Einn á móti þremur Ögmundur Jónasson skrifar 2. ágúst 2013 00:01 Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana, Magnús Guðmundsson, segir menn gera úlfalda úr mýflugu þegar óskapast sé yfir því að Kjararáð „leiðrétti“ kjör fáeinna forstöðumanna sem áður hafi verið lækkaðir vegna hrunsins og eigi lögum samkvæmt að búa við áþekk laun og forstjórar á almennum markaði. Eflaust má líta þannig á málin og vissulega er það rétt hjá formanninum að hjá hinu opinbera þurfi „góða stjórnendur og öflugt vel menntað starfsfólk sem á skilið virðingu og hrós fyrir störf sín,“ eins og hann kemst ágætlega að orði í Fréttablaðsgrein.Innra samhengi launakjaranna En það á ekki aðeins við um stjórnendur heldur starfsfólk almennt, að það vilji láta sýna sér virðingu. Ég er ekki alveg viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir því hve launin eru víða lág hjá hinu opinbera. Ég hygg að láglaunafólki þar finnist laun um eða yfir eina milljón á mánuði óeðlileg miðað við það sem því er boðið upp á. Allt er þetta spurning um innra samhengi. Úlfaldahluti umræðunnar hefur einmitt stjórnast af hinu táknræna sem fram kemur með ákvörðun Kjararáðs. Alveg óháð lögmæti þeirrar ákvörðunar og þá einnig því hvort um „leiðréttingu“ er að ræða, þá vekur hún upp umræðu um kjaramuninn í samfélaginu. Frjáls verslun og DV hafa á undanförnum dögum veitt okkur innsýn í forstjórakjörin á almennum vinnumarkaði. Enda þótt ríkisforstjórar séu varla hálfdrættingar á við fjármálamenn og forstjóra á almennum markaði, þá er það engu að síður staðreynd að hjá hinu opinbera er mjög margt fólk með tvö til fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði og finnst sexfaldur munur á eigin kjörum og forstöðumannsins óeðlilegur.Arður til eigenda en ekki samfélags Í þriðja lagi hefur þessi umræða beint athygli að því hvort innistæða sé fyrir launahækkunum almennt í komandi kjarasamningum. Þarna kann að vera erfitt að alhæfa. Í sumum atvinnugreinum eru miklir peningar. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hafði svigrúm til að greiða eigendum sínum eitt þúsund og eitt hundrað milljónir króna í arð fyrir síðasta ár. Allavega þar er svigrúm eftir að ríkisstjórnin ákvað að frekar skyldi greiddur arður til eigenda en að láta Landspítalann njóta sjávarauðlindarinnar.Innistæða fyrir réttlæti Þetta breytir því ekki að mörg fyrirtæki eru aðþrengd. Það á líka við um ríkið og flest sveitarfélög. Þar er innistæðan lítil. En alls staðar er þó til innistæða fyrir réttlæti. Það er alls staðar hægt að skipta á réttlátari máta en nú er gert. Hvernig væri að gera samkomulag um það í þjóðfélaginu að lægstu laun verði ekki lægri en þriðjungurinn af hæstu launum? Þessari hugmynd hefur margoft verið hreyft – m.a. af minni hálfu sem formaður BSRB nema hvað þá þótti mér einn á móti þremur heldur of mikið. Í síðustu ríkisstjórn orðaði ég einnig þessa hugmynd. Einn á móti þremur launaformúlan hefði í för með sér réttlæti sem innistæða er fyrir. Myndi félag forstöðumanna ríkisstofnana styðja slíka hugmynd? Og hvað með SA, ASÍ, BSRB, BHM og KÍ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana, Magnús Guðmundsson, segir menn gera úlfalda úr mýflugu þegar óskapast sé yfir því að Kjararáð „leiðrétti“ kjör fáeinna forstöðumanna sem áður hafi verið lækkaðir vegna hrunsins og eigi lögum samkvæmt að búa við áþekk laun og forstjórar á almennum markaði. Eflaust má líta þannig á málin og vissulega er það rétt hjá formanninum að hjá hinu opinbera þurfi „góða stjórnendur og öflugt vel menntað starfsfólk sem á skilið virðingu og hrós fyrir störf sín,“ eins og hann kemst ágætlega að orði í Fréttablaðsgrein.Innra samhengi launakjaranna En það á ekki aðeins við um stjórnendur heldur starfsfólk almennt, að það vilji láta sýna sér virðingu. Ég er ekki alveg viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir því hve launin eru víða lág hjá hinu opinbera. Ég hygg að láglaunafólki þar finnist laun um eða yfir eina milljón á mánuði óeðlileg miðað við það sem því er boðið upp á. Allt er þetta spurning um innra samhengi. Úlfaldahluti umræðunnar hefur einmitt stjórnast af hinu táknræna sem fram kemur með ákvörðun Kjararáðs. Alveg óháð lögmæti þeirrar ákvörðunar og þá einnig því hvort um „leiðréttingu“ er að ræða, þá vekur hún upp umræðu um kjaramuninn í samfélaginu. Frjáls verslun og DV hafa á undanförnum dögum veitt okkur innsýn í forstjórakjörin á almennum vinnumarkaði. Enda þótt ríkisforstjórar séu varla hálfdrættingar á við fjármálamenn og forstjóra á almennum markaði, þá er það engu að síður staðreynd að hjá hinu opinbera er mjög margt fólk með tvö til fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði og finnst sexfaldur munur á eigin kjörum og forstöðumannsins óeðlilegur.Arður til eigenda en ekki samfélags Í þriðja lagi hefur þessi umræða beint athygli að því hvort innistæða sé fyrir launahækkunum almennt í komandi kjarasamningum. Þarna kann að vera erfitt að alhæfa. Í sumum atvinnugreinum eru miklir peningar. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hafði svigrúm til að greiða eigendum sínum eitt þúsund og eitt hundrað milljónir króna í arð fyrir síðasta ár. Allavega þar er svigrúm eftir að ríkisstjórnin ákvað að frekar skyldi greiddur arður til eigenda en að láta Landspítalann njóta sjávarauðlindarinnar.Innistæða fyrir réttlæti Þetta breytir því ekki að mörg fyrirtæki eru aðþrengd. Það á líka við um ríkið og flest sveitarfélög. Þar er innistæðan lítil. En alls staðar er þó til innistæða fyrir réttlæti. Það er alls staðar hægt að skipta á réttlátari máta en nú er gert. Hvernig væri að gera samkomulag um það í þjóðfélaginu að lægstu laun verði ekki lægri en þriðjungurinn af hæstu launum? Þessari hugmynd hefur margoft verið hreyft – m.a. af minni hálfu sem formaður BSRB nema hvað þá þótti mér einn á móti þremur heldur of mikið. Í síðustu ríkisstjórn orðaði ég einnig þessa hugmynd. Einn á móti þremur launaformúlan hefði í för með sér réttlæti sem innistæða er fyrir. Myndi félag forstöðumanna ríkisstofnana styðja slíka hugmynd? Og hvað með SA, ASÍ, BSRB, BHM og KÍ?
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun