Orsök og afleiðing Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. júlí 2013 07:00 Ólíkt mörgum þá veit ég nákvæmlega hver mín fyrsta minning er. Ég veit ekki hvaða degi hún tilheyrir og ekki hvaða ári heldur, en ég giska á árið 1983. Móðursystir mín hafði verið í útlöndum og kom færandi hendi með lítinn leikfangabíl sem hægt var að trekkja upp með því að ýta honum afturábak. Þessi bíll hafði hins vegar engin hjól heldur átta fætur sem hlupu. Ég fór beinustu leið út til þess að sýna vinkonu minni bílinn, en hún bjó á Víðimel. Sjálfur bjó ég á Hringbraut og þurfti að fara yfir Furumelinn á leið til hennar. Athugið að þetta var á níunda áratugnum, þegar enginn kippti sér upp við nær ómálga börn sem hlupu yfir umferðargötur, jafnvel reykjandi. Það var engin gangbraut þar sem ég fór yfir götuna og í spenningnum tókst mér að skriðtækla sjálfan mig svo ég féll í götuna. Á nákvæmlega því augnabliki byrjaði minningin, þar sem áttfætti leikfangabíllinn skoppaði úr lófa mínum, fleytti kerlingar eftir malbikinu og staðnæmdist á miðri götunni. Í sömu andrá kom ógnarstór jeppi æðandi í áttina að mér, og mér gafst enginn tími til að bjarga áttfætlingnum ef ég ætlaði að lifa daginn af. Jeppinn hægði ekki einu sinni á sér, og sitjandi á gangstéttinni með tvö hrufluð hné horfði ég á það í háskerpu þegar milljón tommu jeppadekk tortímdi áttfætta leikfanginu. Hvílík sorg! Snöktandi týndi ég lappirnar átta upp úr götunni, gorma og annað brak sem lá á víð og dreif. Kannski gæti handlaginn faðir minn lagað þetta? Hann gat það ekki, og þessi fyrsta minning mín er ástæða þess að ég hef aldrei tímt að kaupa mér snjallsíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun
Ólíkt mörgum þá veit ég nákvæmlega hver mín fyrsta minning er. Ég veit ekki hvaða degi hún tilheyrir og ekki hvaða ári heldur, en ég giska á árið 1983. Móðursystir mín hafði verið í útlöndum og kom færandi hendi með lítinn leikfangabíl sem hægt var að trekkja upp með því að ýta honum afturábak. Þessi bíll hafði hins vegar engin hjól heldur átta fætur sem hlupu. Ég fór beinustu leið út til þess að sýna vinkonu minni bílinn, en hún bjó á Víðimel. Sjálfur bjó ég á Hringbraut og þurfti að fara yfir Furumelinn á leið til hennar. Athugið að þetta var á níunda áratugnum, þegar enginn kippti sér upp við nær ómálga börn sem hlupu yfir umferðargötur, jafnvel reykjandi. Það var engin gangbraut þar sem ég fór yfir götuna og í spenningnum tókst mér að skriðtækla sjálfan mig svo ég féll í götuna. Á nákvæmlega því augnabliki byrjaði minningin, þar sem áttfætti leikfangabíllinn skoppaði úr lófa mínum, fleytti kerlingar eftir malbikinu og staðnæmdist á miðri götunni. Í sömu andrá kom ógnarstór jeppi æðandi í áttina að mér, og mér gafst enginn tími til að bjarga áttfætlingnum ef ég ætlaði að lifa daginn af. Jeppinn hægði ekki einu sinni á sér, og sitjandi á gangstéttinni með tvö hrufluð hné horfði ég á það í háskerpu þegar milljón tommu jeppadekk tortímdi áttfætta leikfanginu. Hvílík sorg! Snöktandi týndi ég lappirnar átta upp úr götunni, gorma og annað brak sem lá á víð og dreif. Kannski gæti handlaginn faðir minn lagað þetta? Hann gat það ekki, og þessi fyrsta minning mín er ástæða þess að ég hef aldrei tímt að kaupa mér snjallsíma.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun