Stærsta auglýsingafyrirtæki í heimi Lovísa Eiríksdóttir skrifar 29. júlí 2013 15:00 Maurice Levy, stjórnarformaður Publicis Group og John Wren, stjórnarformaður Omicom takast í hendur eftir að samrunninn varð að veruleika. Mynd/afp Bandaríska fyrirtækið Omnicom og franska fyrirtækið Publicis hafa nú sameinast í eitt stórt alþjóðlegt auglýsingafyrirtæki. Samruninn mun gera fyrirtækið að hinu stærsta sinnar tegundar í heiminum og er talið að virði þess nemi rúmlega 35 milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið ætlar að starfrækja höfuðstöðvar sínar bæði í París og New York og munu um 130 þúsund manns koma til með að starfa hjá fyrirtækinu. Fyrirtækin sjá stór tækifæri í samrunanum og talið er að þau eigi eftir að spara um 500 milljónir Bandaríkjadala við samrunann. Áætluð sameining mun taka gildi að fullu í mars á næsta ári. Forstjóri Publicis, Maurice Levy, segir í samtali við BBC fréttastofu að upplýsingatækni og markaðssetning hafi tekið stórkostlegum breytingum á undanförnum árum sem hafi veruleg áhrif á hegðun neytenda. Hann segir breytingarnar kalla á öðruvísi þjónustu hjá auglýsingafyrirtækjum. Levy segir að með samruna fyrirtækjanna og sameiginlegri þekkingu þeirra geti þau boðið viðskiptavinum sínum upp á enn betri þjónustu á öllum sviðum, í takt við tímann. Omnicom er leiðandi auglýsingafyrirtæki í Bandaríkjunum, þjónustar um 5.000 viðskiptavini í yfir 100 löndum og er í öðru sæti yfir stærstu auglýsingafyrirtæki í heiminum. Publicis kemur fljótt á eftir Omnicom sem þriðja stærsta sinnar tegundar í heiminum og er einnig með viðskipti í yfir 100 löndum. Breska fyrirtækið WPP hefur verið í forystu fyrirtækja af þessari tegund en mun nú líklega falla um eitt sæti í mars á næsta ári. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Omnicom og franska fyrirtækið Publicis hafa nú sameinast í eitt stórt alþjóðlegt auglýsingafyrirtæki. Samruninn mun gera fyrirtækið að hinu stærsta sinnar tegundar í heiminum og er talið að virði þess nemi rúmlega 35 milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið ætlar að starfrækja höfuðstöðvar sínar bæði í París og New York og munu um 130 þúsund manns koma til með að starfa hjá fyrirtækinu. Fyrirtækin sjá stór tækifæri í samrunanum og talið er að þau eigi eftir að spara um 500 milljónir Bandaríkjadala við samrunann. Áætluð sameining mun taka gildi að fullu í mars á næsta ári. Forstjóri Publicis, Maurice Levy, segir í samtali við BBC fréttastofu að upplýsingatækni og markaðssetning hafi tekið stórkostlegum breytingum á undanförnum árum sem hafi veruleg áhrif á hegðun neytenda. Hann segir breytingarnar kalla á öðruvísi þjónustu hjá auglýsingafyrirtækjum. Levy segir að með samruna fyrirtækjanna og sameiginlegri þekkingu þeirra geti þau boðið viðskiptavinum sínum upp á enn betri þjónustu á öllum sviðum, í takt við tímann. Omnicom er leiðandi auglýsingafyrirtæki í Bandaríkjunum, þjónustar um 5.000 viðskiptavini í yfir 100 löndum og er í öðru sæti yfir stærstu auglýsingafyrirtæki í heiminum. Publicis kemur fljótt á eftir Omnicom sem þriðja stærsta sinnar tegundar í heiminum og er einnig með viðskipti í yfir 100 löndum. Breska fyrirtækið WPP hefur verið í forystu fyrirtækja af þessari tegund en mun nú líklega falla um eitt sæti í mars á næsta ári.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira