Linda Björg: Hef meiri tíma til að sinna Scintilla Sara McMahon skrifar 3. ágúst 2013 08:00 Linda Björg Árnadóttir lætur af störfum fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ og tekur við stöðu aðjúnkts samhliða því að vinna að merki sínu, Scintilla. fréttablaðið/vilhelm „Það voru auglýstar nýjar stöður við Listaháskólann í vor og ég var ráðin inn sem lektor. Það er sjötíu prósent starf og ég hef því meiri tíma til að sinna Scintilla,“ segir Linda Björg Árnadóttir. Hún hefur látið af störfum fagstjóra fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands og hyggst eyða meiri tíma í uppbyggingu hönnunarmerkis síns, Scintilla, samhliða kennslu. „Það tekur mörg ár að byggja upp fyrirtæki sem þetta og núna er margt um að vera hjá okkur. Starfsmennirnir eru orðnir fjórir og við höfum verið að þróa nýjar vörutegundir á borð við textíl-línu fyrir hótel, handklæðalínu úr lífrænni bómull, töskulínu og bætt við náttfatalínuna okkar.“ „Við gerðum líka línu fyrir Bláa lónið sem kemur brátt úr framleiðslu og svo eru fleiri spennandi samvinnuverkefni í bígerð á næstunni,“ bætir hún við. Linda Björg hefur verið fagstjóri fatahönnunardeildar frá stofnun Listaháskólans árið 2000 en Katrín María Káradóttir, fatahönnuður hjá Ella og fyrrum aðjúnkt við deildina, tekur við stöðunni í haust. Aðspurð segir Linda Björg að henni þyki ekki erfitt að láta af starfi fagstjóra. „Nú hef ég tækifæri til að sinna rannsóknum og hef tíma til að styrkja enn frekar tengslin milli deildarinnar og atvinnulífsins. Það skiptir mig miklu máli að sýna og sanna að fatahönnun sé góð fjárfesting og verðmætaskapandi,“ segir hún að lokum.Fallegar vörur frá Scintilla.Áhrif frá íslenskri náttúru Scintilla er hönnunarfyrirtæki sem hannar heimilistextíl-línu með áherslu á grafík, munstur og áferðir. Munstrin eru í mörgum tilfellum innblásin úr náttúru Íslands. Í heimilislínu Scintilla eru meðal annars rúmföt, dúkar, handklæði, teppi og náttföt, svo fátt eitt sé nefnt. Mikil áhersla er lögð á markaðssetningu í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Það voru auglýstar nýjar stöður við Listaháskólann í vor og ég var ráðin inn sem lektor. Það er sjötíu prósent starf og ég hef því meiri tíma til að sinna Scintilla,“ segir Linda Björg Árnadóttir. Hún hefur látið af störfum fagstjóra fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands og hyggst eyða meiri tíma í uppbyggingu hönnunarmerkis síns, Scintilla, samhliða kennslu. „Það tekur mörg ár að byggja upp fyrirtæki sem þetta og núna er margt um að vera hjá okkur. Starfsmennirnir eru orðnir fjórir og við höfum verið að þróa nýjar vörutegundir á borð við textíl-línu fyrir hótel, handklæðalínu úr lífrænni bómull, töskulínu og bætt við náttfatalínuna okkar.“ „Við gerðum líka línu fyrir Bláa lónið sem kemur brátt úr framleiðslu og svo eru fleiri spennandi samvinnuverkefni í bígerð á næstunni,“ bætir hún við. Linda Björg hefur verið fagstjóri fatahönnunardeildar frá stofnun Listaháskólans árið 2000 en Katrín María Káradóttir, fatahönnuður hjá Ella og fyrrum aðjúnkt við deildina, tekur við stöðunni í haust. Aðspurð segir Linda Björg að henni þyki ekki erfitt að láta af starfi fagstjóra. „Nú hef ég tækifæri til að sinna rannsóknum og hef tíma til að styrkja enn frekar tengslin milli deildarinnar og atvinnulífsins. Það skiptir mig miklu máli að sýna og sanna að fatahönnun sé góð fjárfesting og verðmætaskapandi,“ segir hún að lokum.Fallegar vörur frá Scintilla.Áhrif frá íslenskri náttúru Scintilla er hönnunarfyrirtæki sem hannar heimilistextíl-línu með áherslu á grafík, munstur og áferðir. Munstrin eru í mörgum tilfellum innblásin úr náttúru Íslands. Í heimilislínu Scintilla eru meðal annars rúmföt, dúkar, handklæði, teppi og náttföt, svo fátt eitt sé nefnt. Mikil áhersla er lögð á markaðssetningu í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira