Rautt er litur kynlífs – og hærra verðs Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. júní 2013 14:00 Caravaggio Kynlíf selur. Um það velkist enginn í vafa. Og rautt er litur kynlífsins, í lífinu jafnt og listinni, eins og Jonathan Jones, myndlistargagnrýnandi og höfundur bókarinnar Loves of the Artists, bendir á í bráðskemmtilegum pistli í The Guardian í gær. Hann bendir á að rauðir kjólar þyki kynæsandi, kynlífshverfi borga séu gjarnan kölluð rauða hverfið og að konur auki kynþokka vara sinna með rauðum lit. Það ætti því ekki að þurfa að koma neinum á óvart að því rauðari sem myndverk séu því meira höfði þau til kynhvatar kaupenda og því hærra verð séu þeir tilbúnir að greiða fyrir verkin. Jones bendir enn fremur á að í listinni sé rauði liturinn enn tengdari kynlífi en í lífinu sjálfu og tekur nokkur dæmi því til stuðnings. Vændiskonan María Magðalena sé til dæmis iðulega rauðklædd í málverkum og Titian hafi gengið enn lengra með því að gera hana rauðhærða í hinu fræga verki Noli Me Tangere. Hann nefnir Caravaggio og Degas einnig til sögunnar sem meistara þess að láta rauða litinn endurspegla kynferðislega undirtóna í verkum sínum og klykkir út með sögu af Mark Rothko sem að hans sögn heillaðist svo af rauðum vegg í gleðihúsi í Pompei að hann notaði rauða litinn óspart í verkum sínum upp frá því. Rothko hefur fengið hærra verð fyrir verk en nokkur annar myndlistarmaður og Jones þykir það fullkomlega skiljanlegt: „Þegar ég sé þessi hárauðu verk í Tate Modern finnst mér þau ólýsanlega sexý, þrátt fyrir tilvistarlegan drunga þeirra. Ég myndi borga hvað sem væri fyrir þau.“ Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kynlíf selur. Um það velkist enginn í vafa. Og rautt er litur kynlífsins, í lífinu jafnt og listinni, eins og Jonathan Jones, myndlistargagnrýnandi og höfundur bókarinnar Loves of the Artists, bendir á í bráðskemmtilegum pistli í The Guardian í gær. Hann bendir á að rauðir kjólar þyki kynæsandi, kynlífshverfi borga séu gjarnan kölluð rauða hverfið og að konur auki kynþokka vara sinna með rauðum lit. Það ætti því ekki að þurfa að koma neinum á óvart að því rauðari sem myndverk séu því meira höfði þau til kynhvatar kaupenda og því hærra verð séu þeir tilbúnir að greiða fyrir verkin. Jones bendir enn fremur á að í listinni sé rauði liturinn enn tengdari kynlífi en í lífinu sjálfu og tekur nokkur dæmi því til stuðnings. Vændiskonan María Magðalena sé til dæmis iðulega rauðklædd í málverkum og Titian hafi gengið enn lengra með því að gera hana rauðhærða í hinu fræga verki Noli Me Tangere. Hann nefnir Caravaggio og Degas einnig til sögunnar sem meistara þess að láta rauða litinn endurspegla kynferðislega undirtóna í verkum sínum og klykkir út með sögu af Mark Rothko sem að hans sögn heillaðist svo af rauðum vegg í gleðihúsi í Pompei að hann notaði rauða litinn óspart í verkum sínum upp frá því. Rothko hefur fengið hærra verð fyrir verk en nokkur annar myndlistarmaður og Jones þykir það fullkomlega skiljanlegt: „Þegar ég sé þessi hárauðu verk í Tate Modern finnst mér þau ólýsanlega sexý, þrátt fyrir tilvistarlegan drunga þeirra. Ég myndi borga hvað sem væri fyrir þau.“
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira