Fótbolti

Spánarmeistarar Barcelona verða passa sig á Ronaldo

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikurinn í dag hefst klukkan 16 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Leikurinn í dag hefst klukkan 16 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Mynd/NordicPhotos/Getty
Cristiano Ronaldo er í banastuði og vissara fyrir Spánarmeistara Barcelona að hafa varan á. Portúgalinn og félagar í Real Madrid mæta í heimsókn á Nývang í Katalóníu í dag. Þeir hvítklæddu geta náð Börsungum að stigum í toppsæti deildarinnar en þrjú stig skilja liðin að.

Átta mánuðir eru síðan liðin mættust síðast. Eftir gott tak Börsunga á Real blasir sú ískalda staðreynd við strákarnir frá Katalóníu hafa ekki unnið sigur í stórslagnum í fimm síðustu leikjum.

Einn maður hefur ráðið mestu og sérstaklega í leikjunum á Nývangi. Ronaldo hefur skorað í sex leikjum í röð á vellinum og í tvígang tvö mörk. Portúgalinn hefur skorað fimmtán mörk í síðustu níu leikjum Real og rétt tæplega helming marka liðsins.

Lionel Messi hefur stolið senunni frá Ronaldo oftar en einu sinni í gegnum tíðina. Besti knattspyrnumaður heims undanfarin fjögur ár hefur skorað átta mörk í deildinni líkt og Ronaldo. Aldrei þessu vant þurfa þeir að sætta sig við annað sætið í keppninni um markakóngstitilinn á Spáni. Þar hefur forystu Brasilíumaðurinn Diego Costa hjá Atletico Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×