Frá Háteigskirkju beint til Bonn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. október 2013 10:00 Sigurður hefur verið viðloðandi skipulagningu á hátíðum í Bonn síðan 1991. Fréttablaðið/GVA Það verða bara þessir einu tónleikar því strax í næstu viku förum við til Þýskalands,“ segir Sigurður Bragason, stjórnandi Kammerkórsins sem heldur tónleika í Háteigskirkju annað kvöld. „Við verðum með svipaða efnisskrá og á tónlistarhátíðinni Amici della Musica Foligno á Ítalíu í ágúst og yfirskrift tónleikanna er Jesús mín morgunstjarna.“ Þýskalandsferðin sem Sigurður vísar til er boð á menningarhátíðina Yfir landamæri í Bonn, þar sem kórinn mun halda tvenna tónleika 12. og 13. október. Sigurður hefur lengi verið viðloðandi menningarhátíðir í Bonn, hvernig kom það til? „Ég var fenginn til að syngja á Bonner Sommer-listahátíðinni árið 1991 og hef síðan oft verið þeim innan handar við skipulagningu og útvegun listamanna á ýmsar hátíðir sem þeir halda,“ segir Sigurður. „Þeir eru mjög rausnarlegir við listamennina sem þeir bjóða og sem dæmi get ég sagt þér að kórinn fær 800.000 krónur fyrir að koma fram á þessum tvennum tónleikum núna, auk ókeypis ferða og uppihalds. Það eru ágætis dagpeningar fyrir fimmtán manna kór.“ Kammerkórinn er þó ekki einn á ferð því Bonn býður borgarstjórum, biskupum og listafólki frá borgunum Salzburg, La Paz, Cape Cost, Chengdu, Bukhara, Minsk, Yerevan og Kópavogi að taka þátt í umræðum og ráðstefnum og listafólkinu að vera með tónleika, leiksýningar, myndlistarsýningar og fleira. Frá Íslandi fara Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, dr. Þórhallur Eyþórsson prófessor, sem verður með fyrirlestur, rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, Rósa Gísladóttir myndlistarkona og Íslenski kammerkórinn. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það verða bara þessir einu tónleikar því strax í næstu viku förum við til Þýskalands,“ segir Sigurður Bragason, stjórnandi Kammerkórsins sem heldur tónleika í Háteigskirkju annað kvöld. „Við verðum með svipaða efnisskrá og á tónlistarhátíðinni Amici della Musica Foligno á Ítalíu í ágúst og yfirskrift tónleikanna er Jesús mín morgunstjarna.“ Þýskalandsferðin sem Sigurður vísar til er boð á menningarhátíðina Yfir landamæri í Bonn, þar sem kórinn mun halda tvenna tónleika 12. og 13. október. Sigurður hefur lengi verið viðloðandi menningarhátíðir í Bonn, hvernig kom það til? „Ég var fenginn til að syngja á Bonner Sommer-listahátíðinni árið 1991 og hef síðan oft verið þeim innan handar við skipulagningu og útvegun listamanna á ýmsar hátíðir sem þeir halda,“ segir Sigurður. „Þeir eru mjög rausnarlegir við listamennina sem þeir bjóða og sem dæmi get ég sagt þér að kórinn fær 800.000 krónur fyrir að koma fram á þessum tvennum tónleikum núna, auk ókeypis ferða og uppihalds. Það eru ágætis dagpeningar fyrir fimmtán manna kór.“ Kammerkórinn er þó ekki einn á ferð því Bonn býður borgarstjórum, biskupum og listafólki frá borgunum Salzburg, La Paz, Cape Cost, Chengdu, Bukhara, Minsk, Yerevan og Kópavogi að taka þátt í umræðum og ráðstefnum og listafólkinu að vera með tónleika, leiksýningar, myndlistarsýningar og fleira. Frá Íslandi fara Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, dr. Þórhallur Eyþórsson prófessor, sem verður með fyrirlestur, rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, Rósa Gísladóttir myndlistarkona og Íslenski kammerkórinn.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira