Ekki neitt, neitt segir lundaveiðimaður Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 23. júlí 2013 08:30 Ekki var það ferð til fjár hjá þeim fáu sem nýttu sér lundaveiðitímabilið sem lýkur í dag. Fréttablaðið/Heiða Lundaveiðar eru afar dræmar og reyndar svo lítið um hann að flestir veiðimenn ákváðu að sitja heima. Síðasti dagur lundaveiða í Vestmannaeyjum er í dag. „Þetta er ekki neitt, neitt,“ segir Ólafur Guðjónsson, sem var yfir helgina við lundaveiðar á Ystakletti. Ólafur segir að reyndar sé þetta ekki hentugur tími til veiðanna þar sem ungfuglinn sé ekki kominn á stjá. Gefnir voru fimm dagar til veiðanna. „Við vorum fjórir og ég held að við höfum fengið um tuttugu og fimm á kjaft,“ bætir hann við. Spurður hversu margir lundar liggja í háfnum þegar vel veiðist svarar Ólafur að bragði: „Bættu bara einu núlli aftan við þessa tölu.“ Ólafur er ekki bjartsýnn á framtíð lundaveiða í Eyjum. „Þótt það sé gaman í Eyjum þá færa þeir sig bara þangað sem ætið er að finna. Hann er bara farinn norður,“ segir veiðimaðurinn sem sjálfur ætlar ekki að fara til lundaveiða norður í land. „Nei, ég er orðinn svo gamall, villimaðurinn er orðinn hálfslakur í mér. Maður er líka búinn að fá að veiða nóg,“ svarar Ólafur og hlær við. Ekki var þó allt hábölvað á Ystakletti því þessir fáu lundar sem þar sáust virtust hafa eitthvað í gogginn og ekki varð Ólafur var við mikinn pysjudauða. Eins losna menn við heimilisstörfin meðan dvalið er á Ystakletti en Ólafur vill ekki gera mikið úr því. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði
Lundaveiðar eru afar dræmar og reyndar svo lítið um hann að flestir veiðimenn ákváðu að sitja heima. Síðasti dagur lundaveiða í Vestmannaeyjum er í dag. „Þetta er ekki neitt, neitt,“ segir Ólafur Guðjónsson, sem var yfir helgina við lundaveiðar á Ystakletti. Ólafur segir að reyndar sé þetta ekki hentugur tími til veiðanna þar sem ungfuglinn sé ekki kominn á stjá. Gefnir voru fimm dagar til veiðanna. „Við vorum fjórir og ég held að við höfum fengið um tuttugu og fimm á kjaft,“ bætir hann við. Spurður hversu margir lundar liggja í háfnum þegar vel veiðist svarar Ólafur að bragði: „Bættu bara einu núlli aftan við þessa tölu.“ Ólafur er ekki bjartsýnn á framtíð lundaveiða í Eyjum. „Þótt það sé gaman í Eyjum þá færa þeir sig bara þangað sem ætið er að finna. Hann er bara farinn norður,“ segir veiðimaðurinn sem sjálfur ætlar ekki að fara til lundaveiða norður í land. „Nei, ég er orðinn svo gamall, villimaðurinn er orðinn hálfslakur í mér. Maður er líka búinn að fá að veiða nóg,“ svarar Ólafur og hlær við. Ekki var þó allt hábölvað á Ystakletti því þessir fáu lundar sem þar sáust virtust hafa eitthvað í gogginn og ekki varð Ólafur var við mikinn pysjudauða. Eins losna menn við heimilisstörfin meðan dvalið er á Ystakletti en Ólafur vill ekki gera mikið úr því.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði