Linda Björg: Hef meiri tíma til að sinna Scintilla Sara McMahon skrifar 3. ágúst 2013 08:00 Linda Björg Árnadóttir lætur af störfum fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ og tekur við stöðu aðjúnkts samhliða því að vinna að merki sínu, Scintilla. fréttablaðið/vilhelm „Það voru auglýstar nýjar stöður við Listaháskólann í vor og ég var ráðin inn sem lektor. Það er sjötíu prósent starf og ég hef því meiri tíma til að sinna Scintilla,“ segir Linda Björg Árnadóttir. Hún hefur látið af störfum fagstjóra fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands og hyggst eyða meiri tíma í uppbyggingu hönnunarmerkis síns, Scintilla, samhliða kennslu. „Það tekur mörg ár að byggja upp fyrirtæki sem þetta og núna er margt um að vera hjá okkur. Starfsmennirnir eru orðnir fjórir og við höfum verið að þróa nýjar vörutegundir á borð við textíl-línu fyrir hótel, handklæðalínu úr lífrænni bómull, töskulínu og bætt við náttfatalínuna okkar.“ „Við gerðum líka línu fyrir Bláa lónið sem kemur brátt úr framleiðslu og svo eru fleiri spennandi samvinnuverkefni í bígerð á næstunni,“ bætir hún við. Linda Björg hefur verið fagstjóri fatahönnunardeildar frá stofnun Listaháskólans árið 2000 en Katrín María Káradóttir, fatahönnuður hjá Ella og fyrrum aðjúnkt við deildina, tekur við stöðunni í haust. Aðspurð segir Linda Björg að henni þyki ekki erfitt að láta af starfi fagstjóra. „Nú hef ég tækifæri til að sinna rannsóknum og hef tíma til að styrkja enn frekar tengslin milli deildarinnar og atvinnulífsins. Það skiptir mig miklu máli að sýna og sanna að fatahönnun sé góð fjárfesting og verðmætaskapandi,“ segir hún að lokum.Fallegar vörur frá Scintilla.Áhrif frá íslenskri náttúru Scintilla er hönnunarfyrirtæki sem hannar heimilistextíl-línu með áherslu á grafík, munstur og áferðir. Munstrin eru í mörgum tilfellum innblásin úr náttúru Íslands. Í heimilislínu Scintilla eru meðal annars rúmföt, dúkar, handklæði, teppi og náttföt, svo fátt eitt sé nefnt. Mikil áhersla er lögð á markaðssetningu í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi. Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Það voru auglýstar nýjar stöður við Listaháskólann í vor og ég var ráðin inn sem lektor. Það er sjötíu prósent starf og ég hef því meiri tíma til að sinna Scintilla,“ segir Linda Björg Árnadóttir. Hún hefur látið af störfum fagstjóra fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands og hyggst eyða meiri tíma í uppbyggingu hönnunarmerkis síns, Scintilla, samhliða kennslu. „Það tekur mörg ár að byggja upp fyrirtæki sem þetta og núna er margt um að vera hjá okkur. Starfsmennirnir eru orðnir fjórir og við höfum verið að þróa nýjar vörutegundir á borð við textíl-línu fyrir hótel, handklæðalínu úr lífrænni bómull, töskulínu og bætt við náttfatalínuna okkar.“ „Við gerðum líka línu fyrir Bláa lónið sem kemur brátt úr framleiðslu og svo eru fleiri spennandi samvinnuverkefni í bígerð á næstunni,“ bætir hún við. Linda Björg hefur verið fagstjóri fatahönnunardeildar frá stofnun Listaháskólans árið 2000 en Katrín María Káradóttir, fatahönnuður hjá Ella og fyrrum aðjúnkt við deildina, tekur við stöðunni í haust. Aðspurð segir Linda Björg að henni þyki ekki erfitt að láta af starfi fagstjóra. „Nú hef ég tækifæri til að sinna rannsóknum og hef tíma til að styrkja enn frekar tengslin milli deildarinnar og atvinnulífsins. Það skiptir mig miklu máli að sýna og sanna að fatahönnun sé góð fjárfesting og verðmætaskapandi,“ segir hún að lokum.Fallegar vörur frá Scintilla.Áhrif frá íslenskri náttúru Scintilla er hönnunarfyrirtæki sem hannar heimilistextíl-línu með áherslu á grafík, munstur og áferðir. Munstrin eru í mörgum tilfellum innblásin úr náttúru Íslands. Í heimilislínu Scintilla eru meðal annars rúmföt, dúkar, handklæði, teppi og náttföt, svo fátt eitt sé nefnt. Mikil áhersla er lögð á markaðssetningu í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi.
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira