Á tímamótum Einar Benediktsson skrifar 6. júní 2013 08:51 Í efnahagslegu tilliti er öryggi Íslands háð því að stjórnvöld standi vörð um þau markaðs- og efnahagstengsl sem tryggja lífsafkomu þjóðarinnar. Við erum háðari útflutningi en nágrannaþjóðirnar sem eru markaðslönd okkar. Um 87% alls útflutningsins mæta eftirspurn hátekjumarkaða EES-landa og Bandaríkjanna. Í vestræna heimshlutanum eigum við sameiginleg grunngildi frjálsra þjóðfélaga en hluti athafnafrelsis er frjáls viðskipti. Nú er fram undan mótun fríverslunarsvæðis Bandaríkjanna og Evrópusambandsins með Atlantshafssáttmálanum um viðskipti og fjárfestingar (The Transatlantic Trade and Investment Pact–TTIP). Á því svæði er helmingur heimsframleiðslunnar og þriðjungur allra utanríkisviðskipta. Þátttaka í þessu samstarfi er höfuðnauðsyn fyrir Ísland. Auk arðbærari viðskipta skiptir þetta miklu varðandi fjárfestingar þegar rofa tekur til varðandi skuldastöðuna og afnám greiðsluhafta. Þá þegar njóta Íslendingar sem umsækjendur aðildar að ESB þeirrar velvildar framkvæmdastjórnar þess að geta fylgst náið með þessum samningum. Takist samningar og ef við ætlum okkur ekki að verða utangarðs í þessu mikla átaki vestrænnar samvinnu, bíður ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fyrir liggur ítarleg skýrsla um umsókn Íslands um aðild að ESB. Kjarni málsins er að EES-samningurinn hefur runnið sitt skeið og aðildarsamningarnir eru svo langt komnir að eftir eru aðallega landbúnaður og sjávarútvegur. Þá felur aðild í sér upptöku evru og við þurfum sterkari gjaldmiðil. Sú er staðan þegar nýr utanríkisráðherra rýnir fram á við í Evrópumálum, væntanlega í samráði við vinaþjóðir. Þingumfjöllunar verður beðið með eftirvæntingu. Vonandi verður farið að óskum fjölmargra, þeirra á meðal SA og ASÍ, að samningum verði lokið og þjóðaratkvæði ráði varðandi niðurstöður. Höfundur þessara lína hafði Evrópusamvinnuna lengi að starfi sem embættismaður. Hér er tilefni til að rifja það upp, að fljótt gleymdust deilumálin og almenn sátt varð um þau.Hörð barátta Hörð pólitísk barátta var um aðildina að EFTA sem Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks kom í höfn undir forystu þess mæta manns Gylfa Þ. Gíslasonar. Einn andstæðinga aðildarinnar var Lúðvík Jósepsson, sem tók við sem viðskiptaráðherra af Gylfa 1971. Aðalframkvæmdastjóri þessa gamla EFTA, Sir John Coulson, hafði orðað nokkrar áhyggjur af því við mig sem sendiherra að erfiðlega gæti gengið með þennan nýja liðsmann. Strax kom í ljós að ekki var Ísland síðri samstarfsaðili í ráðherratíð Lúðvíks. Ég minnist mjög góðs samstarfs við hann og Ólaf Jóhannesson, sem kom síðar og hafði setið hjá í afgreiðslu Alþingis um EFTA-aðildina. Þegar EES-samningarnir fóru af stað voru Sjálfstæðismenn andvígir í því máli í stjórnarandstöðu. Með Viðeyjarstjórn Davíðs Oddssonar 1991 var blaðinu snúið við og utanríkisráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hafði byrjað samningana, fékk nú Sjálfstæðisflokkinn til liðs um að ljúka því máli. Eins og verið hafði um EFTA, varð mikil orrahríð um EES-samninginn. Um þau mikilvægu skref, bæði EFTA og EES, hefur síðan verið sátt í þjóðfélaginu. Leiðtogarnir Sigmundur Davíð og Bjarni boða breitt samstarf um mál sem leiða þarf til lykta. Það á ekki hvað síst við um tímamótaákvörðun um aðild að ESB og Atlantshafsbandalagi fríverslunar. Þeirra er nú hið sögulega tækifæri að leiða þau mál til lykta, þjóðinni til góðs og þeim til frama. Í grein okkar Thomas R. Pickering, fyrrv. varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, í mars sl. sem birtist í Fréttablaðinu, New York Times og International Herald Tribune var hvatt til að endurvekja samvinnu Íslands og Bandaríkjanna. Bent var á vaxandi áhuga Kína vegna strategískrar lykilstöðu landsins. Kínverjar bjóða Íslendingum fyrstum Evrópuþjóða fríverslunarsamning, skref til frekari tengsla. En það er ekki þörf á kínverskum fjárfestingum í landakaupum, mannvirkjagerð eða stóriðju á Íslandi eins og þeir stunda á sína vísu í Afríku. Það sætir stundum furðu annarra hve margvísleg útflutningsstarfsemi er hjá okkar fámennu þjóð. Frekari þróun verður með nánari tengslum í samningum sem nú gefast. Tíminn bíður ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í efnahagslegu tilliti er öryggi Íslands háð því að stjórnvöld standi vörð um þau markaðs- og efnahagstengsl sem tryggja lífsafkomu þjóðarinnar. Við erum háðari útflutningi en nágrannaþjóðirnar sem eru markaðslönd okkar. Um 87% alls útflutningsins mæta eftirspurn hátekjumarkaða EES-landa og Bandaríkjanna. Í vestræna heimshlutanum eigum við sameiginleg grunngildi frjálsra þjóðfélaga en hluti athafnafrelsis er frjáls viðskipti. Nú er fram undan mótun fríverslunarsvæðis Bandaríkjanna og Evrópusambandsins með Atlantshafssáttmálanum um viðskipti og fjárfestingar (The Transatlantic Trade and Investment Pact–TTIP). Á því svæði er helmingur heimsframleiðslunnar og þriðjungur allra utanríkisviðskipta. Þátttaka í þessu samstarfi er höfuðnauðsyn fyrir Ísland. Auk arðbærari viðskipta skiptir þetta miklu varðandi fjárfestingar þegar rofa tekur til varðandi skuldastöðuna og afnám greiðsluhafta. Þá þegar njóta Íslendingar sem umsækjendur aðildar að ESB þeirrar velvildar framkvæmdastjórnar þess að geta fylgst náið með þessum samningum. Takist samningar og ef við ætlum okkur ekki að verða utangarðs í þessu mikla átaki vestrænnar samvinnu, bíður ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fyrir liggur ítarleg skýrsla um umsókn Íslands um aðild að ESB. Kjarni málsins er að EES-samningurinn hefur runnið sitt skeið og aðildarsamningarnir eru svo langt komnir að eftir eru aðallega landbúnaður og sjávarútvegur. Þá felur aðild í sér upptöku evru og við þurfum sterkari gjaldmiðil. Sú er staðan þegar nýr utanríkisráðherra rýnir fram á við í Evrópumálum, væntanlega í samráði við vinaþjóðir. Þingumfjöllunar verður beðið með eftirvæntingu. Vonandi verður farið að óskum fjölmargra, þeirra á meðal SA og ASÍ, að samningum verði lokið og þjóðaratkvæði ráði varðandi niðurstöður. Höfundur þessara lína hafði Evrópusamvinnuna lengi að starfi sem embættismaður. Hér er tilefni til að rifja það upp, að fljótt gleymdust deilumálin og almenn sátt varð um þau.Hörð barátta Hörð pólitísk barátta var um aðildina að EFTA sem Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks kom í höfn undir forystu þess mæta manns Gylfa Þ. Gíslasonar. Einn andstæðinga aðildarinnar var Lúðvík Jósepsson, sem tók við sem viðskiptaráðherra af Gylfa 1971. Aðalframkvæmdastjóri þessa gamla EFTA, Sir John Coulson, hafði orðað nokkrar áhyggjur af því við mig sem sendiherra að erfiðlega gæti gengið með þennan nýja liðsmann. Strax kom í ljós að ekki var Ísland síðri samstarfsaðili í ráðherratíð Lúðvíks. Ég minnist mjög góðs samstarfs við hann og Ólaf Jóhannesson, sem kom síðar og hafði setið hjá í afgreiðslu Alþingis um EFTA-aðildina. Þegar EES-samningarnir fóru af stað voru Sjálfstæðismenn andvígir í því máli í stjórnarandstöðu. Með Viðeyjarstjórn Davíðs Oddssonar 1991 var blaðinu snúið við og utanríkisráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hafði byrjað samningana, fékk nú Sjálfstæðisflokkinn til liðs um að ljúka því máli. Eins og verið hafði um EFTA, varð mikil orrahríð um EES-samninginn. Um þau mikilvægu skref, bæði EFTA og EES, hefur síðan verið sátt í þjóðfélaginu. Leiðtogarnir Sigmundur Davíð og Bjarni boða breitt samstarf um mál sem leiða þarf til lykta. Það á ekki hvað síst við um tímamótaákvörðun um aðild að ESB og Atlantshafsbandalagi fríverslunar. Þeirra er nú hið sögulega tækifæri að leiða þau mál til lykta, þjóðinni til góðs og þeim til frama. Í grein okkar Thomas R. Pickering, fyrrv. varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, í mars sl. sem birtist í Fréttablaðinu, New York Times og International Herald Tribune var hvatt til að endurvekja samvinnu Íslands og Bandaríkjanna. Bent var á vaxandi áhuga Kína vegna strategískrar lykilstöðu landsins. Kínverjar bjóða Íslendingum fyrstum Evrópuþjóða fríverslunarsamning, skref til frekari tengsla. En það er ekki þörf á kínverskum fjárfestingum í landakaupum, mannvirkjagerð eða stóriðju á Íslandi eins og þeir stunda á sína vísu í Afríku. Það sætir stundum furðu annarra hve margvísleg útflutningsstarfsemi er hjá okkar fámennu þjóð. Frekari þróun verður með nánari tengslum í samningum sem nú gefast. Tíminn bíður ekki.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun