Strákar með í Elite-keppninni í ár Ása Ottesen skrifar 9. september 2013 09:45 Margrét Björnsdóttir hjá Elite á Íslandi segir að mikil eftirspurn sé eftir karlfyrirsætum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við hjá Elite finnum fyrir miklum áhuga hjá strákum sem vilja taka þátt og margir foreldrar hafa haft samband við okkur, þar sem þeir vilja vita um hvað keppnin snýst,“ segir Margrét Björnsdóttir hjá fyrirsætumboðsskrifstofunni Elite á Íslandi. Elite Model Look, leitin að næstu ofurfyrirsætu, verður haldin þann 26. september næstkomandi. Keppnin er stærsta fyrirsætukeppni í heimi og býðst nú íslenskum strákum tækifæri til þátttöku. Spurð út í af hverju strákar fái fyrst núna tækifæri til þess að taka þátt segir Margrét að það sé fyrst og fremst markaðurinn sem hafi þarna áhrif. Eftirspurn eftir karlkyns fyrirsætum er miklu minni en eftir stúlkum. Tækifærin eru þó víða og á Indlandi er mikil eftirspurn eftir karlfyrirsætum. Fyrirsætan Adam Karl Helgason segist hafa dottið í lukkupottinn þegar hann fékk boð um að starfa á Indlandi. „Þetta er ótrúlega spennandi þar sem ég hef aldrei gert svona áður. Mér finnst ég vera rosalega heppin og ég mæli með að strákar láti á þetta reyna, það er um að gera að prófa eitthvað nýtt. Ég fór í eina prufu og daginn eftir var ég á leiðinni til Indlands,“ segir Adam Karl, sem hóf störf sem fyrirsæta í byrjun sumars. Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Við hjá Elite finnum fyrir miklum áhuga hjá strákum sem vilja taka þátt og margir foreldrar hafa haft samband við okkur, þar sem þeir vilja vita um hvað keppnin snýst,“ segir Margrét Björnsdóttir hjá fyrirsætumboðsskrifstofunni Elite á Íslandi. Elite Model Look, leitin að næstu ofurfyrirsætu, verður haldin þann 26. september næstkomandi. Keppnin er stærsta fyrirsætukeppni í heimi og býðst nú íslenskum strákum tækifæri til þátttöku. Spurð út í af hverju strákar fái fyrst núna tækifæri til þess að taka þátt segir Margrét að það sé fyrst og fremst markaðurinn sem hafi þarna áhrif. Eftirspurn eftir karlkyns fyrirsætum er miklu minni en eftir stúlkum. Tækifærin eru þó víða og á Indlandi er mikil eftirspurn eftir karlfyrirsætum. Fyrirsætan Adam Karl Helgason segist hafa dottið í lukkupottinn þegar hann fékk boð um að starfa á Indlandi. „Þetta er ótrúlega spennandi þar sem ég hef aldrei gert svona áður. Mér finnst ég vera rosalega heppin og ég mæli með að strákar láti á þetta reyna, það er um að gera að prófa eitthvað nýtt. Ég fór í eina prufu og daginn eftir var ég á leiðinni til Indlands,“ segir Adam Karl, sem hóf störf sem fyrirsæta í byrjun sumars.
Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira