Gestrisinn bóndi á Erpsstöðum í Dölum Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. júlí 2013 11:00 Helga Guðmundsdóttir, bóndi, ásamt dóttur sinni Hólmfríði Töniu, og svínunum sem eru nýjustu meðlimir fjölskyldunnar á Erpsstöðum Mynd/Ólöf Þegar blaðamann bar að garði á Erpsstöðum var einkar líflegt um að litast, en fyrir utan var rúta full af ferðamönnum sem fóru klyfjaðir vörum frá býlinu. „Ég held að það hafi komið hérna um það bil fimmtán þúsund manns í fyrra, yfir sumartímann, þannig að þetta er hellings traffík,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi. „Meira að segja kýrnar eru orðnar vanar heimsóknunum, því á veturnar tökum við líka á móti skólafólki,“ bætir gestrisni bóndinn við. Ábúendur á Erpsstöðum eru hjónin Þorgrímur Einar Guðbjartsson, frá Kvennahóli á Fellsströnd í Dalasýslu og Helga Elínborg Guðmundsdóttir, frá Kvennabrekku í Miðdölum Dalasýslu. Þau eiga fimm börn, sem öll taka virkan þátt í búskapnum.nýstárlegt fjós Helga og Þorgrímur, og börnin fimm, reka lausagöngufjós með um sextíu mjólkurkúm. Fjósið er einkar vel útbúið og kýrnar sjá sjálfar um að mjólka sig í svokölluðum mjaltaþjónum. Mynd/Ólöf„Við erum hér með 60 mjólkurkýr í lausagöngufjósi, en svo erum við líka með hænur, kindur, hesta, kanínur, naggrísi og svín, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Helga. Á Erpsstöðum er einnig rekið rjómabú þar sem þau hjónin framleiða lífrænt ræktaðan ís, osta og skyrkonfekt sem var þróað og hannað í samvinnu við námskeið á vegum Listaháskóla Íslands, sem kallast Stefnumót hönnuða og bænda. Skyrkonfektið frá Erpsstöðum hefur vakið mikla lukku. „Grapevine gaf okkur og skyrkonfektinu verðlaun í fyrra fyrir vöru ársins, og varan var svo kynnt á HönnunarMars í fyrra,“ segir Helga að lokum. „Þetta gengur ágætlega hjá okkur,“ segir hún létt í bragði. Framleiðslan fer fram á býlinu sjálfu í 200 fermetra aðstöðu, sem ætluð er fyrir heimavinnslu afurða. HönnunarMars Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Þegar blaðamann bar að garði á Erpsstöðum var einkar líflegt um að litast, en fyrir utan var rúta full af ferðamönnum sem fóru klyfjaðir vörum frá býlinu. „Ég held að það hafi komið hérna um það bil fimmtán þúsund manns í fyrra, yfir sumartímann, þannig að þetta er hellings traffík,“ segir Helga Guðmundsdóttir, bóndi. „Meira að segja kýrnar eru orðnar vanar heimsóknunum, því á veturnar tökum við líka á móti skólafólki,“ bætir gestrisni bóndinn við. Ábúendur á Erpsstöðum eru hjónin Þorgrímur Einar Guðbjartsson, frá Kvennahóli á Fellsströnd í Dalasýslu og Helga Elínborg Guðmundsdóttir, frá Kvennabrekku í Miðdölum Dalasýslu. Þau eiga fimm börn, sem öll taka virkan þátt í búskapnum.nýstárlegt fjós Helga og Þorgrímur, og börnin fimm, reka lausagöngufjós með um sextíu mjólkurkúm. Fjósið er einkar vel útbúið og kýrnar sjá sjálfar um að mjólka sig í svokölluðum mjaltaþjónum. Mynd/Ólöf„Við erum hér með 60 mjólkurkýr í lausagöngufjósi, en svo erum við líka með hænur, kindur, hesta, kanínur, naggrísi og svín, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Helga. Á Erpsstöðum er einnig rekið rjómabú þar sem þau hjónin framleiða lífrænt ræktaðan ís, osta og skyrkonfekt sem var þróað og hannað í samvinnu við námskeið á vegum Listaháskóla Íslands, sem kallast Stefnumót hönnuða og bænda. Skyrkonfektið frá Erpsstöðum hefur vakið mikla lukku. „Grapevine gaf okkur og skyrkonfektinu verðlaun í fyrra fyrir vöru ársins, og varan var svo kynnt á HönnunarMars í fyrra,“ segir Helga að lokum. „Þetta gengur ágætlega hjá okkur,“ segir hún létt í bragði. Framleiðslan fer fram á býlinu sjálfu í 200 fermetra aðstöðu, sem ætluð er fyrir heimavinnslu afurða.
HönnunarMars Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira