Kvennalisti internetsins Bjarni Rúnar Einarsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Kvennalistinn var merkilegt og nauðsynlegt framboð. Það lyfti jafnréttisbaráttunni upp á æðra plan, mölvaði glerþakið og tryggði konum rödd á Alþingi. Nú, þremur áratugum síðar, kveðjum við forsætisráðherra, merkilega konu, stolt af því að vera umburðarlynd þjóð sem mat hana að verðleikum óháð kyni og kynhneigð. Árangur Kvennalistans er slíkur að í dag telst enginn flokkur trúverðugur ef konur eru ekki með í för. Kvennalistinn gerði sig óþarfan og það var hans stærsti sigur. Ég er pírati, og ég tel Pírata vera sambærilegt framboð. Píratar tala fyrir beinu lýðræði og opinni stjórnsýslu, Píratar vilja fólk á þing sem skilur nútímann, internetið og mikilvægi þess að hlusta á vísindin áður en ákvarðanir eru teknar. Píratar treysta þjóðinni og treysta því að ef þjóðin fær réttar upplýsingar, þá taki þjóðin skynsamlegar ákvarðanir. Opin stjórnsýsla, óheft samskipti og beint lýðræði eru meðal grunngilda Pírata. Ekkert annað framboð hefur þessa hugsjón, hin eru öll að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni, hvert með sínum hætti. En tæknin hefur gert það að verkum að við þurfum ekki lengur að senda fulltrúa í margra daga reiðtúr til að taka þátt í mikilvægum fundum. Við getum mætt sjálf, með því að opna vafra eða taka upp tólið.Stöðugt samtal Fulltrúalýðræðið okkar, þessir 63 þingmenn sem ákveða allt fyrir okkur og lofa öllu fögru á fjögurra ára fresti, er augljóslega úrelt. Við getum gert svo miklu, miklu betur í dag. Í dag geta fulltrúar okkar látið okkur vita jafnóðum hvernig gengur á þingfundi, því símar og spjaldtölvur eru leyfilegar í þingsalnum og á nefndarfundum. Boð geta líka gengið í hina áttina, við getum tekið okkur saman og ráðlagt fulltrúum okkar – jafnvel sagt þeim fyrir verkum – hvar sem er og hvenær sem er. Þetta ætla Píratar að gera. Við viljum stöðugt samtal þings og þjóðar næstu fjögur ár, við viljum virkja netið og samskiptatækni nútímans til að heyra betur og til að láta í okkur heyra. Systurflokkar Pírata erlendis hafa einmitt þróað verkferla og verkfæri til að greiða fyrir beinni þátttöku almennings í stjórnmálum, með hjálp internetsins. Píratar á Íslandi byggja á þessum grunni og eru að laga að íslenskum aðstæðum. Við notum þessi verkfæri nú þegar í okkar innra starfi. Þegar þjóðin fær rödd sem þingið tekur mark á, þegar beint lýðræði verður daglegt brauð og þegar þingmenn okkar standa vörð um internetið og frelsi almennings til að nota það, þá verða Píratar líklega óþarfir. Alveg eins og Kvennalistinn forðum. Ég hlakka til! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Kvennalistinn var merkilegt og nauðsynlegt framboð. Það lyfti jafnréttisbaráttunni upp á æðra plan, mölvaði glerþakið og tryggði konum rödd á Alþingi. Nú, þremur áratugum síðar, kveðjum við forsætisráðherra, merkilega konu, stolt af því að vera umburðarlynd þjóð sem mat hana að verðleikum óháð kyni og kynhneigð. Árangur Kvennalistans er slíkur að í dag telst enginn flokkur trúverðugur ef konur eru ekki með í för. Kvennalistinn gerði sig óþarfan og það var hans stærsti sigur. Ég er pírati, og ég tel Pírata vera sambærilegt framboð. Píratar tala fyrir beinu lýðræði og opinni stjórnsýslu, Píratar vilja fólk á þing sem skilur nútímann, internetið og mikilvægi þess að hlusta á vísindin áður en ákvarðanir eru teknar. Píratar treysta þjóðinni og treysta því að ef þjóðin fær réttar upplýsingar, þá taki þjóðin skynsamlegar ákvarðanir. Opin stjórnsýsla, óheft samskipti og beint lýðræði eru meðal grunngilda Pírata. Ekkert annað framboð hefur þessa hugsjón, hin eru öll að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni, hvert með sínum hætti. En tæknin hefur gert það að verkum að við þurfum ekki lengur að senda fulltrúa í margra daga reiðtúr til að taka þátt í mikilvægum fundum. Við getum mætt sjálf, með því að opna vafra eða taka upp tólið.Stöðugt samtal Fulltrúalýðræðið okkar, þessir 63 þingmenn sem ákveða allt fyrir okkur og lofa öllu fögru á fjögurra ára fresti, er augljóslega úrelt. Við getum gert svo miklu, miklu betur í dag. Í dag geta fulltrúar okkar látið okkur vita jafnóðum hvernig gengur á þingfundi, því símar og spjaldtölvur eru leyfilegar í þingsalnum og á nefndarfundum. Boð geta líka gengið í hina áttina, við getum tekið okkur saman og ráðlagt fulltrúum okkar – jafnvel sagt þeim fyrir verkum – hvar sem er og hvenær sem er. Þetta ætla Píratar að gera. Við viljum stöðugt samtal þings og þjóðar næstu fjögur ár, við viljum virkja netið og samskiptatækni nútímans til að heyra betur og til að láta í okkur heyra. Systurflokkar Pírata erlendis hafa einmitt þróað verkferla og verkfæri til að greiða fyrir beinni þátttöku almennings í stjórnmálum, með hjálp internetsins. Píratar á Íslandi byggja á þessum grunni og eru að laga að íslenskum aðstæðum. Við notum þessi verkfæri nú þegar í okkar innra starfi. Þegar þjóðin fær rödd sem þingið tekur mark á, þegar beint lýðræði verður daglegt brauð og þegar þingmenn okkar standa vörð um internetið og frelsi almennings til að nota það, þá verða Píratar líklega óþarfir. Alveg eins og Kvennalistinn forðum. Ég hlakka til!
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun