Frá Háteigskirkju beint til Bonn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. október 2013 10:00 Sigurður hefur verið viðloðandi skipulagningu á hátíðum í Bonn síðan 1991. Fréttablaðið/GVA Það verða bara þessir einu tónleikar því strax í næstu viku förum við til Þýskalands,“ segir Sigurður Bragason, stjórnandi Kammerkórsins sem heldur tónleika í Háteigskirkju annað kvöld. „Við verðum með svipaða efnisskrá og á tónlistarhátíðinni Amici della Musica Foligno á Ítalíu í ágúst og yfirskrift tónleikanna er Jesús mín morgunstjarna.“ Þýskalandsferðin sem Sigurður vísar til er boð á menningarhátíðina Yfir landamæri í Bonn, þar sem kórinn mun halda tvenna tónleika 12. og 13. október. Sigurður hefur lengi verið viðloðandi menningarhátíðir í Bonn, hvernig kom það til? „Ég var fenginn til að syngja á Bonner Sommer-listahátíðinni árið 1991 og hef síðan oft verið þeim innan handar við skipulagningu og útvegun listamanna á ýmsar hátíðir sem þeir halda,“ segir Sigurður. „Þeir eru mjög rausnarlegir við listamennina sem þeir bjóða og sem dæmi get ég sagt þér að kórinn fær 800.000 krónur fyrir að koma fram á þessum tvennum tónleikum núna, auk ókeypis ferða og uppihalds. Það eru ágætis dagpeningar fyrir fimmtán manna kór.“ Kammerkórinn er þó ekki einn á ferð því Bonn býður borgarstjórum, biskupum og listafólki frá borgunum Salzburg, La Paz, Cape Cost, Chengdu, Bukhara, Minsk, Yerevan og Kópavogi að taka þátt í umræðum og ráðstefnum og listafólkinu að vera með tónleika, leiksýningar, myndlistarsýningar og fleira. Frá Íslandi fara Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, dr. Þórhallur Eyþórsson prófessor, sem verður með fyrirlestur, rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, Rósa Gísladóttir myndlistarkona og Íslenski kammerkórinn. Menning Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Það verða bara þessir einu tónleikar því strax í næstu viku förum við til Þýskalands,“ segir Sigurður Bragason, stjórnandi Kammerkórsins sem heldur tónleika í Háteigskirkju annað kvöld. „Við verðum með svipaða efnisskrá og á tónlistarhátíðinni Amici della Musica Foligno á Ítalíu í ágúst og yfirskrift tónleikanna er Jesús mín morgunstjarna.“ Þýskalandsferðin sem Sigurður vísar til er boð á menningarhátíðina Yfir landamæri í Bonn, þar sem kórinn mun halda tvenna tónleika 12. og 13. október. Sigurður hefur lengi verið viðloðandi menningarhátíðir í Bonn, hvernig kom það til? „Ég var fenginn til að syngja á Bonner Sommer-listahátíðinni árið 1991 og hef síðan oft verið þeim innan handar við skipulagningu og útvegun listamanna á ýmsar hátíðir sem þeir halda,“ segir Sigurður. „Þeir eru mjög rausnarlegir við listamennina sem þeir bjóða og sem dæmi get ég sagt þér að kórinn fær 800.000 krónur fyrir að koma fram á þessum tvennum tónleikum núna, auk ókeypis ferða og uppihalds. Það eru ágætis dagpeningar fyrir fimmtán manna kór.“ Kammerkórinn er þó ekki einn á ferð því Bonn býður borgarstjórum, biskupum og listafólki frá borgunum Salzburg, La Paz, Cape Cost, Chengdu, Bukhara, Minsk, Yerevan og Kópavogi að taka þátt í umræðum og ráðstefnum og listafólkinu að vera með tónleika, leiksýningar, myndlistarsýningar og fleira. Frá Íslandi fara Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, dr. Þórhallur Eyþórsson prófessor, sem verður með fyrirlestur, rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, Rósa Gísladóttir myndlistarkona og Íslenski kammerkórinn.
Menning Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira