Vinsæll herratískubloggari Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. maí 2013 17:00 Tískubloggsíða Sindra Snæs Jenssonar, Sindrijensson.com, hefur vakið mikla athygli en þar fjallar hann af metnaði um herratískuna. „Áhuginn á tísku kviknaði í menntaskóla en þá lagði maður jogginggallann á hilluna og fór að spá í hverju maður klæddist,“ segir Sindri Snær Jensson, tískubloggari og knattspyrnumarkmaður, sem heldur úti tískubloggsíðunni Sindrijensson.com. Síðan var opnuð fyrir tæplega tveimur mánuðum og hefur fengið góðar viðtökur. Daglega heimsækja um 1.000-4.000 manns síðuna þar sem Sindri leggur metnað í að fjalla faglega um strauma og stefnur í herratískunni ásamt því að fá vel valda herra í tískuspjall til sín. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi en fann aldrei tíma til að hrinda henni í framkvæmd enda vil ég gera hlutina vel þegar ég tek þá að mér,“ segir Sindri, sem loksins fann tíma er hann flutti til Malmö í Svíþjóð með kærustunni sinni síðasta haust. Sindri er markmaður og spilaði síðasta sumar með úrvalsdeildarliðinu Val. Upphaflega ætlaði hann að finna sér lið í Svíþjóð en það hefur ekki gengið sem skyldi. „Ég hef verið að æfa með liðum hérna úti og fengið nokkur samningstilboð en engin nógu góð. Þess vegna get ég kallað mig heimavinnandi húsföður og tískubloggara núna. Ég fæ margar spurningar í viku frá lesendum um tísku sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sindri sem eyðir um 2-3 klukkutímum á dag í bloggsíðuna. Sindri starfaði lengi vel sem verslunarstjóri í Galleríi 17 og líkir tískuáhuganum við bakteríu sem honum tekst ekki að losna við. „Það sem heillar mig við tískuna er hvernig maður getur tjáð sig í gegnum klæðaburðinn. Mín skoðun er sú að það er engin afsökun til fyrir að vera ekki snyrtilegur til fara.“ Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Áhuginn á tísku kviknaði í menntaskóla en þá lagði maður jogginggallann á hilluna og fór að spá í hverju maður klæddist,“ segir Sindri Snær Jensson, tískubloggari og knattspyrnumarkmaður, sem heldur úti tískubloggsíðunni Sindrijensson.com. Síðan var opnuð fyrir tæplega tveimur mánuðum og hefur fengið góðar viðtökur. Daglega heimsækja um 1.000-4.000 manns síðuna þar sem Sindri leggur metnað í að fjalla faglega um strauma og stefnur í herratískunni ásamt því að fá vel valda herra í tískuspjall til sín. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi en fann aldrei tíma til að hrinda henni í framkvæmd enda vil ég gera hlutina vel þegar ég tek þá að mér,“ segir Sindri, sem loksins fann tíma er hann flutti til Malmö í Svíþjóð með kærustunni sinni síðasta haust. Sindri er markmaður og spilaði síðasta sumar með úrvalsdeildarliðinu Val. Upphaflega ætlaði hann að finna sér lið í Svíþjóð en það hefur ekki gengið sem skyldi. „Ég hef verið að æfa með liðum hérna úti og fengið nokkur samningstilboð en engin nógu góð. Þess vegna get ég kallað mig heimavinnandi húsföður og tískubloggara núna. Ég fæ margar spurningar í viku frá lesendum um tísku sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sindri sem eyðir um 2-3 klukkutímum á dag í bloggsíðuna. Sindri starfaði lengi vel sem verslunarstjóri í Galleríi 17 og líkir tískuáhuganum við bakteríu sem honum tekst ekki að losna við. „Það sem heillar mig við tískuna er hvernig maður getur tjáð sig í gegnum klæðaburðinn. Mín skoðun er sú að það er engin afsökun til fyrir að vera ekki snyrtilegur til fara.“
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira