Í form á allra færi Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 27. ágúst 2013 14:30 Starfsfólk Háfit er fólk sem er framúrskarandi á sínu sviði. Mynd/Rakel Tómasdóttir Davíð Ingi Magnússon, meistaranemi í lögfræði, tók ákvörðun á vormánuðum um að taka sjálfan sig í gegn. Hann fór í Háskólaræktina og byrjaði að hlaupa. Eins og margir kannast við koma hugmyndir gjarnan fljúgandi þegar lögð er rækt við líkamann. Davíð lét því ekki þar við sitja heldur ákvað að freista þess að koma öllum háskólanemum í form. Nú hefur hann stofnað, ásamt fríðu föruneyti, fjarþjálfun Háskólafitness, eða Háfit. Hann kynnti hugmyndina fyrir stjórn Háskóla Íslands, sem leist vel á, og ákveðið var að hefja samstarf. Davíð segir hugmyndina ekki síst lúta að því að virkja þekkinguna sem verður til í háskólanum. „Innan veggja skólans má finna vel menntaða næringarfræðinga, sjúkraþjálfara, lækna og íþróttafræðinga.“ Davíð setti þá saman teymi af úrvalsfólki. „Ég vildi fá fólk sem er framúrskarandi á sínu sviði. Ragna Baldvinsdóttir er semídúx úr íþróttafræði, Daði Reynir Kristleifsson sjúkraþjálfari er Evrópumeistari í krossfitt og Elísabet Margeirsdóttir næringarfræðingur hefur hlaupið sjö maraþon, eitt 100 km hlaup og er hvergi nærri hætt,“ segir hann og brosir. Eftir að stjórn skólans samþykkti samstarf tók Davíð að hanna og forrita vefsíðu, ásamt Rakel Tómasdóttur hönnuði. Á vefsíðunni geta áskrifendur meðal annars nálgast myndbönd af öllum æfingunum, sem og útskýringar á textaformi. „Sjúkraþjálfarinn okkar, Daði Reynir, útskýrir æfingarnar gaumgæfilega, enda er mikilvægt að fólk geri æfinguna rétt frá upphafi.“ Ragna íþróttafræðingur útbýr allar æfingaáætlanir og Elísabet næringarfræðingur reiknar út orku- og næringarþörf hvers og eins út frá markmiðum og æfingaplani. Skráning er hafin, en þeir sem skrá sig mæta í mælingu í september og í kjölfarið er líkamsræktaráætlun útbúin, út frá markmiðum hvers og eins. „Háskólaræktin er ódýrasta líkamsrækt á Íslandi,“ segir Davíð. „Okkar starfsemi verður í takt við það. Við bjóðum upp á þjónustu á verði sem stúdentar ráða við.“ Hægt er að skrá sig og nálgast allar nánari upplýsingar á vefsíðu Háfit, www.hafit.is. Heilsa Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Davíð Ingi Magnússon, meistaranemi í lögfræði, tók ákvörðun á vormánuðum um að taka sjálfan sig í gegn. Hann fór í Háskólaræktina og byrjaði að hlaupa. Eins og margir kannast við koma hugmyndir gjarnan fljúgandi þegar lögð er rækt við líkamann. Davíð lét því ekki þar við sitja heldur ákvað að freista þess að koma öllum háskólanemum í form. Nú hefur hann stofnað, ásamt fríðu föruneyti, fjarþjálfun Háskólafitness, eða Háfit. Hann kynnti hugmyndina fyrir stjórn Háskóla Íslands, sem leist vel á, og ákveðið var að hefja samstarf. Davíð segir hugmyndina ekki síst lúta að því að virkja þekkinguna sem verður til í háskólanum. „Innan veggja skólans má finna vel menntaða næringarfræðinga, sjúkraþjálfara, lækna og íþróttafræðinga.“ Davíð setti þá saman teymi af úrvalsfólki. „Ég vildi fá fólk sem er framúrskarandi á sínu sviði. Ragna Baldvinsdóttir er semídúx úr íþróttafræði, Daði Reynir Kristleifsson sjúkraþjálfari er Evrópumeistari í krossfitt og Elísabet Margeirsdóttir næringarfræðingur hefur hlaupið sjö maraþon, eitt 100 km hlaup og er hvergi nærri hætt,“ segir hann og brosir. Eftir að stjórn skólans samþykkti samstarf tók Davíð að hanna og forrita vefsíðu, ásamt Rakel Tómasdóttur hönnuði. Á vefsíðunni geta áskrifendur meðal annars nálgast myndbönd af öllum æfingunum, sem og útskýringar á textaformi. „Sjúkraþjálfarinn okkar, Daði Reynir, útskýrir æfingarnar gaumgæfilega, enda er mikilvægt að fólk geri æfinguna rétt frá upphafi.“ Ragna íþróttafræðingur útbýr allar æfingaáætlanir og Elísabet næringarfræðingur reiknar út orku- og næringarþörf hvers og eins út frá markmiðum og æfingaplani. Skráning er hafin, en þeir sem skrá sig mæta í mælingu í september og í kjölfarið er líkamsræktaráætlun útbúin, út frá markmiðum hvers og eins. „Háskólaræktin er ódýrasta líkamsrækt á Íslandi,“ segir Davíð. „Okkar starfsemi verður í takt við það. Við bjóðum upp á þjónustu á verði sem stúdentar ráða við.“ Hægt er að skrá sig og nálgast allar nánari upplýsingar á vefsíðu Háfit, www.hafit.is.
Heilsa Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira