Í form á allra færi Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 27. ágúst 2013 14:30 Starfsfólk Háfit er fólk sem er framúrskarandi á sínu sviði. Mynd/Rakel Tómasdóttir Davíð Ingi Magnússon, meistaranemi í lögfræði, tók ákvörðun á vormánuðum um að taka sjálfan sig í gegn. Hann fór í Háskólaræktina og byrjaði að hlaupa. Eins og margir kannast við koma hugmyndir gjarnan fljúgandi þegar lögð er rækt við líkamann. Davíð lét því ekki þar við sitja heldur ákvað að freista þess að koma öllum háskólanemum í form. Nú hefur hann stofnað, ásamt fríðu föruneyti, fjarþjálfun Háskólafitness, eða Háfit. Hann kynnti hugmyndina fyrir stjórn Háskóla Íslands, sem leist vel á, og ákveðið var að hefja samstarf. Davíð segir hugmyndina ekki síst lúta að því að virkja þekkinguna sem verður til í háskólanum. „Innan veggja skólans má finna vel menntaða næringarfræðinga, sjúkraþjálfara, lækna og íþróttafræðinga.“ Davíð setti þá saman teymi af úrvalsfólki. „Ég vildi fá fólk sem er framúrskarandi á sínu sviði. Ragna Baldvinsdóttir er semídúx úr íþróttafræði, Daði Reynir Kristleifsson sjúkraþjálfari er Evrópumeistari í krossfitt og Elísabet Margeirsdóttir næringarfræðingur hefur hlaupið sjö maraþon, eitt 100 km hlaup og er hvergi nærri hætt,“ segir hann og brosir. Eftir að stjórn skólans samþykkti samstarf tók Davíð að hanna og forrita vefsíðu, ásamt Rakel Tómasdóttur hönnuði. Á vefsíðunni geta áskrifendur meðal annars nálgast myndbönd af öllum æfingunum, sem og útskýringar á textaformi. „Sjúkraþjálfarinn okkar, Daði Reynir, útskýrir æfingarnar gaumgæfilega, enda er mikilvægt að fólk geri æfinguna rétt frá upphafi.“ Ragna íþróttafræðingur útbýr allar æfingaáætlanir og Elísabet næringarfræðingur reiknar út orku- og næringarþörf hvers og eins út frá markmiðum og æfingaplani. Skráning er hafin, en þeir sem skrá sig mæta í mælingu í september og í kjölfarið er líkamsræktaráætlun útbúin, út frá markmiðum hvers og eins. „Háskólaræktin er ódýrasta líkamsrækt á Íslandi,“ segir Davíð. „Okkar starfsemi verður í takt við það. Við bjóðum upp á þjónustu á verði sem stúdentar ráða við.“ Hægt er að skrá sig og nálgast allar nánari upplýsingar á vefsíðu Háfit, www.hafit.is. Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
Davíð Ingi Magnússon, meistaranemi í lögfræði, tók ákvörðun á vormánuðum um að taka sjálfan sig í gegn. Hann fór í Háskólaræktina og byrjaði að hlaupa. Eins og margir kannast við koma hugmyndir gjarnan fljúgandi þegar lögð er rækt við líkamann. Davíð lét því ekki þar við sitja heldur ákvað að freista þess að koma öllum háskólanemum í form. Nú hefur hann stofnað, ásamt fríðu föruneyti, fjarþjálfun Háskólafitness, eða Háfit. Hann kynnti hugmyndina fyrir stjórn Háskóla Íslands, sem leist vel á, og ákveðið var að hefja samstarf. Davíð segir hugmyndina ekki síst lúta að því að virkja þekkinguna sem verður til í háskólanum. „Innan veggja skólans má finna vel menntaða næringarfræðinga, sjúkraþjálfara, lækna og íþróttafræðinga.“ Davíð setti þá saman teymi af úrvalsfólki. „Ég vildi fá fólk sem er framúrskarandi á sínu sviði. Ragna Baldvinsdóttir er semídúx úr íþróttafræði, Daði Reynir Kristleifsson sjúkraþjálfari er Evrópumeistari í krossfitt og Elísabet Margeirsdóttir næringarfræðingur hefur hlaupið sjö maraþon, eitt 100 km hlaup og er hvergi nærri hætt,“ segir hann og brosir. Eftir að stjórn skólans samþykkti samstarf tók Davíð að hanna og forrita vefsíðu, ásamt Rakel Tómasdóttur hönnuði. Á vefsíðunni geta áskrifendur meðal annars nálgast myndbönd af öllum æfingunum, sem og útskýringar á textaformi. „Sjúkraþjálfarinn okkar, Daði Reynir, útskýrir æfingarnar gaumgæfilega, enda er mikilvægt að fólk geri æfinguna rétt frá upphafi.“ Ragna íþróttafræðingur útbýr allar æfingaáætlanir og Elísabet næringarfræðingur reiknar út orku- og næringarþörf hvers og eins út frá markmiðum og æfingaplani. Skráning er hafin, en þeir sem skrá sig mæta í mælingu í september og í kjölfarið er líkamsræktaráætlun útbúin, út frá markmiðum hvers og eins. „Háskólaræktin er ódýrasta líkamsrækt á Íslandi,“ segir Davíð. „Okkar starfsemi verður í takt við það. Við bjóðum upp á þjónustu á verði sem stúdentar ráða við.“ Hægt er að skrá sig og nálgast allar nánari upplýsingar á vefsíðu Háfit, www.hafit.is.
Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira