Ekki trúuð á eina lausn Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. júlí 2013 10:28 Skólakerfi má aldrei vera heilagt. Þess vegna er ég sammála nýja menntamálaráðherranum um að við þurfum að skoða alla skólana okkar ofan í kjölinn. En ég er ekki viss um að niðurstaðan verði sú sem hann virðist gefa sér, að stóra keppikeflið sé hagkvæmnin, sem felst í að útskrifa sem flesta á sem stystum tíma. Krónur og aurar skipta máli en ekki öllu máli. Við ættum að byrja á því að skilgreina það sem vel gengur. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að í listum og menningu stöndum við okkur prýðilega. Boðlegar íslenskar hljómsveitir eru að spila austan hafs og vestan, myndlistarfólk er sýnt í virtum sýningarsölum um lönd og álfur, söngvarar fá rullu í fínustu óperuhúsum og leikstjóri leggur Hollywood að fótum sér. Alls kyns tölvu- og tæknifólk virðist standa vel að vígi í alþjóðlegri samkeppni. Fjöldi fólks hefur atvinnu af því að svala þörf umheimsins fyrir tölvuleiki og malar gull. Gróskan á því sviði fer vaxandi frekar en hitt. Fólkið sem við þetta vinnur kemur úr öllum áttum, sumt er langskólagengið en annað hefur ekki þrifist í hefðbundum skólum. Skapandi fólk er nefnilega ekki allt steypt í sama mótið. Líklega verður gerjunin á skapandi vinnustað meiri eftir því sem menntunin og reynslan eru fjölbreyttari. Getur verið að hæfileg lausung í skólakerfi sé æskileg – gefi skólafólki svigrúm til að rækta sérstaka hæfileika sem námskráin nær ekki utan um? Er hugsanlegt að tíminn sem baunateljarinn kallar slugs sé dýrmæti tíminn, sem dásamlegir viðutan sveimhugar skammta sér ríflega til að móta góðar hugmyndir og vinna úr þeim? Kannski á það ekki síður við á vinnustað. Svo eru auðvitað hinir, sem ekki eru síður nýtir, sem hentar mikil keyrsla og fara létt með að útskrifast bráðungir eftir stutta skólagöngu sjálfum sér og okkur öllum til hagsbóta. Endilega, höldum hraðbrautum opnum fyrir þau. Ég er svolítið hrædd við of mikil keyrsla í skólanum bitni á fjölbreytninni. Með öðrum orðum: ég trúi ekki á eina lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun
Skólakerfi má aldrei vera heilagt. Þess vegna er ég sammála nýja menntamálaráðherranum um að við þurfum að skoða alla skólana okkar ofan í kjölinn. En ég er ekki viss um að niðurstaðan verði sú sem hann virðist gefa sér, að stóra keppikeflið sé hagkvæmnin, sem felst í að útskrifa sem flesta á sem stystum tíma. Krónur og aurar skipta máli en ekki öllu máli. Við ættum að byrja á því að skilgreina það sem vel gengur. Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að í listum og menningu stöndum við okkur prýðilega. Boðlegar íslenskar hljómsveitir eru að spila austan hafs og vestan, myndlistarfólk er sýnt í virtum sýningarsölum um lönd og álfur, söngvarar fá rullu í fínustu óperuhúsum og leikstjóri leggur Hollywood að fótum sér. Alls kyns tölvu- og tæknifólk virðist standa vel að vígi í alþjóðlegri samkeppni. Fjöldi fólks hefur atvinnu af því að svala þörf umheimsins fyrir tölvuleiki og malar gull. Gróskan á því sviði fer vaxandi frekar en hitt. Fólkið sem við þetta vinnur kemur úr öllum áttum, sumt er langskólagengið en annað hefur ekki þrifist í hefðbundum skólum. Skapandi fólk er nefnilega ekki allt steypt í sama mótið. Líklega verður gerjunin á skapandi vinnustað meiri eftir því sem menntunin og reynslan eru fjölbreyttari. Getur verið að hæfileg lausung í skólakerfi sé æskileg – gefi skólafólki svigrúm til að rækta sérstaka hæfileika sem námskráin nær ekki utan um? Er hugsanlegt að tíminn sem baunateljarinn kallar slugs sé dýrmæti tíminn, sem dásamlegir viðutan sveimhugar skammta sér ríflega til að móta góðar hugmyndir og vinna úr þeim? Kannski á það ekki síður við á vinnustað. Svo eru auðvitað hinir, sem ekki eru síður nýtir, sem hentar mikil keyrsla og fara létt með að útskrifast bráðungir eftir stutta skólagöngu sjálfum sér og okkur öllum til hagsbóta. Endilega, höldum hraðbrautum opnum fyrir þau. Ég er svolítið hrædd við of mikil keyrsla í skólanum bitni á fjölbreytninni. Með öðrum orðum: ég trúi ekki á eina lausn.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun