Virkt fjármálaeftirlit er undirstaða endurreisnar Aðalsteinn Leifsson skrifar 12. september 2013 06:00 Virkt fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðleg viðmið er ein forsenda uppbyggingar íslensks atvinnulífs. Eftir hrun voru gerðar ítarlegar úttektir á starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) af innlendum og erlendum sérfræðingum. Kaarlo Jännäri lagði meðal annars til að valdheimildir FME yrðu auknar og stofnunin hvött til að beita sér af meiri krafti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að mikið skorti á að FME væri í stakk búið til að sinna eftirliti með fjármálafyrirtækjum á viðhlítandi hátt. Þá leiddi skoðun Pierre-Yves Thoreval til þeirrar niðurstöðu að FME uppfyllti innan við helming þeirra alþjóðlegu staðla (Basel Core Principles) sem settir hefðu verið fram um skilvirkt eftirlit. Þessi erfiða staða orsakaðist af langvarandi fjársvelti og undirmönnun. Sem dæmi má nefna að í lok ársins 2006 voru einungis þrír starfsmenn þeir sömu og í upphafi ársins á því sviði sem hafði eftirlit með öllum bönkunum. Í kjölfar úttektanna hefur skipulega verið unnið að uppbyggingu FME með stuðningi löggjafans, ráðuneyta, SÍ og eftirlitsskyldra aðila. Fyrir mitt næsta ár munu óháðir erlendir sérfræðingar á ný gera úttekt á störfum FME. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt atvinnulíf að árangur í uppbyggingu eftirlitsins sé viðurkenndur. Nauðsynlegt FME er fjármagnað af þeim aðilum sem það hefur eftirlit með. Almennir skattgreiðendur þurfa því ekki að reiða fram fé til eftirlitsins. Stjórn FME og Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila gæta þess að rekstraráætlun eftirlitins sé í samræmi við verkefnin. Eftirlitsskyldir aðilar hafa komið fram af ábyrgð og sýnt uppbyggingu FME skilning. Áherslur stjórnvalda eru réttilega að byggja upp atvinnulíf og auka fjárfestingar, sem eru í lágmarki. Fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðlegt viðmið er nauðsynlegt til þess að fjárfestingar aukist á Íslandi og að íslensk fyrirtæki geti leitað fjármögnunar á erlendum mörkuðum. Komið hefur fram að FME hafi ekki nýtt að fullu þær fjárheimildir sem það hefur haft undanfarin tvö ár. Ástæða þess er að eftirlitið hefur sýnt ríkt aðhald í framkvæmd uppbyggingar- og umbótaverkefna, meðvitað um hversu óheppilegt það er að kostnaður við uppbygginguna komi fram á sama tíma og fjármálastarfsemi er í lágmarki og mörg brýn verkefni í samfélaginu. Sá afgangur gerir að verkum að hægt verður að lækka framlag eftirlitsskyldra aðila til FME á næsta ári, þrátt fyrir að kostnaður við verkefnin nái hámarki þá. Auðvitað er freistandi að skera niður framlög til FME og vona að það komi ekki að sök. Þeir fjármunir sem sparast munu þó hvorki fara í heilbrigðiskerfi né menntamál með beinum hætti heldur lækka það gjald sem eftirlitsskyldir aðilar þurfa að greiða. Þeir hagsmunir eru litlir í samanburði við þann kostnað sem af hlýst ef okkur mistekst að byggja upp virkt eftirlit sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Sá kostnaður kemur niður á öllum. Um það höfum við Íslendingar skýrt dæmi, sem við lifum hvern dag. Uppbygging virks fjármálaeftirlits krefst úthalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Virkt fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðleg viðmið er ein forsenda uppbyggingar íslensks atvinnulífs. Eftir hrun voru gerðar ítarlegar úttektir á starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) af innlendum og erlendum sérfræðingum. Kaarlo Jännäri lagði meðal annars til að valdheimildir FME yrðu auknar og stofnunin hvött til að beita sér af meiri krafti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að mikið skorti á að FME væri í stakk búið til að sinna eftirliti með fjármálafyrirtækjum á viðhlítandi hátt. Þá leiddi skoðun Pierre-Yves Thoreval til þeirrar niðurstöðu að FME uppfyllti innan við helming þeirra alþjóðlegu staðla (Basel Core Principles) sem settir hefðu verið fram um skilvirkt eftirlit. Þessi erfiða staða orsakaðist af langvarandi fjársvelti og undirmönnun. Sem dæmi má nefna að í lok ársins 2006 voru einungis þrír starfsmenn þeir sömu og í upphafi ársins á því sviði sem hafði eftirlit með öllum bönkunum. Í kjölfar úttektanna hefur skipulega verið unnið að uppbyggingu FME með stuðningi löggjafans, ráðuneyta, SÍ og eftirlitsskyldra aðila. Fyrir mitt næsta ár munu óháðir erlendir sérfræðingar á ný gera úttekt á störfum FME. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt atvinnulíf að árangur í uppbyggingu eftirlitsins sé viðurkenndur. Nauðsynlegt FME er fjármagnað af þeim aðilum sem það hefur eftirlit með. Almennir skattgreiðendur þurfa því ekki að reiða fram fé til eftirlitsins. Stjórn FME og Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila gæta þess að rekstraráætlun eftirlitins sé í samræmi við verkefnin. Eftirlitsskyldir aðilar hafa komið fram af ábyrgð og sýnt uppbyggingu FME skilning. Áherslur stjórnvalda eru réttilega að byggja upp atvinnulíf og auka fjárfestingar, sem eru í lágmarki. Fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðlegt viðmið er nauðsynlegt til þess að fjárfestingar aukist á Íslandi og að íslensk fyrirtæki geti leitað fjármögnunar á erlendum mörkuðum. Komið hefur fram að FME hafi ekki nýtt að fullu þær fjárheimildir sem það hefur haft undanfarin tvö ár. Ástæða þess er að eftirlitið hefur sýnt ríkt aðhald í framkvæmd uppbyggingar- og umbótaverkefna, meðvitað um hversu óheppilegt það er að kostnaður við uppbygginguna komi fram á sama tíma og fjármálastarfsemi er í lágmarki og mörg brýn verkefni í samfélaginu. Sá afgangur gerir að verkum að hægt verður að lækka framlag eftirlitsskyldra aðila til FME á næsta ári, þrátt fyrir að kostnaður við verkefnin nái hámarki þá. Auðvitað er freistandi að skera niður framlög til FME og vona að það komi ekki að sök. Þeir fjármunir sem sparast munu þó hvorki fara í heilbrigðiskerfi né menntamál með beinum hætti heldur lækka það gjald sem eftirlitsskyldir aðilar þurfa að greiða. Þeir hagsmunir eru litlir í samanburði við þann kostnað sem af hlýst ef okkur mistekst að byggja upp virkt eftirlit sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Sá kostnaður kemur niður á öllum. Um það höfum við Íslendingar skýrt dæmi, sem við lifum hvern dag. Uppbygging virks fjármálaeftirlits krefst úthalds.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun