Partaframleiðendur játa stórfellt samráð Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. september 2013 12:00 Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, notast við kynningarmynd af bílapörtum á blaðamannafundi í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington fyrir helgi. Fréttablaðið/AP Níu japönsk fyrirtæki sem framleiða bílaparta og tveir forstjórar þeirra hafa játað þáttöku í ólöglegu samráði á Bandaríkjamarkaði og borga 740 milljónir dollara í sekt. Upphæðin nemur tæpum 90 milljörðum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Alríkislögreglan bandaríska (FBI) upplýstu um þetta á blaðamannafundi fyrir helgi. Upplýsingarnar varða nýjustu vendingar í stærsta samráðssvikamáli sem bandarísk lögreglu- og samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Fyrirtækin sem um ræðir höfðu samráð um verð á 30 pörtum sem seldir hafa verið til margra af helstu bílaframleiðendunum sem starfa í Bandaríkjunum. Til þessa hafa 20 fyrirtæki og 21 stjórnandi verið sóttur til saka og fyrirtæki fallist á að greiða 1,6 milljarð dala í sektir (194 milljarðar króna). 17 af stjórnendunum sem ákærðir hafa verið hafa verið dæmdir í fangelsi í Bandaríkjunum, eða fallis á fangelsisvist sem hluta af dómssátt. „Afleiðingar samráðsins eru að Bandaríkjamenn hafa greitt meira fyrir bíla sína,“ sagði Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna á kynningarfundi um málið. Meðal fórnarlamba svikanna væru bandarísk fyrirtæki á borð við Chrysler, Ford, og General Motors, auk bandarískra dótturfélaga Honda, Mazda, Mitsubishi, Nissan, Subaru og Toyota. Bandarísk yfirvöld ætla að „kíkja undir sérhverja vélarhlíf og sparka í öll dekk“ í viðleytni til að koma í veg fyrir verðsamráðið, sagði Holder. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem stóðu að samráðinu notuðust við dulnefni og hittust á afskekktum stöðum í Bandaríkjunum og Japan til að sammælast um tilboð, breyta verðum og ákvarða framboð af bílapörtum. Fyrirtækin níu sem ákærð voru fyrir helgi eru Hitachi Automotive Systems, Mitsubishi Electric og Mitsubishi Heavy Industries, Mitsuba, Jtekt, NSK, T.RAD, Valeo Japan og Yamashita Rubber. Á sérstökum fundi FBI á fimmtudagskvöld kom fram að samráðið hafi sumt hvert staðið í meira en áratug og snert bílvörur að virði fimm milljarða dollara (yfir 600 milljarða króna) og meira en 25 milljónir bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum og víðar. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Níu japönsk fyrirtæki sem framleiða bílaparta og tveir forstjórar þeirra hafa játað þáttöku í ólöglegu samráði á Bandaríkjamarkaði og borga 740 milljónir dollara í sekt. Upphæðin nemur tæpum 90 milljörðum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Alríkislögreglan bandaríska (FBI) upplýstu um þetta á blaðamannafundi fyrir helgi. Upplýsingarnar varða nýjustu vendingar í stærsta samráðssvikamáli sem bandarísk lögreglu- og samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Fyrirtækin sem um ræðir höfðu samráð um verð á 30 pörtum sem seldir hafa verið til margra af helstu bílaframleiðendunum sem starfa í Bandaríkjunum. Til þessa hafa 20 fyrirtæki og 21 stjórnandi verið sóttur til saka og fyrirtæki fallist á að greiða 1,6 milljarð dala í sektir (194 milljarðar króna). 17 af stjórnendunum sem ákærðir hafa verið hafa verið dæmdir í fangelsi í Bandaríkjunum, eða fallis á fangelsisvist sem hluta af dómssátt. „Afleiðingar samráðsins eru að Bandaríkjamenn hafa greitt meira fyrir bíla sína,“ sagði Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna á kynningarfundi um málið. Meðal fórnarlamba svikanna væru bandarísk fyrirtæki á borð við Chrysler, Ford, og General Motors, auk bandarískra dótturfélaga Honda, Mazda, Mitsubishi, Nissan, Subaru og Toyota. Bandarísk yfirvöld ætla að „kíkja undir sérhverja vélarhlíf og sparka í öll dekk“ í viðleytni til að koma í veg fyrir verðsamráðið, sagði Holder. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem stóðu að samráðinu notuðust við dulnefni og hittust á afskekktum stöðum í Bandaríkjunum og Japan til að sammælast um tilboð, breyta verðum og ákvarða framboð af bílapörtum. Fyrirtækin níu sem ákærð voru fyrir helgi eru Hitachi Automotive Systems, Mitsubishi Electric og Mitsubishi Heavy Industries, Mitsuba, Jtekt, NSK, T.RAD, Valeo Japan og Yamashita Rubber. Á sérstökum fundi FBI á fimmtudagskvöld kom fram að samráðið hafi sumt hvert staðið í meira en áratug og snert bílvörur að virði fimm milljarða dollara (yfir 600 milljarða króna) og meira en 25 milljónir bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum og víðar.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira