Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik Brjánn Jónasson skrifar 4. júlí 2013 07:30 Jökull keppti nýverið á Dreamhack-mótinu í Svíþjóð. Hér er hann (til hægri) með félaga sínum, Son Seok Hee frá Suður-Kóreu. „Það er mikil pressa í þessu starfi, maður verður að standa sig,“ segir Jökull Jóhannsson, tvítugur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun. Jökull flutti nýverið til Sviss og gekk til liðs við atvinnumannaliðið Team Infused. Lið Jökuls keppir í nokkrum tölvuleikjum, en hann einskorðar sig við herkænskuleikinn Starcraft 2. „Ég hef verið að spila Starcraft í tvö ár, þar af síðasta hálfa árið af alvöru,“ segir Jökull. Áður en hann flutti til Sviss um miðjan júní æfði hann fjórum sinnum í viku. Nú æfir hann í um átta klukkustundir á dag. „Þetta er voðalega svipað og hver önnur vinna.“ Jökull hefur keppt á stærstu Starcraft-mótunum í Evrópu og náð góðum árangri þó samkeppnin sé hörð. Hann náði 33. til 48. sæti á móti þar sem 70 atvinnumenn kepptu. Jökull náði augum liðsstjórnenda atvinnuliðanna með góðum árangri í mótum sem spiluð eru í gegnum netið. Breskt lið bauð honum á mót þar sem hann náði 12. til 15. sæti, og þá fór boltinn að rúlla og Jökli var boðið starf.Snerpan skiptir öllu „Það skiptir öllu máli í þessum leik að vera með mjög mikla snerpu og vera góður í að gera marga hluti í einu,“ segir Jökull. Mæla má snerpuna með því að telja skipanir sem leikmennirnir gefa á hverri mínútu. Góðir leikmenn ná á bilinu 100 til 150 skipunum á mínútu, en atvinnumenn eins og Jökull ná 300 eða fleiri. Þessi gríðarlega snerpa gerir það af verkum að ferill atvinnumanns í tölvuleikjaspilun er stuttur. Jökull segir að þegar þrítugsaldurinn nálgist hægist svo mikið á viðbrögðunum að atvinnumannaferillinn sé sjálfkrafa á enda. Þó dagleg störf snúist um æfingar tekur alvaran við á reglulegum mótum, sem eru til dæmis haldin í Bretlandi, í Sviss, á Spáni, í Svíþjóð og víðar. Eins og hjá atvinnumönnum í íþróttum er pressan á að standa sig vel mikil. Jökull segir að fjöldi atvinnumanna í tölvuleikjaspilun sé alltaf að aukast. Nú séu um 300 atvinnumenn í spilun Starcraft, þar af um 100 til 150 í Evrópu. Liðin fjármagna sig með sama hætti og íþróttalið. Þau fá styrki frá auglýsendum og áhorfendur greiða fyrir að fylgjast með leikjum. Launakjörin eru misjöfn, en bestu leikmennirnir eru með mánaðarlaun á bilinu eina til tvær milljónir króna. Við það bætist verðlaunafé á mótum. Jökull hefur verið í námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, og ætlar að skoða hvort hann geti verið í fjarnámi meðfram atvinnumennskunni í vetur. Annars stefni hann á atvinnumennsku í einhver ár og svo taki skólinn við á ný.Leikmenn í Starcraft berjast hver við annan um yfirráð á fjarlægum plánetum með því að byggja upp herstöðvar, framleiða hergögn og ráðast á stöðvar andstæðingsins.Barist um fjarlægar plánetur Tölvuleikurinn Starcraft II kom út árið 2010 og hefur náð að halda gríðarlegum vinsældum síðan. Sögusvið leiksins er stríðshrjáð framtíð þar sem menn berjast gegn geimverum um yfirráð á fjarlægum plánetum. Leikmenn þurfa að byggja upp geimstöð og ráðast gegn stöðvum andstæðingsins um leið og þeir verjast árásum. Þeir sem keppa í spilun á Starcraft keppa hver við annan í stuttum leikjum, ýmist í gegnum nettengingu eða á mótum. Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
„Það er mikil pressa í þessu starfi, maður verður að standa sig,“ segir Jökull Jóhannsson, tvítugur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun. Jökull flutti nýverið til Sviss og gekk til liðs við atvinnumannaliðið Team Infused. Lið Jökuls keppir í nokkrum tölvuleikjum, en hann einskorðar sig við herkænskuleikinn Starcraft 2. „Ég hef verið að spila Starcraft í tvö ár, þar af síðasta hálfa árið af alvöru,“ segir Jökull. Áður en hann flutti til Sviss um miðjan júní æfði hann fjórum sinnum í viku. Nú æfir hann í um átta klukkustundir á dag. „Þetta er voðalega svipað og hver önnur vinna.“ Jökull hefur keppt á stærstu Starcraft-mótunum í Evrópu og náð góðum árangri þó samkeppnin sé hörð. Hann náði 33. til 48. sæti á móti þar sem 70 atvinnumenn kepptu. Jökull náði augum liðsstjórnenda atvinnuliðanna með góðum árangri í mótum sem spiluð eru í gegnum netið. Breskt lið bauð honum á mót þar sem hann náði 12. til 15. sæti, og þá fór boltinn að rúlla og Jökli var boðið starf.Snerpan skiptir öllu „Það skiptir öllu máli í þessum leik að vera með mjög mikla snerpu og vera góður í að gera marga hluti í einu,“ segir Jökull. Mæla má snerpuna með því að telja skipanir sem leikmennirnir gefa á hverri mínútu. Góðir leikmenn ná á bilinu 100 til 150 skipunum á mínútu, en atvinnumenn eins og Jökull ná 300 eða fleiri. Þessi gríðarlega snerpa gerir það af verkum að ferill atvinnumanns í tölvuleikjaspilun er stuttur. Jökull segir að þegar þrítugsaldurinn nálgist hægist svo mikið á viðbrögðunum að atvinnumannaferillinn sé sjálfkrafa á enda. Þó dagleg störf snúist um æfingar tekur alvaran við á reglulegum mótum, sem eru til dæmis haldin í Bretlandi, í Sviss, á Spáni, í Svíþjóð og víðar. Eins og hjá atvinnumönnum í íþróttum er pressan á að standa sig vel mikil. Jökull segir að fjöldi atvinnumanna í tölvuleikjaspilun sé alltaf að aukast. Nú séu um 300 atvinnumenn í spilun Starcraft, þar af um 100 til 150 í Evrópu. Liðin fjármagna sig með sama hætti og íþróttalið. Þau fá styrki frá auglýsendum og áhorfendur greiða fyrir að fylgjast með leikjum. Launakjörin eru misjöfn, en bestu leikmennirnir eru með mánaðarlaun á bilinu eina til tvær milljónir króna. Við það bætist verðlaunafé á mótum. Jökull hefur verið í námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, og ætlar að skoða hvort hann geti verið í fjarnámi meðfram atvinnumennskunni í vetur. Annars stefni hann á atvinnumennsku í einhver ár og svo taki skólinn við á ný.Leikmenn í Starcraft berjast hver við annan um yfirráð á fjarlægum plánetum með því að byggja upp herstöðvar, framleiða hergögn og ráðast á stöðvar andstæðingsins.Barist um fjarlægar plánetur Tölvuleikurinn Starcraft II kom út árið 2010 og hefur náð að halda gríðarlegum vinsældum síðan. Sögusvið leiksins er stríðshrjáð framtíð þar sem menn berjast gegn geimverum um yfirráð á fjarlægum plánetum. Leikmenn þurfa að byggja upp geimstöð og ráðast gegn stöðvum andstæðingsins um leið og þeir verjast árásum. Þeir sem keppa í spilun á Starcraft keppa hver við annan í stuttum leikjum, ýmist í gegnum nettengingu eða á mótum.
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira