Hönnuðir bera ríka félagslega ábyrgð Bergsteinn skrifar 30. maí 2013 07:00 Sigríður Heimisdóttir: "Það er ekki síður mikilvægt að gera sér grein fyrir afleiðingum og áhrifum verka sinna en að kunna skil á efni og formfræði.” Ráðstefnan TEDx Reykjavík verður haldin í þriðja sinn á mánudag. Boðið er upp á fyrirlestra þar sem bæði íslenskir og erlendir fyrirlesara ræða hugðarefni sín. Sigríður Heimisdóttur vöruhönnuður, Sigga Heimis, er meðal fyrirlesara og ætlar að ræða félagslega ábyrgð hönnuða. „Ég er ákaflega áhugasöm um samband félagslegrar ábyrgðar og hönnunar og það getur verið margs konar,“ segir Sigga um erindið. „Til dæmis að vinna með fólki í þróunarlöndunum og hjálpa þeim að búa til virðisaukandi vörur í heimalandinu. Annað er að vekja athygli á ýmiss konar málefnum. Mér finnst spennandi að hönnun geti vakið fólk til umhugsunar um málefni sem þykja kannski ekki sérstaklega spennandi eða „heit“. Í erindi sínu mun Sigga aðallega fjalla um verkefni sem hún hefur unnið með Corning Museum of Glass í Bandaríkjunum, stærsta glerlistasafni í heimi. „Ég hef unnið með þeim líffæri mannslíkamans úr gleri í verkefni sem hefur nú staðið í rúm fimm ár. Þarna erum við að vekja athygli á líffæragjöf og umræðum um hana. Það er mikill skortur á líffærum í heiminum í dag og og í þróunarlöndum viðgengst hræðilegt svartamarkaðsbrask. Vonandi vekur þetta fólk til umhugsunar um að gerast líffæragjafar.“ Sjálf segist Sigga hafa vaknað til vitundar um þessi mál þegar hún vann hjá Ikea og fór reglulega í vinnuferðir til Asíu, þar sem „heilu þorpin voru að vinna við að framleiða eina vöru sem maður skissaði í flýti einn daginn. Þá áttaði ég mig hinni félagslegu hlið og þeirri ábyrgð sem henni fylgdi.“ Sigga segir brýnt að bæta félagslegri ábyrgð hönnuða við grunnnám í hönnun. „Það er ekki síður mikilvægt að gera sér grein fyrir afleiðingum og áhrifum verka sinna en að kunna skil á efni og formfræði,“ segir hún. „Hönnuðir eiga ekki að senda frá sér verk sem valda skaða. Mér finnst enn vanta almennilega meðvitund um þessi mál meðal hönnuða. En það eru þó ýmis jákvæð teikn og þetta mun hugsanlega stórbreytast með næstu kynslóð hönnuða.“ Hönnunarnám er ungt á Íslandi og umræðan um hinn félagslega þátt hönnunar ekki langt á veg komin að mati Siggu. „En hér hafa þó verið unnin mörg skemmtileg verkefni þar sem félagsleg ábyrgð er rík. Ég held að íslenskir hönnuðir gætu orðið sterkir í þessari deild og skapað sér sérstöðu.“ Sigga telur að umhverfismál séu líklega sá málaflokkur sem hönnuðir eru mest meðvitaðir um. „Það hefur meðal annars leitt til aukinnar áherslu á framleiðslu á heimamarkaði. Það stuðlar að aukinni atvinnu og verðmætasköpun, sem er auðvitað jákvætt fyrir viðkomandi land. En þetta er bara ein hlið af mörgum. Það eru margir félagslegir þættir sem mætti fjalla meira um. Hönnun getur verið tilvalinn kveikiþráður í þeirri umræðu.“ Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Ráðstefnan TEDx Reykjavík verður haldin í þriðja sinn á mánudag. Boðið er upp á fyrirlestra þar sem bæði íslenskir og erlendir fyrirlesara ræða hugðarefni sín. Sigríður Heimisdóttur vöruhönnuður, Sigga Heimis, er meðal fyrirlesara og ætlar að ræða félagslega ábyrgð hönnuða. „Ég er ákaflega áhugasöm um samband félagslegrar ábyrgðar og hönnunar og það getur verið margs konar,“ segir Sigga um erindið. „Til dæmis að vinna með fólki í þróunarlöndunum og hjálpa þeim að búa til virðisaukandi vörur í heimalandinu. Annað er að vekja athygli á ýmiss konar málefnum. Mér finnst spennandi að hönnun geti vakið fólk til umhugsunar um málefni sem þykja kannski ekki sérstaklega spennandi eða „heit“. Í erindi sínu mun Sigga aðallega fjalla um verkefni sem hún hefur unnið með Corning Museum of Glass í Bandaríkjunum, stærsta glerlistasafni í heimi. „Ég hef unnið með þeim líffæri mannslíkamans úr gleri í verkefni sem hefur nú staðið í rúm fimm ár. Þarna erum við að vekja athygli á líffæragjöf og umræðum um hana. Það er mikill skortur á líffærum í heiminum í dag og og í þróunarlöndum viðgengst hræðilegt svartamarkaðsbrask. Vonandi vekur þetta fólk til umhugsunar um að gerast líffæragjafar.“ Sjálf segist Sigga hafa vaknað til vitundar um þessi mál þegar hún vann hjá Ikea og fór reglulega í vinnuferðir til Asíu, þar sem „heilu þorpin voru að vinna við að framleiða eina vöru sem maður skissaði í flýti einn daginn. Þá áttaði ég mig hinni félagslegu hlið og þeirri ábyrgð sem henni fylgdi.“ Sigga segir brýnt að bæta félagslegri ábyrgð hönnuða við grunnnám í hönnun. „Það er ekki síður mikilvægt að gera sér grein fyrir afleiðingum og áhrifum verka sinna en að kunna skil á efni og formfræði,“ segir hún. „Hönnuðir eiga ekki að senda frá sér verk sem valda skaða. Mér finnst enn vanta almennilega meðvitund um þessi mál meðal hönnuða. En það eru þó ýmis jákvæð teikn og þetta mun hugsanlega stórbreytast með næstu kynslóð hönnuða.“ Hönnunarnám er ungt á Íslandi og umræðan um hinn félagslega þátt hönnunar ekki langt á veg komin að mati Siggu. „En hér hafa þó verið unnin mörg skemmtileg verkefni þar sem félagsleg ábyrgð er rík. Ég held að íslenskir hönnuðir gætu orðið sterkir í þessari deild og skapað sér sérstöðu.“ Sigga telur að umhverfismál séu líklega sá málaflokkur sem hönnuðir eru mest meðvitaðir um. „Það hefur meðal annars leitt til aukinnar áherslu á framleiðslu á heimamarkaði. Það stuðlar að aukinni atvinnu og verðmætasköpun, sem er auðvitað jákvætt fyrir viðkomandi land. En þetta er bara ein hlið af mörgum. Það eru margir félagslegir þættir sem mætti fjalla meira um. Hönnun getur verið tilvalinn kveikiþráður í þeirri umræðu.“
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira