Frá Háteigskirkju beint til Bonn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. október 2013 10:00 Sigurður hefur verið viðloðandi skipulagningu á hátíðum í Bonn síðan 1991. Fréttablaðið/GVA Það verða bara þessir einu tónleikar því strax í næstu viku förum við til Þýskalands,“ segir Sigurður Bragason, stjórnandi Kammerkórsins sem heldur tónleika í Háteigskirkju annað kvöld. „Við verðum með svipaða efnisskrá og á tónlistarhátíðinni Amici della Musica Foligno á Ítalíu í ágúst og yfirskrift tónleikanna er Jesús mín morgunstjarna.“ Þýskalandsferðin sem Sigurður vísar til er boð á menningarhátíðina Yfir landamæri í Bonn, þar sem kórinn mun halda tvenna tónleika 12. og 13. október. Sigurður hefur lengi verið viðloðandi menningarhátíðir í Bonn, hvernig kom það til? „Ég var fenginn til að syngja á Bonner Sommer-listahátíðinni árið 1991 og hef síðan oft verið þeim innan handar við skipulagningu og útvegun listamanna á ýmsar hátíðir sem þeir halda,“ segir Sigurður. „Þeir eru mjög rausnarlegir við listamennina sem þeir bjóða og sem dæmi get ég sagt þér að kórinn fær 800.000 krónur fyrir að koma fram á þessum tvennum tónleikum núna, auk ókeypis ferða og uppihalds. Það eru ágætis dagpeningar fyrir fimmtán manna kór.“ Kammerkórinn er þó ekki einn á ferð því Bonn býður borgarstjórum, biskupum og listafólki frá borgunum Salzburg, La Paz, Cape Cost, Chengdu, Bukhara, Minsk, Yerevan og Kópavogi að taka þátt í umræðum og ráðstefnum og listafólkinu að vera með tónleika, leiksýningar, myndlistarsýningar og fleira. Frá Íslandi fara Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, dr. Þórhallur Eyþórsson prófessor, sem verður með fyrirlestur, rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, Rósa Gísladóttir myndlistarkona og Íslenski kammerkórinn. Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það verða bara þessir einu tónleikar því strax í næstu viku förum við til Þýskalands,“ segir Sigurður Bragason, stjórnandi Kammerkórsins sem heldur tónleika í Háteigskirkju annað kvöld. „Við verðum með svipaða efnisskrá og á tónlistarhátíðinni Amici della Musica Foligno á Ítalíu í ágúst og yfirskrift tónleikanna er Jesús mín morgunstjarna.“ Þýskalandsferðin sem Sigurður vísar til er boð á menningarhátíðina Yfir landamæri í Bonn, þar sem kórinn mun halda tvenna tónleika 12. og 13. október. Sigurður hefur lengi verið viðloðandi menningarhátíðir í Bonn, hvernig kom það til? „Ég var fenginn til að syngja á Bonner Sommer-listahátíðinni árið 1991 og hef síðan oft verið þeim innan handar við skipulagningu og útvegun listamanna á ýmsar hátíðir sem þeir halda,“ segir Sigurður. „Þeir eru mjög rausnarlegir við listamennina sem þeir bjóða og sem dæmi get ég sagt þér að kórinn fær 800.000 krónur fyrir að koma fram á þessum tvennum tónleikum núna, auk ókeypis ferða og uppihalds. Það eru ágætis dagpeningar fyrir fimmtán manna kór.“ Kammerkórinn er þó ekki einn á ferð því Bonn býður borgarstjórum, biskupum og listafólki frá borgunum Salzburg, La Paz, Cape Cost, Chengdu, Bukhara, Minsk, Yerevan og Kópavogi að taka þátt í umræðum og ráðstefnum og listafólkinu að vera með tónleika, leiksýningar, myndlistarsýningar og fleira. Frá Íslandi fara Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, dr. Þórhallur Eyþórsson prófessor, sem verður með fyrirlestur, rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, Rósa Gísladóttir myndlistarkona og Íslenski kammerkórinn.
Menning Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira