Vinsæll herratískubloggari Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. maí 2013 17:00 Tískubloggsíða Sindra Snæs Jenssonar, Sindrijensson.com, hefur vakið mikla athygli en þar fjallar hann af metnaði um herratískuna. „Áhuginn á tísku kviknaði í menntaskóla en þá lagði maður jogginggallann á hilluna og fór að spá í hverju maður klæddist,“ segir Sindri Snær Jensson, tískubloggari og knattspyrnumarkmaður, sem heldur úti tískubloggsíðunni Sindrijensson.com. Síðan var opnuð fyrir tæplega tveimur mánuðum og hefur fengið góðar viðtökur. Daglega heimsækja um 1.000-4.000 manns síðuna þar sem Sindri leggur metnað í að fjalla faglega um strauma og stefnur í herratískunni ásamt því að fá vel valda herra í tískuspjall til sín. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi en fann aldrei tíma til að hrinda henni í framkvæmd enda vil ég gera hlutina vel þegar ég tek þá að mér,“ segir Sindri, sem loksins fann tíma er hann flutti til Malmö í Svíþjóð með kærustunni sinni síðasta haust. Sindri er markmaður og spilaði síðasta sumar með úrvalsdeildarliðinu Val. Upphaflega ætlaði hann að finna sér lið í Svíþjóð en það hefur ekki gengið sem skyldi. „Ég hef verið að æfa með liðum hérna úti og fengið nokkur samningstilboð en engin nógu góð. Þess vegna get ég kallað mig heimavinnandi húsföður og tískubloggara núna. Ég fæ margar spurningar í viku frá lesendum um tísku sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sindri sem eyðir um 2-3 klukkutímum á dag í bloggsíðuna. Sindri starfaði lengi vel sem verslunarstjóri í Galleríi 17 og líkir tískuáhuganum við bakteríu sem honum tekst ekki að losna við. „Það sem heillar mig við tískuna er hvernig maður getur tjáð sig í gegnum klæðaburðinn. Mín skoðun er sú að það er engin afsökun til fyrir að vera ekki snyrtilegur til fara.“ Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Áhuginn á tísku kviknaði í menntaskóla en þá lagði maður jogginggallann á hilluna og fór að spá í hverju maður klæddist,“ segir Sindri Snær Jensson, tískubloggari og knattspyrnumarkmaður, sem heldur úti tískubloggsíðunni Sindrijensson.com. Síðan var opnuð fyrir tæplega tveimur mánuðum og hefur fengið góðar viðtökur. Daglega heimsækja um 1.000-4.000 manns síðuna þar sem Sindri leggur metnað í að fjalla faglega um strauma og stefnur í herratískunni ásamt því að fá vel valda herra í tískuspjall til sín. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi en fann aldrei tíma til að hrinda henni í framkvæmd enda vil ég gera hlutina vel þegar ég tek þá að mér,“ segir Sindri, sem loksins fann tíma er hann flutti til Malmö í Svíþjóð með kærustunni sinni síðasta haust. Sindri er markmaður og spilaði síðasta sumar með úrvalsdeildarliðinu Val. Upphaflega ætlaði hann að finna sér lið í Svíþjóð en það hefur ekki gengið sem skyldi. „Ég hef verið að æfa með liðum hérna úti og fengið nokkur samningstilboð en engin nógu góð. Þess vegna get ég kallað mig heimavinnandi húsföður og tískubloggara núna. Ég fæ margar spurningar í viku frá lesendum um tísku sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sindri sem eyðir um 2-3 klukkutímum á dag í bloggsíðuna. Sindri starfaði lengi vel sem verslunarstjóri í Galleríi 17 og líkir tískuáhuganum við bakteríu sem honum tekst ekki að losna við. „Það sem heillar mig við tískuna er hvernig maður getur tjáð sig í gegnum klæðaburðinn. Mín skoðun er sú að það er engin afsökun til fyrir að vera ekki snyrtilegur til fara.“
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira