Af gæðum grunnskólans Jón Páll Haraldsson skrifar 3. september 2013 06:00 Um þessar mundir er íslenski grunnskólinn settur og nemendur streyma í skólann. Það er mér mikið tilhlökkunarefni því það er gaman að vinna með íslenskum ungmennum og ekki síður að vinna gott starf með metnaðarfullu starfsfólki skólanna. Undanfarin misseri hafa margir leitast við að draga upp mynd af íslenska grunnskólanum sem dýrri og frekar duglausri stofnun. Nú síðast eru það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í skýrslu um þjóðarhag og hinn annars ágæti pistlahöfundur Pavel Bartoszek. Mér sýnist við Pavel deila áhuga á skólamálum og báðir viljum við horfa á alþjóðlegt samhengi til að meta árangurinn. Íslendingar hafa óhikað sett grunnmenntun barna í aukinn forgang undanfarna áratugi. Einkum hefur það verið áberandi eftir að sveitarfélögin tóku við þeim málaflokki. Ég er sannfærður um að þessi forgangur hefur skilað sér vel og mun gera áfram á næstu árum. Áform um árangur eru fjölbreytt og metnaðarfull og er það vel. Að undanförnu virðast þó einungis tvö meðaltöl nefnd til að meta gæði grunnskólans; klifað er á að hlutfallslegur kostnaður þjóðarinnar sé hár gagnvart meðalnámsárangri. Ekkert heyrist af öðrum mælingum á gæðum grunnskólans. Ekki vil ég gera minnstu tilraun til að draga þær tölur í efa en kannski frekar að draga upp örlítið víðara samhengi. Úr alþjóðlegum könnunum má glöggt greina mörg sóknarfæri fyrir okkur en líka hvað íslenski grunnskólinn stendur sig frábærlega á mörgum sviðum. Kostnaðurinn við grunnskólann Hlutfallslega háan kostnað okkar við grunnskólann þarf endilega að kryfja vel. Fernt hef ég á hraðbergi sem ég tel mikilvægt að hafa í huga í því samhengi. Íslenska þjóðin er ung. Okkur er að fjölga og undanfarna áratugi hefur óvenjustór hluti þjóðarinnar verið í grunnskóla. Mannfjöldapýramídinn er skólarekstrinum óhagstæður. Íslenska þjóðin býr dreifð í stóru landi. Um leið og það skilar margþættum ávinningi er það ekki endilega hagkvæmt í rekstarbókhaldi frá ári til árs. Laun kennara á Íslandi eru í öllum alþjóðlegum samanburði mjög slök. Engu að síður er launakostnaður um 70% af heildarkostnaði við skóla. Það eru því augljóslega ekki laun kennara sem gera kostnaðinn háan í alþjóðlegum samanburði. Á undanförnum árum höfum við byggt mikið af glæsilegum skólabyggingum. Áhugavert væri að fá úttekt á því hve mikil áhrif það hefur í samanburði milli landa. Fjárfestingu í menntun íslenskra ungmenna má kryfja enn betur en ég er einn af þeim sem hallast að því að í samanburði við þróaðri og þéttbýlli samfélög verði kostnaður okkar alltaf hár. Í þessari umræðu erum við um margt eins og stórfætt manneskja að máta okkur við meðalstóran skó. Námsárangur Í frekar grunnri umræðu í fjölmiðlum er námsárangur í þremur bóklegum greinum yfirleitt eina mælingin sem varpa skal ljósi á gæði menntakerfisins. Í PISA-könnuninni árið 2009 var árangur íslenskra nemenda góður – ekki í meðallagi eins og haldið er fram. OECD tilgreinir Ísland sérstaklega í hópi þeirra þjóða sem ná árangri marktækt yfir meðaltali í læsi og stærðfræði. Í náttúrufræði var árangur okkar hins vegar í meðallagi. Á Norðurlöndunum eru það aðeins Finnar sem ná betri námsárangri. Á netinu má lesa skýrslu OECD, PISA 2009 Results: Executive Summary, og þannig fá nokkuð góða mynd af stöðu okkar á skömmum tíma. Í seinni grein ætla ég mér meðal annars að fjalla um hvernig nemendum líkar í skólanum, eftirsóttan jöfnuð milli nemenda og fleiri þætti sem gera íslenska grunnskólann einn þann besta í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Páll Haraldsson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er íslenski grunnskólinn settur og nemendur streyma í skólann. Það er mér mikið tilhlökkunarefni því það er gaman að vinna með íslenskum ungmennum og ekki síður að vinna gott starf með metnaðarfullu starfsfólki skólanna. Undanfarin misseri hafa margir leitast við að draga upp mynd af íslenska grunnskólanum sem dýrri og frekar duglausri stofnun. Nú síðast eru það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í skýrslu um þjóðarhag og hinn annars ágæti pistlahöfundur Pavel Bartoszek. Mér sýnist við Pavel deila áhuga á skólamálum og báðir viljum við horfa á alþjóðlegt samhengi til að meta árangurinn. Íslendingar hafa óhikað sett grunnmenntun barna í aukinn forgang undanfarna áratugi. Einkum hefur það verið áberandi eftir að sveitarfélögin tóku við þeim málaflokki. Ég er sannfærður um að þessi forgangur hefur skilað sér vel og mun gera áfram á næstu árum. Áform um árangur eru fjölbreytt og metnaðarfull og er það vel. Að undanförnu virðast þó einungis tvö meðaltöl nefnd til að meta gæði grunnskólans; klifað er á að hlutfallslegur kostnaður þjóðarinnar sé hár gagnvart meðalnámsárangri. Ekkert heyrist af öðrum mælingum á gæðum grunnskólans. Ekki vil ég gera minnstu tilraun til að draga þær tölur í efa en kannski frekar að draga upp örlítið víðara samhengi. Úr alþjóðlegum könnunum má glöggt greina mörg sóknarfæri fyrir okkur en líka hvað íslenski grunnskólinn stendur sig frábærlega á mörgum sviðum. Kostnaðurinn við grunnskólann Hlutfallslega háan kostnað okkar við grunnskólann þarf endilega að kryfja vel. Fernt hef ég á hraðbergi sem ég tel mikilvægt að hafa í huga í því samhengi. Íslenska þjóðin er ung. Okkur er að fjölga og undanfarna áratugi hefur óvenjustór hluti þjóðarinnar verið í grunnskóla. Mannfjöldapýramídinn er skólarekstrinum óhagstæður. Íslenska þjóðin býr dreifð í stóru landi. Um leið og það skilar margþættum ávinningi er það ekki endilega hagkvæmt í rekstarbókhaldi frá ári til árs. Laun kennara á Íslandi eru í öllum alþjóðlegum samanburði mjög slök. Engu að síður er launakostnaður um 70% af heildarkostnaði við skóla. Það eru því augljóslega ekki laun kennara sem gera kostnaðinn háan í alþjóðlegum samanburði. Á undanförnum árum höfum við byggt mikið af glæsilegum skólabyggingum. Áhugavert væri að fá úttekt á því hve mikil áhrif það hefur í samanburði milli landa. Fjárfestingu í menntun íslenskra ungmenna má kryfja enn betur en ég er einn af þeim sem hallast að því að í samanburði við þróaðri og þéttbýlli samfélög verði kostnaður okkar alltaf hár. Í þessari umræðu erum við um margt eins og stórfætt manneskja að máta okkur við meðalstóran skó. Námsárangur Í frekar grunnri umræðu í fjölmiðlum er námsárangur í þremur bóklegum greinum yfirleitt eina mælingin sem varpa skal ljósi á gæði menntakerfisins. Í PISA-könnuninni árið 2009 var árangur íslenskra nemenda góður – ekki í meðallagi eins og haldið er fram. OECD tilgreinir Ísland sérstaklega í hópi þeirra þjóða sem ná árangri marktækt yfir meðaltali í læsi og stærðfræði. Í náttúrufræði var árangur okkar hins vegar í meðallagi. Á Norðurlöndunum eru það aðeins Finnar sem ná betri námsárangri. Á netinu má lesa skýrslu OECD, PISA 2009 Results: Executive Summary, og þannig fá nokkuð góða mynd af stöðu okkar á skömmum tíma. Í seinni grein ætla ég mér meðal annars að fjalla um hvernig nemendum líkar í skólanum, eftirsóttan jöfnuð milli nemenda og fleiri þætti sem gera íslenska grunnskólann einn þann besta í heimi.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun