Að rækta bæinn sinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. september 2013 13:00 Heimsins besti bær BÆKUR: Heimsins besti bær, Arto Paasilinna, Þýðing: Þórður Skúlason, Skrudda Finnski rithöfundurinn Arto Paasilinna er með skemmtilegri höfundum og honum bregst ekki bogalistin í skáldsögunni Heimsins besti bær sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu hjá Skruddu. Bókin er reyndar frá 1992 og ber þess nokkur merki. Hnignun hins vestræna heims hefur ekki gengið alveg jafn hratt fyrir sig og Paasilinna sá fyrir sér á þeim tíma, þótt ýmislegt hafi farið úrskeiðis á þessum rúmu tuttugu árum. Sagan segir frá erkifinnanum Eemeli Toropainen sem samkvæmt síðustu ósk afa síns tekur sér fyrir hendur að reisa kirkju nánast úti í óbyggðum. Smám saman rís svo heilmikil byggð í kringum kirkjuna og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Þetta er fyrirmyndarsamfélag þar sem menn lifa af landsins gæðum, stunda vöruskipti og eru almennt til fáséðrar fyrirmyndar. Annars staðar í heiminum hallar undan fæti, New York sekkur í sorp, þriðja heimsstyrjöldin skellur á sumarið 2014 og í lok sögu eru það eiginlega bara íbúarnir í byggðinni í kringum óbyggðakirkjuna sem nokkurn veginn hafa í sig og á, enda heimsendir nýlega yfirstaðinn. Finnsk náttúra leikur stórt hlutverk í sögunni og villt dýr koma mikið við sögu. Sögurnar af björnunum þremur gefa ádeilunni á meðferð mannsins á umhverfi sínu og óvirðingu hans fyrir náttúrunni aukna vídd, auk þess að vera dásamlega vel skrifaðar og skemmtilegar. Aðall Paasilinna er þó hversu leiftrandi góður sögumaður hann er og hversu vænt honum þykir um persónurnar sem hann skapar. Eemeli er harður í horn að taka, þrjóskari en fjandinn sjálfur og bregst sérlega illa við hvers kyns átroðningi yfirvalda, en um leið er hann svo yfirmáta „eðlilegur“ og mannlegur að það er ekki nokkur leið að láta sér ekki þykja vænt um hann. Aðrar persónur eru hver annarri sérstakari og þetta fyrirmyndarsamfélag morar af skemmtilegum uppákomum sem fá lesandann til að veltast um af hlátri. Framtíðartryllirinn sem vafið er inn í söguna af þessum landnemum í kringum kirkjuna góðu er hins vegar mun verr lukkaður. Það er til dæmis frekar skondið að lesa um það árið 2013 að fólk fái engar fréttir því útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar hafi verið lagðar niður. Framsýni Paasilinna náði greinilega ekki svo langt að ímynda sér að internetið yrði almannagagn. Leiði maður hins vegar slíka smámuni hjá sér og einbeiti sér að frásögninni af hinu óvenjulega samfélagi sem hún lýsir er sagan allt í senn bráðskemmtileg, hjartnæm og hugvíkkandi. Þýðing Þórðar Skúlasonar er víst úr sænsku en virkilega vel unnin, málfarið sérstætt og skemmtilegt og fyrir íslenskan lesanda er eiginlega óhugsandi að þessar persónur gætu talað á annan veg.Niðurstaða: Bráðskemmtileg saga af enn skemmtilegri persónum, en líður örlítið fyrir að hafa elst illa eins og títt er um framtíðarsögur. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
BÆKUR: Heimsins besti bær, Arto Paasilinna, Þýðing: Þórður Skúlason, Skrudda Finnski rithöfundurinn Arto Paasilinna er með skemmtilegri höfundum og honum bregst ekki bogalistin í skáldsögunni Heimsins besti bær sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu hjá Skruddu. Bókin er reyndar frá 1992 og ber þess nokkur merki. Hnignun hins vestræna heims hefur ekki gengið alveg jafn hratt fyrir sig og Paasilinna sá fyrir sér á þeim tíma, þótt ýmislegt hafi farið úrskeiðis á þessum rúmu tuttugu árum. Sagan segir frá erkifinnanum Eemeli Toropainen sem samkvæmt síðustu ósk afa síns tekur sér fyrir hendur að reisa kirkju nánast úti í óbyggðum. Smám saman rís svo heilmikil byggð í kringum kirkjuna og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Þetta er fyrirmyndarsamfélag þar sem menn lifa af landsins gæðum, stunda vöruskipti og eru almennt til fáséðrar fyrirmyndar. Annars staðar í heiminum hallar undan fæti, New York sekkur í sorp, þriðja heimsstyrjöldin skellur á sumarið 2014 og í lok sögu eru það eiginlega bara íbúarnir í byggðinni í kringum óbyggðakirkjuna sem nokkurn veginn hafa í sig og á, enda heimsendir nýlega yfirstaðinn. Finnsk náttúra leikur stórt hlutverk í sögunni og villt dýr koma mikið við sögu. Sögurnar af björnunum þremur gefa ádeilunni á meðferð mannsins á umhverfi sínu og óvirðingu hans fyrir náttúrunni aukna vídd, auk þess að vera dásamlega vel skrifaðar og skemmtilegar. Aðall Paasilinna er þó hversu leiftrandi góður sögumaður hann er og hversu vænt honum þykir um persónurnar sem hann skapar. Eemeli er harður í horn að taka, þrjóskari en fjandinn sjálfur og bregst sérlega illa við hvers kyns átroðningi yfirvalda, en um leið er hann svo yfirmáta „eðlilegur“ og mannlegur að það er ekki nokkur leið að láta sér ekki þykja vænt um hann. Aðrar persónur eru hver annarri sérstakari og þetta fyrirmyndarsamfélag morar af skemmtilegum uppákomum sem fá lesandann til að veltast um af hlátri. Framtíðartryllirinn sem vafið er inn í söguna af þessum landnemum í kringum kirkjuna góðu er hins vegar mun verr lukkaður. Það er til dæmis frekar skondið að lesa um það árið 2013 að fólk fái engar fréttir því útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar hafi verið lagðar niður. Framsýni Paasilinna náði greinilega ekki svo langt að ímynda sér að internetið yrði almannagagn. Leiði maður hins vegar slíka smámuni hjá sér og einbeiti sér að frásögninni af hinu óvenjulega samfélagi sem hún lýsir er sagan allt í senn bráðskemmtileg, hjartnæm og hugvíkkandi. Þýðing Þórðar Skúlasonar er víst úr sænsku en virkilega vel unnin, málfarið sérstætt og skemmtilegt og fyrir íslenskan lesanda er eiginlega óhugsandi að þessar persónur gætu talað á annan veg.Niðurstaða: Bráðskemmtileg saga af enn skemmtilegri persónum, en líður örlítið fyrir að hafa elst illa eins og títt er um framtíðarsögur.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira