindarinnar sem mannfólkið hefur nýtt sér til að komast af í gegnum erfiða mánuði í okkar harðbýla landi. Vissulega hefur þessi sólarorkusöfnun stundum gengið of langt og ofbeitt land orðið illa úti en víðáttumikil beitarsvæði eins og tíðkast hafa hér á landi hafa stundum verið nauðsynleg til þess að takmarka ekki um of möguleika sauðkindarinnar til að safna orku í landi þar sem almennur vöxtur plantna er mjög svo takmarkaður. Sauðfjárrækt á Íslandi hefur þá sérstöðu að íslenskt lambakjöt liggur mjög nærri villibráð enda matseðill lamba ekki einskorðaður við afgirt ræktunarland heldur opið fjallagrasahlaðborð sem gefur að margra mati einstakt bragð. Persónulega finnst mér enn merkilegra við íslenska lambakjötið sú staðreynd að aðkoma ósjálfbærs jarðefnaeldsneytis, í lífsferli lambsins, er í lágmarki. Lambakjötið hefur m.ö.o. lágan útblástursreikning og er reyndar kolefnisfrítt á fjalli. Þökk sé innlendri og kolefnisfrírri orku er kjötvinnslan sjálf einnig kolefnisfrí. Jarðefnaeldsneyti kemur því aðeins við sögu í flutningum á sauðfé og óbeint vegna notkunar á tilbúnum áburði og vélavinnu í heyskap. Gaman væri ef einhverjir sauðfjárbændur þróuðu þessa vöru alla leið og gerðu hana þannig enn verðmætari. Kolefnisfrítt lambakjöt er alls ekki óraunhæft en krefst þess að dregið verði úr notkun á tilbúnum áburði sem er framleiddur erlendis með orku úr jarðefnaeldsneyti. Olíunotkun í heyskap og flutningum verður svo að skipta út fyrir aðra orkugjafa. Auðvelt ætti að vera að gefa kindum með lambi hey sem ekki hefur fengið tilbúinn áburð en erfiðara er að skipta út olíu á dráttarvélar og flutningabifreiðir. Lífdísill, metangas og raforka eru þó lausnir handan við hornið en í millitíðinni mætti auðveldlega kolefnisjafna þetta litla magn með skógrækt, landgræðslu eða endurheimt votlendis á löndum sauðfjárræktarbænda. Slíkt gæti aukið enn á sérstöðu og gæði íslensks lambakjöts umfram sambærilega vöru á erlendum mörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í sumarlok var ég á ferð með samstarfsmönnum í evrópska orkuverkefninu PROMISE og þar á meðal eru miklir reynsluboltar frá Samsö í Danmörku. Á ferð okkar um landið vorum við m.a. að ræða stuðningskerfi við sólarselluuppsetningar í Danmörku. Ég útskýrði fyrir þeim að einkum tvennt kæmi í veg fyrir svipað fyrirkomulag hér á landi en það væri annars vegar ódýr raforka og hins vegar sú staðreynd að öll raforkuframleiðsla hér á landi er nú þegar hundrað prósent græn og ekki brýnt að niðurgreiða aðra orkukosti af umhverfisástæðum einum saman. Hins vegar benti ég þeim á að allt frá landnámi hafi Íslendingar nýtt sér hreyfanleg sólarorkuver, þ.e. sjálfa sauðkindina. Sólarorka snýst nefnilega um meira en framleiðslu á raforku með kísilsólarsellum. Stundum vill t.d. gleymast að vinnan sem liggur á bak við vatnsorkuauðlindina okkar er unnin af sólinni sjálfri þegar hennar gríðarlega orka fer í uppgufun sjávar sem flyst svo til fjalla. Einnig nýta frumbjarga plöntur sólarorku þegar þær safna upp lífmassa í vefjum sínum með ljóstillífun. Þrátt fyrir hæfileika íslenskra ræktenda dylst það fáum að til eru betri staðir en Ísland fyrir umfangsmikla útiræktun nytjaplantna. Örstutt en sólrík sumur með löngum og harðsnúnum vetrum gerðu landnámsmönnum fljótlega ljóst að erfitt yrði að tóra á matjurtaræktun einni saman. Þess vegna varð hin íslenska sólarsella fljótt órjúfanlegur hluti af menningu og sjálfsbjargarviðleitni Íslendinga. Gróður á Íslandi er lágvaxinn og háður örstuttu vaxtartímabili sem þýðir m.ö.o. að feimin flóra landsins safnar örlítilli sólarorku, hver planta fyrir sig, sem dreifist á geysileg víðerni. Það er því ómögulegt fyrir mannfólkið að safna þessari orku með skilvirkum hætti. Sauðkindin getur hins vegar tínt hana upp af mikilli elju og útsjónarsemi. Sólarorkueiningum er þannig safnað af miklum móð í erfiðum fjöllum og firnindum. Þessi dýrmæta sólarorka geymist svo í vöðvum, fituvef og ull kindarinnar sem mannfólkið hefur nýtt sér til að komast af í gegnum erfiða mánuði í okkar harðbýla landi. Vissulega hefur þessi sólarorkusöfnun stundum gengið of langt og ofbeitt land orðið illa úti en víðáttumikil beitarsvæði eins og tíðkast hafa hér á landi hafa stundum verið nauðsynleg til þess að takmarka ekki um of möguleika sauðkindarinnar til að safna orku í landi þar sem almennur vöxtur plantna er mjög svo takmarkaður. Sauðfjárrækt á Íslandi hefur þá sérstöðu að íslenskt lambakjöt liggur mjög nærri villibráð enda matseðill lamba ekki einskorðaður við afgirt ræktunarland heldur opið fjallagrasahlaðborð sem gefur að margra mati einstakt bragð. Persónulega finnst mér enn merkilegra við íslenska lambakjötið sú staðreynd að aðkoma ósjálfbærs jarðefnaeldsneytis, í lífsferli lambsins, er í lágmarki. Lambakjötið hefur m.ö.o. lágan útblástursreikning og er reyndar kolefnisfrítt á fjalli. Þökk sé innlendri og kolefnisfrírri orku er kjötvinnslan sjálf einnig kolefnisfrí. Jarðefnaeldsneyti kemur því aðeins við sögu í flutningum á sauðfé og óbeint vegna notkunar á tilbúnum áburði og vélavinnu í heyskap. Gaman væri ef einhverjir sauðfjárbændur þróuðu þessa vöru alla leið og gerðu hana þannig enn verðmætari. Kolefnisfrítt lambakjöt er alls ekki óraunhæft en krefst þess að dregið verði úr notkun á tilbúnum áburði sem er framleiddur erlendis með orku úr jarðefnaeldsneyti. Olíunotkun í heyskap og flutningum verður svo að skipta út fyrir aðra orkugjafa. Auðvelt ætti að vera að gefa kindum með lambi hey sem ekki hefur fengið tilbúinn áburð en erfiðara er að skipta út olíu á dráttarvélar og flutningabifreiðir. Lífdísill, metangas og raforka eru þó lausnir handan við hornið en í millitíðinni mætti auðveldlega kolefnisjafna þetta litla magn með skógrækt, landgræðslu eða endurheimt votlendis á löndum sauðfjárræktarbænda. Slíkt gæti aukið enn á sérstöðu og gæði íslensks lambakjöts umfram sambærilega vöru á erlendum mörkuðum.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar