Vondur samsöngur, flottur píanóleikur Jónas Sen skrifar 25. júní 2013 13:15 Túlkun Víkings Heiðars og Þóru Einarsdóttur í lögum Strauss var mögnuð, að mati gagnrýnanda. Tónlist Síðustu söngvar Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music Norðurljós, Hörpu 21. júní Ítalski aðalsmaðurinn og tónskáldið Carlo Gesualdo (1566-1613) var morðingi. Hann myrti fyrri eiginkonu sína þegar hann kom að henni í rúminu með öðrum manni. Hann drap líka ástmann konunnar. Aðalstignin kom svo í veg fyrir að honum yrði refsað. Seinna hjónaband Gesualdos var ekki heldur hamingjuríkt. Þegar ég hlustaði á Madrígala (sem er sungin, fjölradda tónlist af veraldlegum toga) eftir hann á tónleikum á föstudagskvöldið hugsaði ég með mér: Nú veit ég af hverju eiginkonur hans gáfust upp á honum. Tónlist hans er tyrfin og vandmeðfarin. Ekki þarf mikið til að hún hljómi illa og verði þar með yfirgengilega leiðinleg. Kannski þurftu eiginkonurnar að hlusta á hryllinginn þar til þær brjáluðust. Þar sem Gesualdo var aðalsmaður og átti fullt af peningum þurfti hann ekki að vinna fyrir sér. Hann samdi tónlistina fyrir sjálfan sig, ekki til að þóknast neinum öðrum. Hann gat því leyft sér að gera tilraunir og verk hans voru langt á undan sinni samtíð. Þessi tónlist er flókin og ekki auðveld í flutningi, sem fyrr segir. Á tónleikunum nú voru raddirnar býsna ólíkar og hentuðu músíkinni misvel. Samhljómurinn var ekki sannfærandi. Sumir sungu beinlínis illa, eins og Viðar Gunnarsson bassi. Hann renndi sér allt of mikið á tónana. Það kom fáránlega út, hljómaði eins og tíbetskur lama-munkur að kyrja. Einn söngvari getur skemmt heildarsvipinn. Það gerðist hér og útkoman var oft svo gruggug að mig langaði mest til að halda fyrir eyrun. In Darkness Let Me Dwell eftir John Dowland skilaði sér ekki heldur. Marta Guðrún Halldórsdóttir söng lagið við lútuundirleik. Hún hefur átt betri daga. Röddin var leiðinlega mött og túlkunin litlaus og flöt. Píanóútsetning á laginu eftir Thomas Ades í meðförum Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur var sömuleiðis ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Útsetningin var óttalega glamúrkennd og sundurlaus. Sem betur fer var ekki allt slæmt á tónleikunum. Útsetning á Klassísku sinfóníunni eftir Prokofiev fyrir tvö píanó sem þau Anna Guðný og Víkingur Heiðar Ólafsson spiluðu var flott. Þrír japanskir ljóðasöngvar eftir Stravinsky og þrjú lög eftir Ravel við ljóð eftir Mallarmé voru líka frábær. Þóra Einarsdóttir söng þar við meðleik lítillar kammersveitar. Söngurinn var hástemmdur og tilfinningaþrunginn, hljóðfæraleikurinn nákvæmur og blæbrigðaríkur. Tveir svokallaðir Nonsense Madrigals eftir Ligeti voru jafnframt skemmtilegir. Og fjögur síðustu lög Richards Strauss í túlkun Þóru og Víkings voru mögnuð, söngurinn hrífandi og píanóleikurinn einnig. Því miður voru þau síðasti dagskrárliðurinn á tónleikum sem voru allt of langir. Gesualdo og Dowland hefði vel mátt sleppa, þá hefði maður notið laganna eftir Strauss betur.Niðurstaða:Sumt var afleitt, annað frábært. Gagnrýni Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist Síðustu söngvar Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music Norðurljós, Hörpu 21. júní Ítalski aðalsmaðurinn og tónskáldið Carlo Gesualdo (1566-1613) var morðingi. Hann myrti fyrri eiginkonu sína þegar hann kom að henni í rúminu með öðrum manni. Hann drap líka ástmann konunnar. Aðalstignin kom svo í veg fyrir að honum yrði refsað. Seinna hjónaband Gesualdos var ekki heldur hamingjuríkt. Þegar ég hlustaði á Madrígala (sem er sungin, fjölradda tónlist af veraldlegum toga) eftir hann á tónleikum á föstudagskvöldið hugsaði ég með mér: Nú veit ég af hverju eiginkonur hans gáfust upp á honum. Tónlist hans er tyrfin og vandmeðfarin. Ekki þarf mikið til að hún hljómi illa og verði þar með yfirgengilega leiðinleg. Kannski þurftu eiginkonurnar að hlusta á hryllinginn þar til þær brjáluðust. Þar sem Gesualdo var aðalsmaður og átti fullt af peningum þurfti hann ekki að vinna fyrir sér. Hann samdi tónlistina fyrir sjálfan sig, ekki til að þóknast neinum öðrum. Hann gat því leyft sér að gera tilraunir og verk hans voru langt á undan sinni samtíð. Þessi tónlist er flókin og ekki auðveld í flutningi, sem fyrr segir. Á tónleikunum nú voru raddirnar býsna ólíkar og hentuðu músíkinni misvel. Samhljómurinn var ekki sannfærandi. Sumir sungu beinlínis illa, eins og Viðar Gunnarsson bassi. Hann renndi sér allt of mikið á tónana. Það kom fáránlega út, hljómaði eins og tíbetskur lama-munkur að kyrja. Einn söngvari getur skemmt heildarsvipinn. Það gerðist hér og útkoman var oft svo gruggug að mig langaði mest til að halda fyrir eyrun. In Darkness Let Me Dwell eftir John Dowland skilaði sér ekki heldur. Marta Guðrún Halldórsdóttir söng lagið við lútuundirleik. Hún hefur átt betri daga. Röddin var leiðinlega mött og túlkunin litlaus og flöt. Píanóútsetning á laginu eftir Thomas Ades í meðförum Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur var sömuleiðis ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Útsetningin var óttalega glamúrkennd og sundurlaus. Sem betur fer var ekki allt slæmt á tónleikunum. Útsetning á Klassísku sinfóníunni eftir Prokofiev fyrir tvö píanó sem þau Anna Guðný og Víkingur Heiðar Ólafsson spiluðu var flott. Þrír japanskir ljóðasöngvar eftir Stravinsky og þrjú lög eftir Ravel við ljóð eftir Mallarmé voru líka frábær. Þóra Einarsdóttir söng þar við meðleik lítillar kammersveitar. Söngurinn var hástemmdur og tilfinningaþrunginn, hljóðfæraleikurinn nákvæmur og blæbrigðaríkur. Tveir svokallaðir Nonsense Madrigals eftir Ligeti voru jafnframt skemmtilegir. Og fjögur síðustu lög Richards Strauss í túlkun Þóru og Víkings voru mögnuð, söngurinn hrífandi og píanóleikurinn einnig. Því miður voru þau síðasti dagskrárliðurinn á tónleikum sem voru allt of langir. Gesualdo og Dowland hefði vel mátt sleppa, þá hefði maður notið laganna eftir Strauss betur.Niðurstaða:Sumt var afleitt, annað frábært.
Gagnrýni Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira