Íslenskar endurskinshúfur fyrir krakkana frá Tulipop Marín Manda skrifar 4. október 2013 10:00 Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir hönnuður reka fyrirtækið Tulipop. Tulipop-teymið Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hanna litríkar endurskinshúfur fyrir VÍS en húfurnar hafa verið mjög vinsælar hjá krökkunum. „Við höfum verið að hanna og framleiða litríkar endurskinshúfur fyrir skóla- og leikskólakrakka fyrir VÍS síðastliðin þrjú ár. VÍS hefur svo verið að gefa viðskiptavinum sínum húfur fyrir börnin og það hafa hreinlega verið biðraðir út úr dyrum í útibúum um allt land,“ segir Helga Árnadóttir sem rekur Tulipop ásamt Signýju Kolbeinsdóttur hönnuði. Saman stofnuðu þær Tulipop fyrir þremur árum og eru búnar að skapa ævintýraheim með litríkum karakterum sem þær nota til að skreyta ýmsar skemmtilegar gjafavörur fyrir börn á öllum aldri. „Signý settist niður með markaðsdeild VÍS og fékk hugmynd að þessari snilldarhúfu með öryggisatriðin að leiðarljósi og okkur fannst þetta svo skemmtilegt verkefni.“Steinunn, Ingibjörg og Snorri eru ánægð með húfurnar sínar.Tulipop býður upp á breiða gjafavörulínu fyrir börn sem inniheldur minnisbækur, ritfangalínu, borðbúnaðarlínu, lampa, pennaveski, lyklakippur og fleira. Fótfesta fyrirtækisins er á Íslandi þrátt fyrir að þær selji til 50 verslana í átta löndum. Vörurnar fást í 15 verslunum á Íslandi, meðal annars í Epal, Dúku og Hrím. Heimasíða Tulipop er www.tulipop.is. Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Tulipop-teymið Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hanna litríkar endurskinshúfur fyrir VÍS en húfurnar hafa verið mjög vinsælar hjá krökkunum. „Við höfum verið að hanna og framleiða litríkar endurskinshúfur fyrir skóla- og leikskólakrakka fyrir VÍS síðastliðin þrjú ár. VÍS hefur svo verið að gefa viðskiptavinum sínum húfur fyrir börnin og það hafa hreinlega verið biðraðir út úr dyrum í útibúum um allt land,“ segir Helga Árnadóttir sem rekur Tulipop ásamt Signýju Kolbeinsdóttur hönnuði. Saman stofnuðu þær Tulipop fyrir þremur árum og eru búnar að skapa ævintýraheim með litríkum karakterum sem þær nota til að skreyta ýmsar skemmtilegar gjafavörur fyrir börn á öllum aldri. „Signý settist niður með markaðsdeild VÍS og fékk hugmynd að þessari snilldarhúfu með öryggisatriðin að leiðarljósi og okkur fannst þetta svo skemmtilegt verkefni.“Steinunn, Ingibjörg og Snorri eru ánægð með húfurnar sínar.Tulipop býður upp á breiða gjafavörulínu fyrir börn sem inniheldur minnisbækur, ritfangalínu, borðbúnaðarlínu, lampa, pennaveski, lyklakippur og fleira. Fótfesta fyrirtækisins er á Íslandi þrátt fyrir að þær selji til 50 verslana í átta löndum. Vörurnar fást í 15 verslunum á Íslandi, meðal annars í Epal, Dúku og Hrím. Heimasíða Tulipop er www.tulipop.is.
Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira