Golfvertíðin hefst um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2013 06:30 Mynd/Gunnar V. Andrésson Í vikunni var undirritað samkomulag á milli Golfsambands Íslands og Íslandsbanka um barna- og unglingastarf sambandsins í sumar. Barna- og unglingamótaraðir sumarsins munu því bera nafn Íslandsbanka en fyrstu mótin fara fram um helgina, bæði í aðalmótaröðinni og áskorendamótaröðinni. Mikill uppgangur hefur verið í golfíþróttinni á meðal barna og unglinga hér á landi og komast aðeins 144 bestu kylfingar landsins í aðalmótaröðina. Þar er skipt í karla- og kvennaflokk, sem og þrjá aldursflokka. Meðal þeirra fjölmörgu ungu og efnilegu kylfinga sem Ísland á er Saga Traustadóttir (á mynd), 15 ára kylfingur úr GR. Hún var viðstödd undirritun samstarfsins ásamt Herði Þorsteinssyni frá GSÍ og Hólmfríði Einarsdóttur frá Íslandsbanka. Fyrsta mótið í aðalmótaröðinni fer fram í Þorlákshöfn um helgina en alls fara fram sjö mót í sumar, það síðasta í byrjun septembermánaðar. Keppt verður í áskorendamótaröðinni á Húsatóftarvelli í Grindavík á morgun. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Í vikunni var undirritað samkomulag á milli Golfsambands Íslands og Íslandsbanka um barna- og unglingastarf sambandsins í sumar. Barna- og unglingamótaraðir sumarsins munu því bera nafn Íslandsbanka en fyrstu mótin fara fram um helgina, bæði í aðalmótaröðinni og áskorendamótaröðinni. Mikill uppgangur hefur verið í golfíþróttinni á meðal barna og unglinga hér á landi og komast aðeins 144 bestu kylfingar landsins í aðalmótaröðina. Þar er skipt í karla- og kvennaflokk, sem og þrjá aldursflokka. Meðal þeirra fjölmörgu ungu og efnilegu kylfinga sem Ísland á er Saga Traustadóttir (á mynd), 15 ára kylfingur úr GR. Hún var viðstödd undirritun samstarfsins ásamt Herði Þorsteinssyni frá GSÍ og Hólmfríði Einarsdóttur frá Íslandsbanka. Fyrsta mótið í aðalmótaröðinni fer fram í Þorlákshöfn um helgina en alls fara fram sjö mót í sumar, það síðasta í byrjun septembermánaðar. Keppt verður í áskorendamótaröðinni á Húsatóftarvelli í Grindavík á morgun.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira