Tíska og hönnun

Krúttlegar hauskúpumyndir

Marín Manda skrifar
Unnur jónsdóttir
Unnur jónsdóttir
„Þegar ég ætlaði að mæta í vinnu eftir fæðingarorlof var búið að leggja niður starfið mitt svo að allt í einu hafði ég tíma aflögu og ákvað að fara að teikna aftur,“ segir Unnur Jónsdóttir, sem er menntuð sem grafískur hönnuður frá Myndlistarskóla Akureyrar. Hún segir marga grafíska hönnuði eiga erfitt með að fá vinnu innan fagsins og hafi hún því ákveðið að viðhalda ástríðunni með því að teikna myndir af hauskúpum undir nafninu UJÓNSDÓTTIR á Facebook.

„Ég hef alltaf laðast að hauskúpum og teiknað þær. Ég veit svo sem ekki hvað það er en þessar sem ég teikna eru bara lifandi og alls ekkert hræðilegar. Þær hafa karakter og eru krúttlegar,“ útskýrir Unnur. Myndirnar teiknar hún með penna og segist einungis gera sjö eftirprentanir af hverri mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.