
Menntun á forsendum nemenda
Menntun á að vera aðgengileg og ánægjuleg fyrir alla, þannig er hægt að ná því besta út úr nemandanum. Það er hinsvegar ekki öllum vel fært að stunda nám og því er mikilvægt að öllum séu gefin jöfn tækifæri. Nemandinn nýtir þá styrkleika sína og getur stundað nám við sitt hæfi. Til þess þurfa einstaklingar að fá aukið svigrúm til að ráða námshraða og skipulagi náms í samræmi við námsgetu. Veita þarf þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða meira aðhald og leita þannig leiða til þess að þjóna þörfum allra nemenda svo þeir geti tekið framförum í námi sínu.
Skilvirkni og fjölbreytni er forsenda ánægjulegrar skólagöngu. Fyrir þroska barns er ekki nóg að sitja í skólastofu allan daginn, auka þarf fjölbreytni skóladagsins með því að flétta saman uppbyggilegu frístundastarfi í bland við skólastarf meðal annars með því að auka vægi íþrótta, lista og félagsfærni í námi. Í framhaldi af því er mikilvægt að starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila verði bundin í lög, því þar fer fram frábært uppbyggilegt nám sem ekki er einskorðað við skólabækur. Allir unglingar eiga að hafa greiðan aðgang að félagsmiðstöðvum óháð búsetu og fjármagni. Á framhaldsskólastigi er mikilvægt að auka vægi iðn- og starfsmenntunar svo allir hafi aðgang að námi við sitt hæfi og gera framhaldsskólanám að góðum undirbúningi, bæði fyrir framhaldsnám og atvinnulífið.
Hærri framlög til háskóla
Samfylkingin leggur áherslu á að efla háskóla á Íslandi og hækka framlög til þeirra svo þeir standi jafnfætis öðrum háskólum á Norðurlöndunum. Háskólar verða að vera skilvirkir og því vera í nánum tengslum við atvinnulífið og vinna stöðugt að því að mæta þörfum almennings fyrir menntaðan mannauð og rannsóknir. Fjölga þarf tæknimenntuðum einstaklingum til að mæta þörfum íslenskra fyrirtækja. Brýnt er að hækka grunnframfærslu námslána svo hún verði jafnhá neysluviðmiðum og áríðandi er að að hún verði greidd út mánaðarlega til þess að losa námsmenn undan yfirdráttarlánum. Nám á að vera hvetjandi og er því áríðandi að koma í höfn tillögu um að breyta hluta námslána í styrk ef lánþegi klárar nám sitt á tilsettum tíma.
Samfylkingin er eini flokkurinn sem setur menntamál á oddinn fyrir komandi kosningar. Námsmenn eiga að krefjast þess að menntamál séu forgangsmál í íslenskum stjórnmálum, það er löngu orðið tímabært. Samfylkingin leggur áherslu á að menntakefinu verði breytt með hliðsjón af grunngildum jafnaðarstefnunnar, það er að gefa öllum tækifæri til að virkja hæfileika sína, stuðla að þroska einstaklingsins og veita honum góðan undirbúning fyrir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi.
Setjum X við S ef við viljum menntamál sem forgangsmál.
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar