Allt íslenskt nema gúmmískórnir 15. júní 2013 21:00 Kaupmaðurinn er ný verslun með íslenska hönnun á Ísafirði. mynd/kaupmaðurinn Glæný verslun með íslenska hönnun var opnuð á Ísafirði síðastliðinn laugardag á horni Austurvegs og Hafnarstrætis. Búðin hefur fengið nafnið Kaupmaðurinn og segir Gísli Jón Hjaltason verslunarstjóri slíka búð hafa vantað á Vestfirði. „Okkur langaði til að bjóða upp á íslenska hönnun hér á Ísafirði. Það er gróska í íslenskri hönnun og við sáum að við yrðum ekki í vandræðum með að fylla búðina af vörum. Ferðamannastraumurinn hingað á Vestfirði er líka alltaf að aukast,“ segir Gísli. „Sara Jónsdóttir hannaði verslunina og skapaði fallega umgjörð um vörurnar, meðal annars vegg sem hún hannaði með örnefnum að vestan og Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði.“ Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum svo eitthvað sé nefnt og teygir vöruúrvalið sig yfir fatnað, skart, heimilisvörur og fylgihluti. „Það er allt íslenskt í búðinni, nema gúmmískórnir,“ segir Gísli. „Þeir eru samt svo rótgrónir í íslenskri menningu að við vildum hafa þá með.“ Hægt er að fylgjast með Kaupmanninum á Facebook.Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum..Sara Jónsdóttir hannaði útlit verslunarinnar. Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði vestfirsk örnefni á vegg.. Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Glæný verslun með íslenska hönnun var opnuð á Ísafirði síðastliðinn laugardag á horni Austurvegs og Hafnarstrætis. Búðin hefur fengið nafnið Kaupmaðurinn og segir Gísli Jón Hjaltason verslunarstjóri slíka búð hafa vantað á Vestfirði. „Okkur langaði til að bjóða upp á íslenska hönnun hér á Ísafirði. Það er gróska í íslenskri hönnun og við sáum að við yrðum ekki í vandræðum með að fylla búðina af vörum. Ferðamannastraumurinn hingað á Vestfirði er líka alltaf að aukast,“ segir Gísli. „Sara Jónsdóttir hannaði verslunina og skapaði fallega umgjörð um vörurnar, meðal annars vegg sem hún hannaði með örnefnum að vestan og Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði.“ Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum svo eitthvað sé nefnt og teygir vöruúrvalið sig yfir fatnað, skart, heimilisvörur og fylgihluti. „Það er allt íslenskt í búðinni, nema gúmmískórnir,“ segir Gísli. „Þeir eru samt svo rótgrónir í íslenskri menningu að við vildum hafa þá með.“ Hægt er að fylgjast með Kaupmanninum á Facebook.Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum..Sara Jónsdóttir hannaði útlit verslunarinnar. Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði vestfirsk örnefni á vegg..
Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira