„Maður verður auðvitað að standa við orð sín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. ágúst 2013 06:00 Birgir Leifur Hafþórsson heldur hér á bikarnum á Nesvellinum í gær ásamt dóttur sinni Birgittu Sóley Birgisdóttur. Fréttablaðið/Daníel Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL fór fram á Nesvellinum í 17. skipti í gær en mótið ber nafnið Einvígið á Nesinu. Að þessu sinni mun DHL styrkja Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki, um eina milljón króna eftir mótið. Eins og hefð er fyrir er tíu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Í ár var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eina konan sem tók þátt á mótinu en hún er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni. Alfreð B. Kristinsson, bróðir hennar, tók einnig þátt í gær. Fyrirkomulag mótsins er á þann veg að keppendur leika fyrst níu holu höggleik og síðan eftir hádegi hefst sjálft einvígið þar sem einn keppandi dettur út á hverri holu þar til tveir standa eftir á níundu holunni. Í ár var það Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem bar sigur úr býtum en þetta var í annað sinn sem kylfingurinn fer með sigur af hólmi á mótinu. Í úrslitum mættust þeir Birgir Leifur og Birgir Björn Magnússon, Keili, en hinn síðarnefndi er aðeins 16 ára gamall. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en þar hafði sá eldri betur.Með ungabarn heima „Manni líður alltaf vel eftir svona sigra,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. Birgir Leifur og Elísabet Halldórsdóttir eignuðust sitt þriðja bara fyrir aðeins fimm dögum en þá kom lítill drengur í heiminn. „Það var vissulega nokkuð einkennilegt að taka þátt á golfmóti rétt eftir að strákurinn fæddist en maður komst í gegnum þetta. Maður verður auðvitað að standa við orð sín þegar maður lofar sér í svona góðgerðamót,“ segir Birgir Leifur. Að hans mati eru sigurvegarar mótsins þeir aðilar sem leggja góðu málefni lið en fyrirtækið DHL hefur ávallt aðstoðað ákveðnum málefnum með fjárhagslegum stuðningi að móti loknu. Aðstæður voru ekki góður á Nesvellinum í gær og blés töluvert.Maður reynir að forðast einvígin „Þetta er alltaf skemmtilegt mót þrátt fyrir að veðrið spilaði stórt hlutverk hér í dag. Það sem gerir þetta mót svona frábært er að það skiptir ekki alltaf máli hvernig maður er að spila, maður þarf bara að halda sér inn í leiknum. Maður þarf síðan að reyna eftir bestu getu að forðast einvígin og það skiptir mestu máli að vera einbeittur þegar að þeim kemur.“ Birgir Leifur spilaði að eigin sögn mjög vel á Nesvellinu í gær en átti við hinn 16 ára Birgi Björn á lokaholunni og tryggði sér sigurinn eftir bráðabana. „Hann er frábær kylfingur og á heldur betur framtíðina fyrir sér í þessari íþrótt. Við Íslendingar eigum ótrúlegan efnivið í þessu sporti.“ Birgir Leifur er 36 ára eða 20 árum eldri en nafni sinn. „Ég er bara að verða einn af gömlu köllunum á vellinum enda búinn að vera lengi að. Maður verður að halda vel á spöðunum á móti ungviðnum.“Á góðum stað „Ég þarf aðeins að fínpússa leikinn en annars líður mér mjög vel með mitt golf og er á góðum stað. Núna verð ég að halda áfram á þessari braut en sigur á svona móti eflir bara sjálfstraustið hjá manni.“ Golf Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira
Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL fór fram á Nesvellinum í 17. skipti í gær en mótið ber nafnið Einvígið á Nesinu. Að þessu sinni mun DHL styrkja Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki, um eina milljón króna eftir mótið. Eins og hefð er fyrir er tíu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Í ár var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eina konan sem tók þátt á mótinu en hún er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni. Alfreð B. Kristinsson, bróðir hennar, tók einnig þátt í gær. Fyrirkomulag mótsins er á þann veg að keppendur leika fyrst níu holu höggleik og síðan eftir hádegi hefst sjálft einvígið þar sem einn keppandi dettur út á hverri holu þar til tveir standa eftir á níundu holunni. Í ár var það Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem bar sigur úr býtum en þetta var í annað sinn sem kylfingurinn fer með sigur af hólmi á mótinu. Í úrslitum mættust þeir Birgir Leifur og Birgir Björn Magnússon, Keili, en hinn síðarnefndi er aðeins 16 ára gamall. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en þar hafði sá eldri betur.Með ungabarn heima „Manni líður alltaf vel eftir svona sigra,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. Birgir Leifur og Elísabet Halldórsdóttir eignuðust sitt þriðja bara fyrir aðeins fimm dögum en þá kom lítill drengur í heiminn. „Það var vissulega nokkuð einkennilegt að taka þátt á golfmóti rétt eftir að strákurinn fæddist en maður komst í gegnum þetta. Maður verður auðvitað að standa við orð sín þegar maður lofar sér í svona góðgerðamót,“ segir Birgir Leifur. Að hans mati eru sigurvegarar mótsins þeir aðilar sem leggja góðu málefni lið en fyrirtækið DHL hefur ávallt aðstoðað ákveðnum málefnum með fjárhagslegum stuðningi að móti loknu. Aðstæður voru ekki góður á Nesvellinum í gær og blés töluvert.Maður reynir að forðast einvígin „Þetta er alltaf skemmtilegt mót þrátt fyrir að veðrið spilaði stórt hlutverk hér í dag. Það sem gerir þetta mót svona frábært er að það skiptir ekki alltaf máli hvernig maður er að spila, maður þarf bara að halda sér inn í leiknum. Maður þarf síðan að reyna eftir bestu getu að forðast einvígin og það skiptir mestu máli að vera einbeittur þegar að þeim kemur.“ Birgir Leifur spilaði að eigin sögn mjög vel á Nesvellinu í gær en átti við hinn 16 ára Birgi Björn á lokaholunni og tryggði sér sigurinn eftir bráðabana. „Hann er frábær kylfingur og á heldur betur framtíðina fyrir sér í þessari íþrótt. Við Íslendingar eigum ótrúlegan efnivið í þessu sporti.“ Birgir Leifur er 36 ára eða 20 árum eldri en nafni sinn. „Ég er bara að verða einn af gömlu köllunum á vellinum enda búinn að vera lengi að. Maður verður að halda vel á spöðunum á móti ungviðnum.“Á góðum stað „Ég þarf aðeins að fínpússa leikinn en annars líður mér mjög vel með mitt golf og er á góðum stað. Núna verð ég að halda áfram á þessari braut en sigur á svona móti eflir bara sjálfstraustið hjá manni.“
Golf Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira