Lífið snýst eiginlega allt um tónlist Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. júní 2013 07:00 Tómas Young skipuleggur hina heimsþekktu tónlistarhátíð All Tomorrow's Parties hófst í Keflavík í gær. Fréttablaðið/VIlhelm „Þú ert að hringja í mig á annasamasta degi ársins,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow"s Parties sem hófst á Ásbrú í gærkvöldi. „Það er allt á fullu og stjörnurnar að skila sér í hús. Tilda Swinton og Jim Jarmusch eru í Keflavík og líkar það vel og Nick Cave og félagar eru rétt ókomnir, þannig að það er nóg að gera hérna. En ég er með gott teymi í kringum mig sem sækir liðið og sendist með það og passar upp á að allt gangi vel.“Breska leikkonan Tilda Swinton er gestur hátíðarinnar.Nordicphotos/gettyAuk tónleikanna í kvöld verður kvikmyndadagskrá þar sem sýndar verða fjórar myndir sem Tilda Swinton og Jim Jarmusch völdu sérstaklega fyrir hátíðina. Einnig verður haldinn Popppunktur í Offíseraklúbbnum sem verður breytt í klúbb þar sem plötusnúðar þeyta skífum og klúbbastemningin verður í algleymingi. Tómas er starfsmaður Útón en er í nokkurra mánaða launalausu fríi til að helga sig hátíðinni, sem er honum hjartans mál. „Ég skrifaði mastersritgerðina mína um útflutning á íslenskri tónlist og BS-ritgerðin mín var um íslenska tónlist sem landkynningu. Var svo umboðsmaður Hjálma í eitt ár og hef verið opinber tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar síðan ég var átján ára. Líf mitt hefur meira og minna allt snúist um tónlist síðan ég var átta, níu ára.“Og spilarðu sjálfur? „Já, ég lærði á trommur í fimm ár og spilaði í hljómsveit sem hét Rými fyrir mörgum árum. Mig hefur eiginlega aldrei langað að fást við neitt annað.“Og ætlarðu að hafa ATP árlegan viðburð héðan í frá? „Já, vonandi. Við sjáum til hvernig Íslendingar taka í þetta. Ef þetta heppnast vel stefni ég að því að halda hátíðina aftur á næsta ári.“ ATP í Keflavík Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þú ert að hringja í mig á annasamasta degi ársins,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow"s Parties sem hófst á Ásbrú í gærkvöldi. „Það er allt á fullu og stjörnurnar að skila sér í hús. Tilda Swinton og Jim Jarmusch eru í Keflavík og líkar það vel og Nick Cave og félagar eru rétt ókomnir, þannig að það er nóg að gera hérna. En ég er með gott teymi í kringum mig sem sækir liðið og sendist með það og passar upp á að allt gangi vel.“Breska leikkonan Tilda Swinton er gestur hátíðarinnar.Nordicphotos/gettyAuk tónleikanna í kvöld verður kvikmyndadagskrá þar sem sýndar verða fjórar myndir sem Tilda Swinton og Jim Jarmusch völdu sérstaklega fyrir hátíðina. Einnig verður haldinn Popppunktur í Offíseraklúbbnum sem verður breytt í klúbb þar sem plötusnúðar þeyta skífum og klúbbastemningin verður í algleymingi. Tómas er starfsmaður Útón en er í nokkurra mánaða launalausu fríi til að helga sig hátíðinni, sem er honum hjartans mál. „Ég skrifaði mastersritgerðina mína um útflutning á íslenskri tónlist og BS-ritgerðin mín var um íslenska tónlist sem landkynningu. Var svo umboðsmaður Hjálma í eitt ár og hef verið opinber tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar síðan ég var átján ára. Líf mitt hefur meira og minna allt snúist um tónlist síðan ég var átta, níu ára.“Og spilarðu sjálfur? „Já, ég lærði á trommur í fimm ár og spilaði í hljómsveit sem hét Rými fyrir mörgum árum. Mig hefur eiginlega aldrei langað að fást við neitt annað.“Og ætlarðu að hafa ATP árlegan viðburð héðan í frá? „Já, vonandi. Við sjáum til hvernig Íslendingar taka í þetta. Ef þetta heppnast vel stefni ég að því að halda hátíðina aftur á næsta ári.“
ATP í Keflavík Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira