Piltur og stúlka Karen Kjartansdóttir skrifar 8. júní 2013 06:00 Eftir sveitaball sem haldið var í Njálsbúð sumar eitt undir lok síðustu aldar móðgaðist ég. Þetta sumar var ég, eins og fjöldi annarra sunnlenskra ungmenna, að störfum í SS svo landinn fengi nægju sína af pylsum og grillmeti. Á fyrrnefndu Njálsbúðarballi stökk að mér piltur, samstarfsmaður minn úr kjötverksmiðjunni, og sýndi mér heldur dólgslegan áhuga. Þetta gerði mér gramt í geði og enn versnaði lund mín næsta mánudag þegar ég mætti til starfa og sá að hann virtist móðgaður út í mig vegna atburða helgarinnar. Vinkona hans kastaði pylsu í andlitið á mér þegar yfirmaður sá ekki til. Það sem eftir lifði sumars hamaðist ég með skærin á vöktum, svo grillarar sumarsins fengju sitt, og drap tímann með því að upphugsa ýmsar refsingar og kvalir sem mér þóttu þau eiga skilið vegna þessara atburða. Piltinn sá ég svo ekki aftur augliti til auglitis árum saman. Ég rak augun í nafnið hans við og við og varð alltaf reið þótt ég myndi varla ástæðuna. Svo lágu leiðir okkar aftur saman. Við vorum stödd á Bessastöðum og forsetinn var að setja saman ríkisstjórn á formlegan hátt í næsta herbergi og gaf sér góðan tíma í verkið. Á þessari stund og stað fannst mér við hæfi að nefna að enn væri ég móðguð vegna þeirra atburða sem áttu sér stað í Njálsbúð og í pylsugerðinni forðum. Pilturinn, sem reyndar er orðinn maður fyrir löngu, kvaðst ekkert muna eftir þessu. „Þú sleiktir á mér kinnina og reyndir að fara í sleik við mig,“ sagði ég alvarleg og íhugaði hvað Hallgerður langbrók hefði gert í mínum sporum á þessari stundu. Horfði því næst á málverkið af Bertel Thorvaldsen í anddyri Bessastaða og vonaði að augnaráð mitt hæfði göfugri konu. „Mér þykir það mjög leitt,“ sagði hann af einlægni. Því get ég trúað því það er langt síðan hann kom út úr skápnum, svona fyrir utan að hann er annálað prúðmenni. „Þetta er allt í lagi,“ sagði ég, ögn vandræðaleg yfir því hve lengi ég hafði burðast með tilfinningar sem hefðu betur skolast í burtu eins og pylsubrælan að loknum vinnudegi. Hallgerður hefði samt líklega gert eitthvað aðeins meira töff. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Eftir sveitaball sem haldið var í Njálsbúð sumar eitt undir lok síðustu aldar móðgaðist ég. Þetta sumar var ég, eins og fjöldi annarra sunnlenskra ungmenna, að störfum í SS svo landinn fengi nægju sína af pylsum og grillmeti. Á fyrrnefndu Njálsbúðarballi stökk að mér piltur, samstarfsmaður minn úr kjötverksmiðjunni, og sýndi mér heldur dólgslegan áhuga. Þetta gerði mér gramt í geði og enn versnaði lund mín næsta mánudag þegar ég mætti til starfa og sá að hann virtist móðgaður út í mig vegna atburða helgarinnar. Vinkona hans kastaði pylsu í andlitið á mér þegar yfirmaður sá ekki til. Það sem eftir lifði sumars hamaðist ég með skærin á vöktum, svo grillarar sumarsins fengju sitt, og drap tímann með því að upphugsa ýmsar refsingar og kvalir sem mér þóttu þau eiga skilið vegna þessara atburða. Piltinn sá ég svo ekki aftur augliti til auglitis árum saman. Ég rak augun í nafnið hans við og við og varð alltaf reið þótt ég myndi varla ástæðuna. Svo lágu leiðir okkar aftur saman. Við vorum stödd á Bessastöðum og forsetinn var að setja saman ríkisstjórn á formlegan hátt í næsta herbergi og gaf sér góðan tíma í verkið. Á þessari stund og stað fannst mér við hæfi að nefna að enn væri ég móðguð vegna þeirra atburða sem áttu sér stað í Njálsbúð og í pylsugerðinni forðum. Pilturinn, sem reyndar er orðinn maður fyrir löngu, kvaðst ekkert muna eftir þessu. „Þú sleiktir á mér kinnina og reyndir að fara í sleik við mig,“ sagði ég alvarleg og íhugaði hvað Hallgerður langbrók hefði gert í mínum sporum á þessari stundu. Horfði því næst á málverkið af Bertel Thorvaldsen í anddyri Bessastaða og vonaði að augnaráð mitt hæfði göfugri konu. „Mér þykir það mjög leitt,“ sagði hann af einlægni. Því get ég trúað því það er langt síðan hann kom út úr skápnum, svona fyrir utan að hann er annálað prúðmenni. „Þetta er allt í lagi,“ sagði ég, ögn vandræðaleg yfir því hve lengi ég hafði burðast með tilfinningar sem hefðu betur skolast í burtu eins og pylsubrælan að loknum vinnudegi. Hallgerður hefði samt líklega gert eitthvað aðeins meira töff.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun