Hamfarirnar festar á filmu Þorgils Jónsson skrifar 27. október 2013 17:59 Þingvallavatn flæðir hér í gegnum rofið varnarþil og ofan í aðrennslisgöngin. Vatnsaflsvirkjanir í Soginu mörkuðu tímamót í orkumálum þjóðarinnar. Þegar Ljósafossvirkjun var fyrst gangsett árið 1937 var framboð rafmagns á höfuðborgarsvæðinu tvöfaldað. Ljósifoss er við útfall Úlfljótsvatns en Írafossvirkjun var gangsett neðar í ánni 1953. Fjórum árum síðar hófust framkvæmdir við þriðju Sogsvirkjunina, við Efra-Fall í suðurhluta Þingvallavatns, en áður en þeirri framkvæmd var lokið varð þar mikið tjón þegar Þingvallavatn braut sér leið í gegnum varnarþil og beljaði hömlulaust niður í Úlfljótsvatn. Í Morgunblaðinu var talað um að þetta væri mesta tjón sem orðið hefði við nokkra mannvirkjagerð hér á landi, enda var vatnsþunginn gríðarlegur. Nýlega fundust merkilegar ljósmyndir sem teknar voru rétt eftir að flóðið gekk yfir og sýna vel hvers lags hamfarir var um að ræða. Myndirnar tók Kristján Júlíus Finnbogason sem var vélstjóri við Írafossvirkjun á þessum tíma.Varnarþil rofnaði í aftakaveðri Framkvæmdir við virkjunina hófust í ágúst 1957. Boruð voru aðrennslisgöng niður í gegnum Dráttarhlíð að Úlfljótsvatni. Þar var svo búið að grafa fyrir jöfnunarþró og stöðvarhúsið var í byggingu þegar þjóðhátíðardagurinn rann upp árið 1959. Aftakaveður hafði þá geisað úr norðri daginn og nóttina áður og Þingvallavatn hafði barið á varnargarði sem reistur hafði verið framan við göngin. Snemma að morgni 17. júní sáu þeir verkamenn sem enn voru uppi á vinnusvæðinu að ágangur vatnsins var með þeim ósköpum að jarðvegsuppfylling handan járnþils var farin að skolast í burtu. Þrátt fyrir að allt kapp væri lagt í að lagfæra skemmdirnar var það til lítils og loks lét þilið undan skömmu fyrir hádegi og vatnið flæddi óhindrað í gegn, niður í jarðgöngin og út fyrir neðan. Vatnsflaumurinn skall með fullum þunga á stöðvarhúsinu sem þá var í byggingu og flæddi inn á neðstu þrjár hæðirnar. Ekkert manntjón varð, en það mátti litlu muna. Samkvæmt blaðafréttum þess tíma var einn verkamaður hætt kominn þar sem hann stóð neðan við þilið þegar það brast og þrír í viðbót voru staddir í stöðvarhúsinu að bjarga verðmætum tækjabúnaði. Allir sluppu þeir þó ómeiddir.Gangsett fyrir árslok 1959 Gríðarmiklar skemmdir urðu á mannvirkjum þar sem straumurinn hrifsaði meðal annars með sér sjö lítil vinnuskýli, nýsteypt íbúðarhús gjöreyðilagðist og heljarmikill krani fór veg allrar veraldar. Brak og fleira skolaðist niður með Soginu og lýsti tíðindamaður Vísis því þannig að heilu húsmænarnir hefðu staðið upp úr ánni. Viðgerðir hófust fljótlega þar sem tekið var að fylla í skarðið í varnarveggnum sem var á bilinu tíu til fimmtán metrar og tókst að koma í veg fyrir vatnsrennslið nokkrum dögum síðar. Virkjunin, sem var nefnd eftir Steingrími Jónssyni rafmagnsstjóra Reykjavíkur, hlaut nafnið Steingrímsstöð. Hún var svo tekin í gagnið í desember sama ár og hefur hún þjónað sínum tilgangi síðan og skilar nú 122 gígavatnsstundum á ári og þjóðhátíðardagurinn afdrifaríki er einungis minning, en myndir eins og þær sem Kristján tók og fylgja hér með, munu lifa. Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Vatnsaflsvirkjanir í Soginu mörkuðu tímamót í orkumálum þjóðarinnar. Þegar Ljósafossvirkjun var fyrst gangsett árið 1937 var framboð rafmagns á höfuðborgarsvæðinu tvöfaldað. Ljósifoss er við útfall Úlfljótsvatns en Írafossvirkjun var gangsett neðar í ánni 1953. Fjórum árum síðar hófust framkvæmdir við þriðju Sogsvirkjunina, við Efra-Fall í suðurhluta Þingvallavatns, en áður en þeirri framkvæmd var lokið varð þar mikið tjón þegar Þingvallavatn braut sér leið í gegnum varnarþil og beljaði hömlulaust niður í Úlfljótsvatn. Í Morgunblaðinu var talað um að þetta væri mesta tjón sem orðið hefði við nokkra mannvirkjagerð hér á landi, enda var vatnsþunginn gríðarlegur. Nýlega fundust merkilegar ljósmyndir sem teknar voru rétt eftir að flóðið gekk yfir og sýna vel hvers lags hamfarir var um að ræða. Myndirnar tók Kristján Júlíus Finnbogason sem var vélstjóri við Írafossvirkjun á þessum tíma.Varnarþil rofnaði í aftakaveðri Framkvæmdir við virkjunina hófust í ágúst 1957. Boruð voru aðrennslisgöng niður í gegnum Dráttarhlíð að Úlfljótsvatni. Þar var svo búið að grafa fyrir jöfnunarþró og stöðvarhúsið var í byggingu þegar þjóðhátíðardagurinn rann upp árið 1959. Aftakaveður hafði þá geisað úr norðri daginn og nóttina áður og Þingvallavatn hafði barið á varnargarði sem reistur hafði verið framan við göngin. Snemma að morgni 17. júní sáu þeir verkamenn sem enn voru uppi á vinnusvæðinu að ágangur vatnsins var með þeim ósköpum að jarðvegsuppfylling handan járnþils var farin að skolast í burtu. Þrátt fyrir að allt kapp væri lagt í að lagfæra skemmdirnar var það til lítils og loks lét þilið undan skömmu fyrir hádegi og vatnið flæddi óhindrað í gegn, niður í jarðgöngin og út fyrir neðan. Vatnsflaumurinn skall með fullum þunga á stöðvarhúsinu sem þá var í byggingu og flæddi inn á neðstu þrjár hæðirnar. Ekkert manntjón varð, en það mátti litlu muna. Samkvæmt blaðafréttum þess tíma var einn verkamaður hætt kominn þar sem hann stóð neðan við þilið þegar það brast og þrír í viðbót voru staddir í stöðvarhúsinu að bjarga verðmætum tækjabúnaði. Allir sluppu þeir þó ómeiddir.Gangsett fyrir árslok 1959 Gríðarmiklar skemmdir urðu á mannvirkjum þar sem straumurinn hrifsaði meðal annars með sér sjö lítil vinnuskýli, nýsteypt íbúðarhús gjöreyðilagðist og heljarmikill krani fór veg allrar veraldar. Brak og fleira skolaðist niður með Soginu og lýsti tíðindamaður Vísis því þannig að heilu húsmænarnir hefðu staðið upp úr ánni. Viðgerðir hófust fljótlega þar sem tekið var að fylla í skarðið í varnarveggnum sem var á bilinu tíu til fimmtán metrar og tókst að koma í veg fyrir vatnsrennslið nokkrum dögum síðar. Virkjunin, sem var nefnd eftir Steingrími Jónssyni rafmagnsstjóra Reykjavíkur, hlaut nafnið Steingrímsstöð. Hún var svo tekin í gagnið í desember sama ár og hefur hún þjónað sínum tilgangi síðan og skilar nú 122 gígavatnsstundum á ári og þjóðhátíðardagurinn afdrifaríki er einungis minning, en myndir eins og þær sem Kristján tók og fylgja hér með, munu lifa.
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira