Ófrýnilegir úr undirdjúpum Jakob Bjarnar skrifar 1. ágúst 2013 14:01 Róbert með risastóran þorsk en það veiðast með ólíkindum miklir boltar í sjóstönginni. Íslendingar eru smátt og smátt að kveikja á dásemdum sjóstangaveiðinnar en hingað koma í stórum stíl erlendir veiðimenn, ekki síst frá Þýskalandi, sérstaklega til að fara á sjóstöng. „Ég er að „gæda“ þýska sjóstangaveiðimenn frá Suðureyri á vegum Iceland Pro Fishing en í vikunni dvelja hér sjö hópar á jafnmörgum bátum. Þeir eru flestir hingað komnir í annað eða þriðja skiptið. Þeim líkar vel friðsældin hér, einfaldleikinn, mannlífið, náttúrulega sjóstöngin og nálægðin við fiskimiðin.“Fréttablaðið heyrði í Róbert í síðustu viku og þá sagði hann mjög gott fiskerí á sjóstangabátum. „Til dæmis veiddu tveir bátar um 600 kg af steinbít, sem er frekar óvenjulegt á þessum árstíma. Vænir þorskar veiddust líka eða frá 15-20 kíló; skötuselir, karfar, ufsar, ýsur og fleiri tegundir. Sjóstangaveiði er lífsstíll í Þýskalandi og þeir vita af aflabrögðunum hér sem og stærð fiskanna.“Þjóðverji með vænan ufsa.Róbert hefur starfað við að sigla á sjó með stangveiðimenn í sex ár samfleytt, í þá sex mánuði sem vertíðin stendur yfir. Róbert á ættir að rekja vestur: „Nú er ég kominn heim og ætla að setjast að hér á mínum fæðingarstað og æskuslóðum. Hér er blómlegt mannlíf og atvinnulíf, þorpið er fallegt og mikið af ferðafólki sem heimsækir Suðureyri,“ segir Róbert, sæll og kátur fyrir vestan.Skötuselurinn þykir með ófrýnilegri skepnum en ljúffengur á bragðið.Fyrirtækið Fisherman er að gera góða hluti með sérstakar matarferðir um þorpið, þar sem ferðamenn fá að smakka á alls kyns fiskréttum í söguferð um göturnar og húsin. „Það sem af er sumri hefur verið mikið af ferðafólki hér sem er mjög jákvætt og í takt við undanfarin ár,“ segir Róbert. „Góð veiði hefur verið í laxveiðiánni í Staðardal en þar hafa verið að veiðast 10-13 punda laxar ásamt urriðum og vænum bleikjum úr Vatnadalsvatni. Hér er stutt í fugl og fisk, eins og sagt er. Sem veiðimaður er eiginlega hvergi hægt að hafa það betra. Veðurfarið hefur verið sérkennilegt í sumar, mikil rigning, þoka og vindasamt en vonandi verður þá haustið betra.“ Stangveiði Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði
Íslendingar eru smátt og smátt að kveikja á dásemdum sjóstangaveiðinnar en hingað koma í stórum stíl erlendir veiðimenn, ekki síst frá Þýskalandi, sérstaklega til að fara á sjóstöng. „Ég er að „gæda“ þýska sjóstangaveiðimenn frá Suðureyri á vegum Iceland Pro Fishing en í vikunni dvelja hér sjö hópar á jafnmörgum bátum. Þeir eru flestir hingað komnir í annað eða þriðja skiptið. Þeim líkar vel friðsældin hér, einfaldleikinn, mannlífið, náttúrulega sjóstöngin og nálægðin við fiskimiðin.“Fréttablaðið heyrði í Róbert í síðustu viku og þá sagði hann mjög gott fiskerí á sjóstangabátum. „Til dæmis veiddu tveir bátar um 600 kg af steinbít, sem er frekar óvenjulegt á þessum árstíma. Vænir þorskar veiddust líka eða frá 15-20 kíló; skötuselir, karfar, ufsar, ýsur og fleiri tegundir. Sjóstangaveiði er lífsstíll í Þýskalandi og þeir vita af aflabrögðunum hér sem og stærð fiskanna.“Þjóðverji með vænan ufsa.Róbert hefur starfað við að sigla á sjó með stangveiðimenn í sex ár samfleytt, í þá sex mánuði sem vertíðin stendur yfir. Róbert á ættir að rekja vestur: „Nú er ég kominn heim og ætla að setjast að hér á mínum fæðingarstað og æskuslóðum. Hér er blómlegt mannlíf og atvinnulíf, þorpið er fallegt og mikið af ferðafólki sem heimsækir Suðureyri,“ segir Róbert, sæll og kátur fyrir vestan.Skötuselurinn þykir með ófrýnilegri skepnum en ljúffengur á bragðið.Fyrirtækið Fisherman er að gera góða hluti með sérstakar matarferðir um þorpið, þar sem ferðamenn fá að smakka á alls kyns fiskréttum í söguferð um göturnar og húsin. „Það sem af er sumri hefur verið mikið af ferðafólki hér sem er mjög jákvætt og í takt við undanfarin ár,“ segir Róbert. „Góð veiði hefur verið í laxveiðiánni í Staðardal en þar hafa verið að veiðast 10-13 punda laxar ásamt urriðum og vænum bleikjum úr Vatnadalsvatni. Hér er stutt í fugl og fisk, eins og sagt er. Sem veiðimaður er eiginlega hvergi hægt að hafa það betra. Veðurfarið hefur verið sérkennilegt í sumar, mikil rigning, þoka og vindasamt en vonandi verður þá haustið betra.“
Stangveiði Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði