Einlægni og gosþamb í Fríkirkju María Lilja Þrastardóttir skrifar 10. júní 2013 10:00 Bandaríski tónlistarmaðurinn Daniel Johnston spilaði í Fríkirkjunni 3. júní. Tónleikar Daniel Johnston Fríkirkjunni 3. júní Mikil einlægni og hlýja sveif yfir vötnum á tónleikum Daniels Johnston í Fríkirkjunni síðastliðinn mánudag. Tónleikarnir voru haldnir í minningu tveggja ungra tónlistarmanna sem féllu frá í blóma lífsins, þeirra Bjössa Biogen og Sigga Ármanns. Daniel Johnston er margslunginn listamaður og það var með mikilli tilhlökkun, ég leyfi mér að fullyrða, að flestir gesta héldu í Fríkirkjuna í gegnum rigningarsudda og rok. Blautir tónleikagestir sátu þétt á kirkjubekkjunum eða röðuðu sér meðfram veggjum til að dilla sér með og berja Daniel augum. Allir helstu menningarvitar vorrar þjóðar voru á sínum stað, í bland við ástvini ungu tónlistarmannanna tveggja og hins almenna aðdáanda Daniels, og stemmningin í salnum var ljúfsár og fögur. Einkar skemmtilegt var að fá alla textana í hendurnar í tónleikaskrá og það mátti sjá fólk blaða sig í gegnum hana feimið í fyrstu en taka undir fyrir rest og jafnvel koma söngvaranum til bjargar í gleymskunni. Daniel sjálfur náði samstundis að fanga salinn með barnslegri einlægni sinni sem skein skært í gegnum útlit gamals lúins manns. Hann hríðskalf, mundi ekki lengur textana sína og svolgraði í sig gosdrykki á milli laga, en samt sem áður hafði hann eina mest töfrandi framkomu sem undirrituð hefur nokkru sinni séð á sviði, svo ég undirstriki frekar fyrri orð mín Þá var hann einlægur og einlægni er oft og tíðum vanmetin. Daniel til halds og trausts var fríður flokkur ungra og efnilegra íslenskra tónlistarmanna sem stóð sig með stakri prýði. Sérstaklega hafði ég gaman af flutningnum á Speeding Motorcycle og Dont Let the Sun Go down on Your Grievances en einnig þótti mér afar vænt um óvænt seinna uppklappið, Devil Town. Niðurstaða: Frábærir tónleikar í fallegu umhverfi, vel að öllu staðið, hljóð, stemmning og hljóðfæraleikur og kórsöngur til fyrirmyndar. Einlægni og ást er greinilega alltaf málið. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónleikar Daniel Johnston Fríkirkjunni 3. júní Mikil einlægni og hlýja sveif yfir vötnum á tónleikum Daniels Johnston í Fríkirkjunni síðastliðinn mánudag. Tónleikarnir voru haldnir í minningu tveggja ungra tónlistarmanna sem féllu frá í blóma lífsins, þeirra Bjössa Biogen og Sigga Ármanns. Daniel Johnston er margslunginn listamaður og það var með mikilli tilhlökkun, ég leyfi mér að fullyrða, að flestir gesta héldu í Fríkirkjuna í gegnum rigningarsudda og rok. Blautir tónleikagestir sátu þétt á kirkjubekkjunum eða röðuðu sér meðfram veggjum til að dilla sér með og berja Daniel augum. Allir helstu menningarvitar vorrar þjóðar voru á sínum stað, í bland við ástvini ungu tónlistarmannanna tveggja og hins almenna aðdáanda Daniels, og stemmningin í salnum var ljúfsár og fögur. Einkar skemmtilegt var að fá alla textana í hendurnar í tónleikaskrá og það mátti sjá fólk blaða sig í gegnum hana feimið í fyrstu en taka undir fyrir rest og jafnvel koma söngvaranum til bjargar í gleymskunni. Daniel sjálfur náði samstundis að fanga salinn með barnslegri einlægni sinni sem skein skært í gegnum útlit gamals lúins manns. Hann hríðskalf, mundi ekki lengur textana sína og svolgraði í sig gosdrykki á milli laga, en samt sem áður hafði hann eina mest töfrandi framkomu sem undirrituð hefur nokkru sinni séð á sviði, svo ég undirstriki frekar fyrri orð mín Þá var hann einlægur og einlægni er oft og tíðum vanmetin. Daniel til halds og trausts var fríður flokkur ungra og efnilegra íslenskra tónlistarmanna sem stóð sig með stakri prýði. Sérstaklega hafði ég gaman af flutningnum á Speeding Motorcycle og Dont Let the Sun Go down on Your Grievances en einnig þótti mér afar vænt um óvænt seinna uppklappið, Devil Town. Niðurstaða: Frábærir tónleikar í fallegu umhverfi, vel að öllu staðið, hljóð, stemmning og hljóðfæraleikur og kórsöngur til fyrirmyndar. Einlægni og ást er greinilega alltaf málið.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira