Leiðindi á Íslandi leiða til góðrar tónlistar Freyr Bjarnason skrifar 1. júlí 2013 20:00 Bassaleikarinn segir leiðindi leiða til áhugaverðrar tónlistar. Fréttablaðið/valli Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari ensku rokksveitarinnar The Vaccines, skrifar um reynslu sína af íslensku tónlistarlífi í dálk tímaritsins Clash, „Write On“. Í greininni segir hann marga hafa sterkar skoðanir á því hvað einkennir íslenska tónlist og hvers vegna hún er eins og hún er. Þar séu orð eins og „skrítin“, „álfaleg“, „krúttleg“ og „jarðnesk“ oft notuð. „Það virðist vera lögð mikil áhersla á að íslensk tónlist sé undir áhrifum frá náttúrunni, umhverfinu, þjóðsögum og ýmsu fleiru. Ég er ósammála því og finnst alls ekkert krúttlegt vera við íslenska tónlist. Í raun og veru finnst mér stærsti áhrifavaldur hennar vera almenn leiðindi,“ skrifar hann og heldur áfram: „Að alast upp í Reykjavík er leiðinlegt. Skortur á dagsljósi og slæmt veðurfar í um sex mánuði á ári hefur mikil áhrif á hvernig þú eyðir tímanum. Af því að við höfum úr fáu að velja byrjum við frekar ung að læra á hljóðfæri.“ Hann bætir við að vegna þess hversu margir eru í hljómsveitum og sumir í mörgum, séu meiri líkur á að áhugaverð tónlist komi frá Íslandi. Það hafi ekkert að gera með landslagið eða eitthvað slíkt. Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari ensku rokksveitarinnar The Vaccines, skrifar um reynslu sína af íslensku tónlistarlífi í dálk tímaritsins Clash, „Write On“. Í greininni segir hann marga hafa sterkar skoðanir á því hvað einkennir íslenska tónlist og hvers vegna hún er eins og hún er. Þar séu orð eins og „skrítin“, „álfaleg“, „krúttleg“ og „jarðnesk“ oft notuð. „Það virðist vera lögð mikil áhersla á að íslensk tónlist sé undir áhrifum frá náttúrunni, umhverfinu, þjóðsögum og ýmsu fleiru. Ég er ósammála því og finnst alls ekkert krúttlegt vera við íslenska tónlist. Í raun og veru finnst mér stærsti áhrifavaldur hennar vera almenn leiðindi,“ skrifar hann og heldur áfram: „Að alast upp í Reykjavík er leiðinlegt. Skortur á dagsljósi og slæmt veðurfar í um sex mánuði á ári hefur mikil áhrif á hvernig þú eyðir tímanum. Af því að við höfum úr fáu að velja byrjum við frekar ung að læra á hljóðfæri.“ Hann bætir við að vegna þess hversu margir eru í hljómsveitum og sumir í mörgum, séu meiri líkur á að áhugaverð tónlist komi frá Íslandi. Það hafi ekkert að gera með landslagið eða eitthvað slíkt.
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira