Fórnarlamb Stokkseyrarmálsins krefst sex milljóna í bætur Stígur Helgason skrifar 8. október 2013 07:00 Í kjallara þessa húss var manninum haldið klukkustundum saman. Ríkissaksóknari gaf fyrir helgi út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, mannrán og langvinnar pyntingar um mánaðamót júní og júlí síðastliðinna. Mest ber á tveimur mönnum í ákærunni; Stefáni Loga Sívarssyni, 31 árs, og nafna hans Stefáni Blackburn, 21 árs. Báðir eiga þeir mikla brotasögu. Hinir mennirnir þrír eru fæddir árin 1990 og 1992 og hafa allir komið áður við sögu lögreglu. Ákæran er í fjórum liðum og ástæða er til að vara við lýsingum sem hér fara á eftir. Fyrsti liðurinn snýr að árás á 22 ára mann í samkvæmi í Breiðholti sem hófst klukkan níu að kvöldi 30. júní og stóð fram undir hádegi daginn eftir. Hann hafði þá greint Stefáni Loga frá því að annar maður hefði átt í kynferðislegu sambandi við fyrrverandi kærustu hans. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa misþyrmt honum allt kvöldið og fram eftir nóttu þar til hann slapp undir hádegi. Samkvæmt ákærunni var maðurinn meðal annars sleginn með keðju, stunginn ítrekað með skrúfjárni, dúkahníf og óhreinum sprautunálum af nöfnunum Stefáni Loga og Stefáni Blackburn, barinn með kylfum, hann kinnbeinsbrotinn, skorinn víða og klippt í eyru hans. Annar ákæruliðurinn fjallar um árás á 25 ára mann, þann sem hafði átt vingott við kærustuna fyrrverandi. Þar segir að honum hafi verið rænt af heimili sínu klukkan hálfeitt sömu nótt. Hann hafi verið barinn ítrekað með kylfum, hann skorinn, rakspíra hellt á brjóstkassa hans og kynfæri og kveikt í.Stefán Logi SívarssonSamkvæmt ákærunni rifnaði efri vör mannsins vegna kylfuhöggs frá Stefáni Loga, sem einnig braut framtönn hans, og í kjölfarið saumaði einn árásarmannanna vörina saman með garni og saumnál. Stefán Logi hafi síðan neytt ofan í hann óþekktar töflur „sem líklega innihéldu deyfandi lyf“, stungið hann með skrúfjárni, og einn mannanna sprautað hann með óþekktu lyfi í rassinn. Um morguninn hafi Stefán Blackburn og annar úr hópi ákærðu ekið með manninn í hús á Stokkseyri, þar sem Stefán hafi slegið hann með belti og einhvers konar snúru í líkamann áður en hann var afklæddur og skilinn eftir nakinn íklæddur svörtum plastpoka í kjallara hússins, bundinn við burðarstoð eftir að þeir hafi „bundið beisli um höfuð honum þannig að mélin voru í munni hans“. Húsráðandinn á Stokkseyri leysti hann úr haldi síðdegis. Hann sætti gæsluvarðhaldi um skeið en er ekki ákærður. Þolandinn krefst rúmlega sex milljóna króna í bætur vegna málsins.Líka ákærður fyrir árás á kærustuna Í ákæruliðum þrjú og fjögur er Stefán Logi ákærður fyrir að hafa í október 2012 ráðist á þáverandi kærustu sína, vafið belti af baðslopp um háls hennar og dregið hana um þannig að henni lá við köfnun, og síðan 30. júní í sumar ráðist inn til hennar og foreldra hennar og hótað henni og föður hennar lífláti. Stokkseyrarmálið Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Ríkissaksóknari gaf fyrir helgi út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, mannrán og langvinnar pyntingar um mánaðamót júní og júlí síðastliðinna. Mest ber á tveimur mönnum í ákærunni; Stefáni Loga Sívarssyni, 31 árs, og nafna hans Stefáni Blackburn, 21 árs. Báðir eiga þeir mikla brotasögu. Hinir mennirnir þrír eru fæddir árin 1990 og 1992 og hafa allir komið áður við sögu lögreglu. Ákæran er í fjórum liðum og ástæða er til að vara við lýsingum sem hér fara á eftir. Fyrsti liðurinn snýr að árás á 22 ára mann í samkvæmi í Breiðholti sem hófst klukkan níu að kvöldi 30. júní og stóð fram undir hádegi daginn eftir. Hann hafði þá greint Stefáni Loga frá því að annar maður hefði átt í kynferðislegu sambandi við fyrrverandi kærustu hans. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa misþyrmt honum allt kvöldið og fram eftir nóttu þar til hann slapp undir hádegi. Samkvæmt ákærunni var maðurinn meðal annars sleginn með keðju, stunginn ítrekað með skrúfjárni, dúkahníf og óhreinum sprautunálum af nöfnunum Stefáni Loga og Stefáni Blackburn, barinn með kylfum, hann kinnbeinsbrotinn, skorinn víða og klippt í eyru hans. Annar ákæruliðurinn fjallar um árás á 25 ára mann, þann sem hafði átt vingott við kærustuna fyrrverandi. Þar segir að honum hafi verið rænt af heimili sínu klukkan hálfeitt sömu nótt. Hann hafi verið barinn ítrekað með kylfum, hann skorinn, rakspíra hellt á brjóstkassa hans og kynfæri og kveikt í.Stefán Logi SívarssonSamkvæmt ákærunni rifnaði efri vör mannsins vegna kylfuhöggs frá Stefáni Loga, sem einnig braut framtönn hans, og í kjölfarið saumaði einn árásarmannanna vörina saman með garni og saumnál. Stefán Logi hafi síðan neytt ofan í hann óþekktar töflur „sem líklega innihéldu deyfandi lyf“, stungið hann með skrúfjárni, og einn mannanna sprautað hann með óþekktu lyfi í rassinn. Um morguninn hafi Stefán Blackburn og annar úr hópi ákærðu ekið með manninn í hús á Stokkseyri, þar sem Stefán hafi slegið hann með belti og einhvers konar snúru í líkamann áður en hann var afklæddur og skilinn eftir nakinn íklæddur svörtum plastpoka í kjallara hússins, bundinn við burðarstoð eftir að þeir hafi „bundið beisli um höfuð honum þannig að mélin voru í munni hans“. Húsráðandinn á Stokkseyri leysti hann úr haldi síðdegis. Hann sætti gæsluvarðhaldi um skeið en er ekki ákærður. Þolandinn krefst rúmlega sex milljóna króna í bætur vegna málsins.Líka ákærður fyrir árás á kærustuna Í ákæruliðum þrjú og fjögur er Stefán Logi ákærður fyrir að hafa í október 2012 ráðist á þáverandi kærustu sína, vafið belti af baðslopp um háls hennar og dregið hana um þannig að henni lá við köfnun, og síðan 30. júní í sumar ráðist inn til hennar og foreldra hennar og hótað henni og föður hennar lífláti.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira