Hlutabréf Apple falla áfram í verði Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. september 2013 07:00 Starfsmaður Apple-verslunar í Tókýó í Japan spjallar við mann sem komið hefur sér fyrir og bíður þess að sala hefjist á iPhone 5s 20. þessa mánaðar. Nordicphotos/AFP Verð hlutabréfa Apple féll um tæp sex prósent í viðskiptum í Nasdaq-kauphöllinni í New York fyrri part dags í gær. Daginn áður hafði gengi bréfanna fallið um tvö prósent. Verðfall hlutabréfa Apple er talið endurspegla vonbrigði með nýjar útgáfur iPhone-snjallsímans, sem kynntar voru með viðhöfn síðdegis á þriðjudag. Í gær var síminn svo kynntur í Kína, þar sem Apple gerir sér vonir um aukna markaðshlutdeild, með því að upptaka var spiluð frá kynningunni deginum áður í Bandaríkjunum og gestum gefinn kostur á að skoða nýju tækin. Sala á nýju símunum hefst 20. þessa mánaðar í Asíulöndum en verð þeirra þykir nokkuð hátt. iPhone 5s er flaggskipið og búinn allra nýjustu tækni og fæst í gylltum lit og silfruðum. 5c síminn er svo ódýrari í litaðri plastumgjörð. Ódýrari síminn er umtalsvert dýrari en margir greinendur á farsímamarkaði höfðu spáð. Búist var við að Apple myndi kynna til sögunnar snjallsíma sem keppt gæti við aðra slíka í flokki miðlungsdýrra síma og með því unnið til baka markaðshlutdeild og aukið hlut sinn á markaði farsíma í Kína. Um leið og Apple kynnti til sögunnar ný símtæki var hulunni svipt af nýju stýrikerfi fyrir snjallsíma fyrirtækisins, iOS 7. Stýrikerfið þykir litríkara og þægilegra í allri umgengni, auk þess sem bætt hefur verið við margvíslegri virkni í símana, svo sem fingrafaralæsingu. Nýju símarnir eru báðir með iOS 7-stýrikerfi en hægt verður að uppfæra með því eldri síma. Í umfjöllun Valuewalk.com í gær er fjallað um sviptingar á farsímamarkaði, en stutt er síðan Nokia seldi fartækjahluta fyrirtækisins til Microsoft. „iPhone 5c hefur að bjóða litagleði og sprækleika Nokia Lumia-vörulínunnar. iPhone 5s er með uppfærslur á myndavél og stýrikerfi sem þegar eru komnar fram á Android-símum,“ segir þar. Með nýju stýrikerfi og símum er Apple sagt búið að ná öðrum farsímaframleiðendum hvað tækni varðar en skortur á einhverju meiru er talinn hafa valdið fjárfestum vonbrigðum. Útspilið sé ekki til þess fallið að auka hlut fyrirtækisins, hvorki á nýmörkuðum né öðrum. Grín gert að Apple eftir símakynninguFrá símakynningu Nýir iPhone-snjallsímar Apple myndaðir í bak og fyrir á kynningu fyrir blaðamenn í Peking í Kína í gær.Nordicphotos/AFPPlatfréttavefurinn The Onion gerir gys að Apple á vef sínum. Slegið er upp sem frétt að Apple hafi blásið til kynningar sem fyrr, en að þessu sinni svipt hulunni af „óttaslegnum og hugmyndasnauðum manni“. Fréttin var sett á vefinn í kjölfar kynningar Apple á nýjum útgáfum snjallsímans iPhone 5 sem fara eiga í sölu í næstu viku. Með fréttinni birti The Onion mynd af Tim Cook, forstjóra Apple. „Á fjölmiðlaviðburði sem beðið hafði verið eftir svipti tæknirisinn Apple, í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Sílikondal, formlega hulunni af óttaslegnum manni algjörlega lausum við hugmyndir og kynnti fyrir almenningi,“ segir í grínfrétt The Onion. „Hvítur og horaður maðurinn, sem bar merki uppgerðaræsings, brotna rödd og að því er virðist algjöran skort á hugljómun, var settur fram til sýnis fyrir þúsundir hluthafa, sérfræðinga tæknigeirans, blaðamenn og aðdáendur, í viðburði sem sem Apple vonast til að nái að snúa við gengi félagsins.“Með grínfrétt The Onion var birt mynd af Timothy Cook, forstjóra Apple. Hann tók við af Steve Jobs árið 2011.Skjáskot/The Onion Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Verð hlutabréfa Apple féll um tæp sex prósent í viðskiptum í Nasdaq-kauphöllinni í New York fyrri part dags í gær. Daginn áður hafði gengi bréfanna fallið um tvö prósent. Verðfall hlutabréfa Apple er talið endurspegla vonbrigði með nýjar útgáfur iPhone-snjallsímans, sem kynntar voru með viðhöfn síðdegis á þriðjudag. Í gær var síminn svo kynntur í Kína, þar sem Apple gerir sér vonir um aukna markaðshlutdeild, með því að upptaka var spiluð frá kynningunni deginum áður í Bandaríkjunum og gestum gefinn kostur á að skoða nýju tækin. Sala á nýju símunum hefst 20. þessa mánaðar í Asíulöndum en verð þeirra þykir nokkuð hátt. iPhone 5s er flaggskipið og búinn allra nýjustu tækni og fæst í gylltum lit og silfruðum. 5c síminn er svo ódýrari í litaðri plastumgjörð. Ódýrari síminn er umtalsvert dýrari en margir greinendur á farsímamarkaði höfðu spáð. Búist var við að Apple myndi kynna til sögunnar snjallsíma sem keppt gæti við aðra slíka í flokki miðlungsdýrra síma og með því unnið til baka markaðshlutdeild og aukið hlut sinn á markaði farsíma í Kína. Um leið og Apple kynnti til sögunnar ný símtæki var hulunni svipt af nýju stýrikerfi fyrir snjallsíma fyrirtækisins, iOS 7. Stýrikerfið þykir litríkara og þægilegra í allri umgengni, auk þess sem bætt hefur verið við margvíslegri virkni í símana, svo sem fingrafaralæsingu. Nýju símarnir eru báðir með iOS 7-stýrikerfi en hægt verður að uppfæra með því eldri síma. Í umfjöllun Valuewalk.com í gær er fjallað um sviptingar á farsímamarkaði, en stutt er síðan Nokia seldi fartækjahluta fyrirtækisins til Microsoft. „iPhone 5c hefur að bjóða litagleði og sprækleika Nokia Lumia-vörulínunnar. iPhone 5s er með uppfærslur á myndavél og stýrikerfi sem þegar eru komnar fram á Android-símum,“ segir þar. Með nýju stýrikerfi og símum er Apple sagt búið að ná öðrum farsímaframleiðendum hvað tækni varðar en skortur á einhverju meiru er talinn hafa valdið fjárfestum vonbrigðum. Útspilið sé ekki til þess fallið að auka hlut fyrirtækisins, hvorki á nýmörkuðum né öðrum. Grín gert að Apple eftir símakynninguFrá símakynningu Nýir iPhone-snjallsímar Apple myndaðir í bak og fyrir á kynningu fyrir blaðamenn í Peking í Kína í gær.Nordicphotos/AFPPlatfréttavefurinn The Onion gerir gys að Apple á vef sínum. Slegið er upp sem frétt að Apple hafi blásið til kynningar sem fyrr, en að þessu sinni svipt hulunni af „óttaslegnum og hugmyndasnauðum manni“. Fréttin var sett á vefinn í kjölfar kynningar Apple á nýjum útgáfum snjallsímans iPhone 5 sem fara eiga í sölu í næstu viku. Með fréttinni birti The Onion mynd af Tim Cook, forstjóra Apple. „Á fjölmiðlaviðburði sem beðið hafði verið eftir svipti tæknirisinn Apple, í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Sílikondal, formlega hulunni af óttaslegnum manni algjörlega lausum við hugmyndir og kynnti fyrir almenningi,“ segir í grínfrétt The Onion. „Hvítur og horaður maðurinn, sem bar merki uppgerðaræsings, brotna rödd og að því er virðist algjöran skort á hugljómun, var settur fram til sýnis fyrir þúsundir hluthafa, sérfræðinga tæknigeirans, blaðamenn og aðdáendur, í viðburði sem sem Apple vonast til að nái að snúa við gengi félagsins.“Með grínfrétt The Onion var birt mynd af Timothy Cook, forstjóra Apple. Hann tók við af Steve Jobs árið 2011.Skjáskot/The Onion
Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira