(R)appari snýr aftur Freyr Bjarnason skrifar 3. júlí 2013 23:00 Rappkóngurinn Jay-Z hefur gefið út sína tólftu hljóðversplötu. nordicphotos/getty Magna Carta Holy Grail, tólfta hljóðversplata rappkóngsins Jay-Z, verður fáanleg í gegnum Samsung-app frá og með deginum í dag en aðrir geta tryggt sér eintak á sunnudaginn. Platan hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Fyrst vegna hinnar óvenjulegu Samsung-útgáfu og hvort platan verði gjaldgeng á Billboard-vinsældalistann. Einnig vegna þess að hún hefur að geyma textabrot úr tveimur frægum lögum með Nirvana og R.E.M., Smells Like Teen Spirit og Losing My Relegion. Körfuboltaaðdáandinn Jay-Z notaði auglýsingahlé í fimmta úrslitaleik Miami og San Antonio í NBA-deildinni til að greina frá nafni plötunnar og útgáfudegi. Síðar í mánuðinum birti hann svo alla textana á Samsung-appinu. Fjögur ár eru liðin frá því Jay-Z gaf út The Blueprint 3, sem hlaut bæði góða dóma og slæma hjá gagnrýnendum. Síðan þá hefur rapparinn haft ýmislegt fyrir stafni. Hann gaf út hina vel heppnuðu Watch the Throne með vini sínum Kanye West árið 2011 og ári síðar eignaðist hann sitt fyrsta barn með söngkonunni Beyoncé og samdi um það lagið Glory. Sömuleiðis hafði hann umsjón með tónlistinni í The Great Gatsby og var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, sem kom á hvíta tjaldið núna í vor. Magna Carta Holy Grail kemur út á vegum fyrirtækja Jay-Z, Roc-A Fella Records og Roc Nation. Frank Ocean, Rick Ross og Beyoncé eru gestasöngvarar í þremur lögum á plötunni og Kanye West, Pharrell Williams og Timbaland eru á meðal upptökustjóra. Að auki kemur sannkallað stjörnuregn saman í laginu BBC, eða Timbaland, Pharrell, Justin Timberlake, Nas, Beyonée og Swizz Beatz. Miðað við allt púðrið sem hefur farið í að auglýsa Magna Carta Holy Grail og alla þá aðstoðarmenn sem koma að henni má eiga von á flottri rappplötu frá Jay-Z. Hann á vafalítið einhver tromp uppi í erminni, enda reynslumikill með eindæmum eftir sautján ár í fremstu röð. Game of Thrones Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Magna Carta Holy Grail, tólfta hljóðversplata rappkóngsins Jay-Z, verður fáanleg í gegnum Samsung-app frá og með deginum í dag en aðrir geta tryggt sér eintak á sunnudaginn. Platan hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Fyrst vegna hinnar óvenjulegu Samsung-útgáfu og hvort platan verði gjaldgeng á Billboard-vinsældalistann. Einnig vegna þess að hún hefur að geyma textabrot úr tveimur frægum lögum með Nirvana og R.E.M., Smells Like Teen Spirit og Losing My Relegion. Körfuboltaaðdáandinn Jay-Z notaði auglýsingahlé í fimmta úrslitaleik Miami og San Antonio í NBA-deildinni til að greina frá nafni plötunnar og útgáfudegi. Síðar í mánuðinum birti hann svo alla textana á Samsung-appinu. Fjögur ár eru liðin frá því Jay-Z gaf út The Blueprint 3, sem hlaut bæði góða dóma og slæma hjá gagnrýnendum. Síðan þá hefur rapparinn haft ýmislegt fyrir stafni. Hann gaf út hina vel heppnuðu Watch the Throne með vini sínum Kanye West árið 2011 og ári síðar eignaðist hann sitt fyrsta barn með söngkonunni Beyoncé og samdi um það lagið Glory. Sömuleiðis hafði hann umsjón með tónlistinni í The Great Gatsby og var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, sem kom á hvíta tjaldið núna í vor. Magna Carta Holy Grail kemur út á vegum fyrirtækja Jay-Z, Roc-A Fella Records og Roc Nation. Frank Ocean, Rick Ross og Beyoncé eru gestasöngvarar í þremur lögum á plötunni og Kanye West, Pharrell Williams og Timbaland eru á meðal upptökustjóra. Að auki kemur sannkallað stjörnuregn saman í laginu BBC, eða Timbaland, Pharrell, Justin Timberlake, Nas, Beyonée og Swizz Beatz. Miðað við allt púðrið sem hefur farið í að auglýsa Magna Carta Holy Grail og alla þá aðstoðarmenn sem koma að henni má eiga von á flottri rappplötu frá Jay-Z. Hann á vafalítið einhver tromp uppi í erminni, enda reynslumikill með eindæmum eftir sautján ár í fremstu röð.
Game of Thrones Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira