Orsök og afleiðing Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. júlí 2013 07:00 Ólíkt mörgum þá veit ég nákvæmlega hver mín fyrsta minning er. Ég veit ekki hvaða degi hún tilheyrir og ekki hvaða ári heldur, en ég giska á árið 1983. Móðursystir mín hafði verið í útlöndum og kom færandi hendi með lítinn leikfangabíl sem hægt var að trekkja upp með því að ýta honum afturábak. Þessi bíll hafði hins vegar engin hjól heldur átta fætur sem hlupu. Ég fór beinustu leið út til þess að sýna vinkonu minni bílinn, en hún bjó á Víðimel. Sjálfur bjó ég á Hringbraut og þurfti að fara yfir Furumelinn á leið til hennar. Athugið að þetta var á níunda áratugnum, þegar enginn kippti sér upp við nær ómálga börn sem hlupu yfir umferðargötur, jafnvel reykjandi. Það var engin gangbraut þar sem ég fór yfir götuna og í spenningnum tókst mér að skriðtækla sjálfan mig svo ég féll í götuna. Á nákvæmlega því augnabliki byrjaði minningin, þar sem áttfætti leikfangabíllinn skoppaði úr lófa mínum, fleytti kerlingar eftir malbikinu og staðnæmdist á miðri götunni. Í sömu andrá kom ógnarstór jeppi æðandi í áttina að mér, og mér gafst enginn tími til að bjarga áttfætlingnum ef ég ætlaði að lifa daginn af. Jeppinn hægði ekki einu sinni á sér, og sitjandi á gangstéttinni með tvö hrufluð hné horfði ég á það í háskerpu þegar milljón tommu jeppadekk tortímdi áttfætta leikfanginu. Hvílík sorg! Snöktandi týndi ég lappirnar átta upp úr götunni, gorma og annað brak sem lá á víð og dreif. Kannski gæti handlaginn faðir minn lagað þetta? Hann gat það ekki, og þessi fyrsta minning mín er ástæða þess að ég hef aldrei tímt að kaupa mér snjallsíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Ólíkt mörgum þá veit ég nákvæmlega hver mín fyrsta minning er. Ég veit ekki hvaða degi hún tilheyrir og ekki hvaða ári heldur, en ég giska á árið 1983. Móðursystir mín hafði verið í útlöndum og kom færandi hendi með lítinn leikfangabíl sem hægt var að trekkja upp með því að ýta honum afturábak. Þessi bíll hafði hins vegar engin hjól heldur átta fætur sem hlupu. Ég fór beinustu leið út til þess að sýna vinkonu minni bílinn, en hún bjó á Víðimel. Sjálfur bjó ég á Hringbraut og þurfti að fara yfir Furumelinn á leið til hennar. Athugið að þetta var á níunda áratugnum, þegar enginn kippti sér upp við nær ómálga börn sem hlupu yfir umferðargötur, jafnvel reykjandi. Það var engin gangbraut þar sem ég fór yfir götuna og í spenningnum tókst mér að skriðtækla sjálfan mig svo ég féll í götuna. Á nákvæmlega því augnabliki byrjaði minningin, þar sem áttfætti leikfangabíllinn skoppaði úr lófa mínum, fleytti kerlingar eftir malbikinu og staðnæmdist á miðri götunni. Í sömu andrá kom ógnarstór jeppi æðandi í áttina að mér, og mér gafst enginn tími til að bjarga áttfætlingnum ef ég ætlaði að lifa daginn af. Jeppinn hægði ekki einu sinni á sér, og sitjandi á gangstéttinni með tvö hrufluð hné horfði ég á það í háskerpu þegar milljón tommu jeppadekk tortímdi áttfætta leikfanginu. Hvílík sorg! Snöktandi týndi ég lappirnar átta upp úr götunni, gorma og annað brak sem lá á víð og dreif. Kannski gæti handlaginn faðir minn lagað þetta? Hann gat það ekki, og þessi fyrsta minning mín er ástæða þess að ég hef aldrei tímt að kaupa mér snjallsíma.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun